Flokksræðið er glæpurinn

Það er ekki óalgengt að einstaklingar í glæpagengjum séu búnir að samsama sig það sterkt ríkjandi innanbúðarkúltúr að þeir hafi eingöngu trúnað gagnvart genginu en ekki samfélaginu. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins er að innleiða flokksræði og foringjadýrkun sem veikti lýðræðið, eftirlitsstofnanir og dómstóla.

SalgatGlæpur Ingibjargar Sólrúnar er að gangast undir þennan ofríkiskúltúr Sjálfstæðisflokksins. Hún sem boðaði "samræðustjórnmál" og þátttöku fólks í mótun samfélagsins virðist hafa talið nægjanlegt að hún væri í takt við forsætisráðherra í lykilmálum. Útilokaði meira að segja Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra og samflokksmann frá umræðu og ákvörðunum.

Áhugavert viðtal er við Svan Kristjánsson í þættinum um þróun lýðræðis í morgun. Þar heldur hann því fram að flokkarnir séu óagaðar stofnanir til að móta pólitíska stefnu. Þar hafi prófkjörin leitt til innanflokksmeinsemda þannig að verstu óvinir þínir verða samflokksmenn. Flokkarnir verða ekki maskínur hugmyndavinnu heldur safn einstaklinga sem detta inn á eigin forsendum og undirliggjandi tortryggni í hópnum.

Áhugavert er að hann telur úrkynjun íslensks lýðræðis hafi byrjað með stofnun lýðveldis 1944, sem hafi verið gerð af óheilindum. Mikil gerjun og háleitar hugmyndir hafi ríkt um lýðræði á millistríðsárum og allt til Jóns Sigurðssonar. Síðan blandast lýðræðisþróunin eftir stríð við hin pólitísku tengsl við Bandaríkin, sem leiðir til pólitískrar spillingar innan Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Gunnlaugur. Ég játa að ég á afar erfitt með að taka undir þær söguskýringar sem þú setur hér fram. Bæði er það að fjórflokkurinn hefur átt afar erfitt með að setja mig undir aga, og hef ég á undanförum árum gert nokkrar tilraunir til þess að kynna mér starfsemi þeirra.

Var flokksaginn sem Vilmundur Gylfason fjallaði um m.a. í Alþýðuflokknum sáluga, tilkominn frá Sjálfstæðisflokknum eða er flokksaginn sem verið er í Samfylkingunni nú, þar sem allt er ,, opið og lýðræðislegt" tilkominn frá Sjálfstæðisflokknum. 

Manni skilst að það eina sem uppá vantar í Samfylkingunni í dag, sé svart frímerki á yfirvörina hjá Jóhönnu og þá muni lýðurinn lyfta hægri höndinni frammávið og örlítið til vinstri. 

Glæpur Samfylkingarinar er að viðurkenna ekki þau mistök sem flokksforystan tók þátt í að gera, biðjast afsökunar á þeim. Með því að bera ábyrgð á eigin gerðum er gott upphaf á nýjum tíma. 

Sigurður Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 22:38

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er að lýsa þarna hrifningu minni af viðtali við Svan Kristjánsson prófessor. Tal um fjórflokk finnst mér nú frekar þreytt. Og satt best að segja er Samfylkingin beittasti flokkurinn í landinu með málefnavinnu. Að keyra langtímamólitík útfrá ákveðnum grunni og meginforsendum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.9.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Samfylkingin er í raun gamall flokkur þótt nafnið sé ekki gamalt.Hugsunin er gömul og formaðurinn er gamall.Slagorðið jafnaðarmenn er gamalt og er lýðskrum.Til þess að Samfylkingin geti orðið stærsti flokkur landsins sem íbúar við Faxaflóann  sem og Landsbyggðin hefur trú á, verður Samfylkingin að skapa sér ýmynd sem alvöru íslenskur flokkur, ekki útibú frá ESB.Ef hún gerir það bíður hennar björt framtíð.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 13.9.2010 kl. 23:30

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ég er ósammála því að það sé mikið flokksræði á Íslandi. Það hefur jafnan verið mikið um nýja flokka og framboð í gegnum tíðina, sum afsprengi Sjálfstæðisflokksins, og þau mörg hver gengið vel, t.d. Borgarflokkurinn og Frjálslyndi Flokkurinnn. Þetta sést líka vel núna í Reykjavík og Akureyri þegar fólkið kaus ný framboð sl. vor og sýndi gömlu flokkunum rauða spjaldið, Lýðræðið er vel virkt hér á Íslandi og á sér djúpar rætur, það er óþarfi að hafa áhyggjur af því að mínu mati.

Ólafur Björnsson, 21.9.2010 kl. 22:47

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það eru tvær hliðar á þessu -

a) Flokkar standa sig ekki í að vera málefnalegur farvegur til framtíðar

b) Í gegnum tíðina þá hafa flokksskírteini verið notuð til að úthluta opinberum stöðum og fjármagni

Ef bætt væri úr þessu tvennu þá gæti þróast heilbrigðara lýðræði og við tækjum ekki neinar kollsteypur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.9.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband