Hollur er heimafenginn baggi

film 

Það er hægt að taka heilshugar undir þá skoðun að það skjóti skökku við að draga svona úr kaupum á innlendu efni. Að þar með sé vegið að menningarlegu hlutverki Ríkisútvarpsins. Það er ömurlegt hlutskipti að auka sífellt hlut endurtekins efnis í dagskránni.

Við þurfum að losa okkur algjörlega út úr þessum ohf stjörnuleik og láta menningarvita og sérvitringa taka við stjórninni. Losum stofnunina úr embættismannafjötrum íhaldsins og látum hana vera framsækna og skapandi menningarstofnun.

Á öðru hverju heimili eru til upptökuvélar sem skila þokkalegum gæðum í sjónvarpi. Tilvalið er að snúa við blaðinu og stórauka hlut íslensks efnis. Hægt væri að koma upp klippiverkstæði fyrir almenning þar sem það gæti fengið aðstoð við úrvinnslu efnis.

Síðan má hugsa sér að þegar efni hefur verið fullunnið þá sé það sent inn til matsnefndar og það besta tekið til sýningar. Slíkt er í miklu meira samræmi við hið menningarlega hlutverk og grósku sem á að fylgja Ríkisútvarpinu.

Stofnunin þarf að vera bæði í virkum tengslum við fagfólk í kvikmyndagerð og almenning.


mbl.is Fordæmislaus niðurskurður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er Páll Magnússon ekki að skapa þrýstin á meira fé frá ríkinu með þessari yfirlýsingu. Mér finnst hann nokkuð brattur að leggja á þessa braut. Hann getur þurft að taka pokann sinn í framhaldinu. Hann er greinilega ekki að forgangsraða rétt, þó hann sé búinn að skila bílnum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.1.2010 kl. 02:32

2 Smámynd: Jón Sævar Jónsson

Gunnlaugur, hver á að borga? Bendi þér á eftirfarandi.

Rekstur RÚV

Sérstaklega fréttamönnum ætti að vera í fersku minni að í desember 2008 var búið að ákveða að nefskattur til RÚV yrði 14.580,- þegar upp komu hugmyndir um að takmarka tekjur RÚV af auglýsingum. Þess vegna var ákveðið að hækka nefskattinn um heil 23% í 17.900,-
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/10/gjald_vegna_ruv_verdur_17_900/ 

Hugmyndir um að takmarka tekjur af auglýsingum urðu svo aldrei að veruleika EN hækkun á nefskatti var samt sem áður ekki dregin til baka! Þannig að þessi meinti 10% niðurskurður á tekjum RÚV er blekking ein og brenglaður fréttaflutningur af hálfu RÚV og er sorglegt til þess að vita.

Það var seilst dýpra í vasa skattgreiðenda á röngum forsendum undir stjórn sjálfstæðismanna, sem finnst þeir svo nú geta haft skoðanir á skattahækkunum annarra.

Nei það er deginum ljósara að það er eitthvað alvarlegt að í rekstri RÚV og að sá sem situr þar við stjórnvölin er ekki starfi sínu vaxinn. Það er merkilegt að hlusta á yfirlýsingar um allan þann niðurskurð sem virðist þurfa að eiga sér stað þrátt fyrir að RÚV hafi hærri tekjur en upphaflega var gert ráð fyrir með tilkomu nefskattsins. Ég skora hér með á menntamálaráðherra að láta fara fram úttekt á þessum rekstri.

Jón Sævar Jónsson, 26.1.2010 kl. 17:12

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir innlegg kæru vinir. Ég held að það þurfi eðlisbreytingu í hugsun þarna en ekki bara að skila ohf stjórabílnum. Sjónvarpið á hvorki að snúast um einhvern forstjóraleik eða punt og prjál. Þetta á að vera menningarstofnun með metnað.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2010 kl. 18:32

4 Smámynd: Smjerjarmur

Ég spyr: er verið að halda því fram að Páll Magnússon sé sjálfstæðismaður?  Hefur hann haldið því fram sjálfur.  Ég hef sterkan grun um að svo sé ekki, en ég sé ekki hvað það hefur með þessa umræðu að gera. 

Smjerjarmur, 26.1.2010 kl. 22:25

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þorgerður Katrín skipaði Pál og hafði forgöngu um ohf-ið. Að breyta menningarstofnun í farveg fyrir ofurlaun, punt og prjál.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Smjerjarmur

Þú hefur lög að mæla.  Ríkisútvarpið er trúlega sú menningarstofnun sem hefur verið okkur íslendingum verðmætust.  Það er sárt að sjá þennan niðurskurð. 

Smjerjarmur, 27.1.2010 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband