Opin eða lokuð prófkjör

Á meðan að við höfum ekki persónukjör þá verðum við að sneiða helstu gallana af prófkjörum. Í aðdraganda prófkjörs í Mosfellsbæ þá var mikið rætt, að mér skilst, um kosti og galla þess að prófkjör væru opin eða lokuð. Við alþingiskosningar síðastliðið vor, þá var haldið opið prófkjör í þeim skilningi að það var nægjanlegt að skrá þig sem stuðningsmann Samfylkingarinnar. Nokkuð algengt var að einstaklingar væru að taka þátt í vali á lista nokkurra flokka, sem verður að teljast óeðlilegt. Það er lámarkskrafa að viðkomandi stefni að því að kjósa flokkinn í kosningunum. Einnig eru dæmi um að frambjóðendur hafi smalað fleiri hundruð manns í prófkjör án þess að neinar líkur væru á að þeir kysu flokkinn.

Samfylkingin í Mosfellsbæ hefur nú ákveðið að halda svokallað lokað prófkjör þann 30. janúar. Það merkir að einungis skráðir félagar í flokknum geta tekið þátt. Valfrelsi félagsmanna ber að fagna, en ég hef þó áhyggjur af því að prófkjörið verði óþarflega lokað. Hefði viljað sjá blað og sameiginlegan fund frambjóðenda áður en kemur að lokadegi til að skrá sig í flokkinn. Hann er settur með allnokkrum fyrirvara eða 16. janúar. En ef til vill verða bara frambjóðendur að taka sig saman og gefa út kynningarefni og boða til formlegs fundar þar sem hver og einn þátttakandi kynnir sínar áherslur. Þetta verður verkefni morgundagsins að kanna hug frambjóðenda og kjörstjórnar í þessu.

Það á að vera gróska og aðdráttarafl fyrir flokksstarfið að hafa prófkjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband