Geir Waage eða Hjörtur Magni?

Prestar hafa lengi verið vinsælt umræðuefni. Þátttaka í slíkri samræðu stendur mér að nokkru nærri því ég er uppalin á kirkjustað og á móður með mikinn áhuga á prestum. Afi hennar var prestur og forfeður í sjö ættliði. Geir Waage minnir mig á karaktera í ljósmyndasafni séra Jóns Jónssonar langafa míns á Stafafelli. Hann er fyrir mörgum tákn stöðnunar í trúarlífi landsmanna, en fyrir öðrum er hann tákn staðfestu. Hjörtur Magni er fríkirkjuprestur og er tákn nútímans, frjálsræðis Geirog að mannnkærleikur sé útgangspunktur kirkjustarfs. En fulltrúar kerfis og bókstafs upplifa ógnun af framgöngu hans og viðhorfum.

Hjörtur Magni skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Þar sem að hann rekur þætti er snúa að kæru átta presta til siðanefndar, aðstöðumun frjálsra trúfélaga og Þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur sína hjörð embættismanna út um allt land á launum frá ríkinu. Hann bendir á að í sinni sókn séu 8000 sóknarbörn en í sókn þess prests sem gengur harðast fram í kærumálum og er á Hofsósi séu eingöngu 500 manns og í Skagafjarðarprófastdæmi séu 6 prestar með 6000 manns. "Hér er íslenska ríkið að sóa almannafé".Hjörtur

Eitt stykki prestur í hverjum bæ og byggðarlagi hefur sennilega verið eðlilegt fyrirkomulag þegar kirkjustaðir voru eini farvegur menntunar og fræðslu. Yfir jökulár og vegleysur að fara. Síðan er það spurning hvort að núverandi fyrirkomulag embættismannakerfis í trúmálum landsmanna sé úrelt. Að það sé tímaskekkja. Fólk vilji finna trúarþörf sinni farveg á frjálsari máta en að hlýða á "sinn prest" á sunnudögum.

Það er ljóst að krafan um aðskilnað ríkis og kirkju mun fá aukna vigt á næstu árum. Merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn, Heimdallur og hvað þeir nefnast helst sem telja sig talsmenn einkavæðingar og frelsis hafa ekki viljað einkarekstur á þessu sviði. Ekkert hik var á sömu aðilum að selja einkaaðilum grunnkerfi samskipta í landinu, en þeir vilja viðhalda einfaldri ríkislínu í fjarskiptum við almættið.

Blöð og tímarit leggja oft spurningar fyrir einstaklinga sem eiga að varpa ljósi á persónu viðkomandi t.d. Bítlarnir eða Rolling Stones? Jeppa eða fólksbíl? Britney Spears eða Madonna? Það mætti alveg bæta við Geir Waage eða Hjörtur Magni? Myndi svara Hjörtur Magni, en hvað með þig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ólafur, skemmtileg pæling ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2007 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband