Einfaldlega best

Til þess að auka jafnrétti kynjanna við starfsmannaráðningar þá hefur þess oft verið krafist að séu karlar fleiri í umræddum störfum og umsækjendur metnir jafnhæfir þá eigi að ráða konu í starfið. Tel að allir, hvar í flokki sem þeir standa, geti viðurkennt að Ingibjörg Sólrún stendur fyllilega jafnfætis þeim körlum sem að eru í forystu annara flokka. Út frá því viðmiði er það spennandi að hún verði brautryðjandi sem kona í starfi forsætisráðherra, líkt og hún var sem borgarstjóri.

ISGÍ formannaþætti Stöðvar 2 í kvöld varð málið enn skýrara, því það var samdóma niðurstaða allra álitsgjafa að hún hefði staðið sig best. Þessi frammistaða hennar og mat auðveldar kjósendum við að fara yfir starfsumsóknirnar á laugardaginn. Það er ánægjulegt að sjá hversu örugg og málefnaleg hún er í framgöngu. Hún hefur náð sér á flug eftir ómaklega gagnrýni síðustu missera. Landsfundurinn virðist hafa fyllt hana sjálfsöryggi og orku. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að fara að vara sig, ef hún fer að taka upp trompin sem dugðu til að fella íhaldið í þrígang í borginni. Í kvöld þurfti ekki að beita reglunni um að kona skuli valin ef umsækjendur eru jafnhæfir. Hún var einfaldlega besti leiðtoginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála og

Heiða B. Heiðars, 10.5.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband