"Lagnavegur" - Lesið Reykjavíkurbréf Moggans í dag

Það er ánægjulegt að skynja þann sterka samhljóm sem að er með áherslum Varmársamtakanna og viðhorfum ritstjórnar Morgunblaðsins eins og þau birtast í reykjavíkurbréfinu í dag. Áherslur okkar á umhverfi sem að bíður upp á öflug tengsl við náttúruna og að þróa byggð í sátt við íbúana er framtíðin. Efna til kosninga um valkosti ef ekki næst málamiðlun. Þannig hefði verið skynsamlegasta leið Mosfellsbæjar að láta kjósa um staðsetningu fyrirhugaðra tengibrauta.

BorgMorgunblaðið fjallar um hvernig nýjum hugmyndum er mætt af hörku eða af sveigjanleika. Þar er gerður samanburður milli þess hvernig bæjaryfirvöld hafa tekið á sambærilegum málum. "Deilur um skipulagsmál munu halda áfram að blossa upp á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórarnir í Kópavogi og Hafnarfirði og áður á Seltjarnarnesi hafa brugðizt við þeim á skynsamlegri hátt en bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ" segir í Reykjavíkurbréfi dagsins.

Áfram heldur Mogginn; "Hinn almenni borgari á kröfu á því, að umræður um þessi mál fari fram á málefnalegan hátt og að rétt orð séu notuð um það, sem verið er að gera. Þess vegna er skynsamlegra fyrir þá, sem ráða ferðinni hjá Mosfellsbæ að segja að þeir hafi lagt vinnuveg til þess að greiða fyrir umferð til og frá byggingarsvæði en að vegur sem blasir við allra augum sé "lagnaframkvæmd"!. Það er ágætt að vera fyndinn en gamanið getur stundum orðið grátt".

Samkvæmt þessum samhljóm og úttekt virðist nú ekki vera ástæða til að gefa út neitt dánarvottorð á Varmársamtökin, áherslur þeirra eða stjórn. Þessi skrif blaðsins eru ekki vegna þess að ritstjórinn sé genginn í Samfylkinguna eða að honum sé illa við Vinstri græna. Á þannig plani hafa sumir viljað halda umræðunni á, hér í okkar ágæta bæ. Þetta er einfaldlega kall samtímans og áherslur framtíðar. Kjörnir fulltrúar þurfa að hafa getu, hæfileika og vilja til að vinna með fólki og íbúum í skipulagsmálum, en ekki að standa í þeirri trú að þeir séu kjörnir til að vinna fyrir sjálfa sig eða hagsmuni fjármagnsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband