Eftirlit

Er fyllilega sammála Atla Gíslasyni um að best væri að hafa allt opið og öllum aðgengilegt í þessu máli. Varðandi sölu á opinberum eigum þá skal þess gætt að bjóða þær hæstbjóðenda í gegnum Ríkiskaup. Hér virðist Sjálfstæðisflokkurinn vera kominn í gamalt far sem að felst í því að úthluta fólki og fyrirtækjum eftir flokksskírteinum. Reyndar er það víst þannig að sumir sjallar á Suðurnesjum eru fúlir að hafa ekki fengið að komast að kjötkötlunum með félögunum.

Upplestrarvilla Bjarna var leiðrétt strax sama dag. Hann og Atli hafa staðið sig mjög vel í að veita það aðhald og eftirlit sem að Alþingi á að hafa með eigum og hagsmunum almennings. Það er margt sem orkar þarna tvímælis og Árni er að reyna að beina athyglinni frá aðalatriðum málsins með þessari afsökunarbeiðni. Bravó, fyrir Bjarna og Atla ef þeim tekst að ná umræðunni út úr bakherbergjunum. Finnst eðlilegt að þingnefndir séu oftar skipaðar í svona málum til að standa að hlutlausri úttekt.


mbl.is Árni krefst leiðréttingar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við erum illilega sammála í þessu máli.

Ég er hins vegar á því að flytjandi á lagi nr. 5 í spilaranum þínum sé Vera Lynn en ekki Johnny Cash. Röddin er heldur há og kvenleg til að vera maðurinn í svörtu fötunum.

Haukur Nikulásson, 8.12.2007 kl. 02:54

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Haukur og takk fyrir athugasemdina. Ég vissi að þessi texti með laginu sem fylgdi því þegar það kom í mína vörslu væri vitlaus og vissi að þetta væri Vera Lynn.

Leitaði skýringa hvaðan þessi ruglingur kemur;

"We'll Meet Again" is a 1939 song made famous by British singer Vera Lynn with music written by Ross Parker and words by Hughie Charles.

Johnny Cash covered this song on the last album that was released when he was alive, his 2002 American IV: The Man Comes Around. It is the last track on the album.

Hér er það í flutningi Johnny Cash

http://radioblogclub.com/open/110401/we_ll_meet_again/%5Bd%5DJohnny_Cash_-_We%27ll_Meet_Again   

Gunnlaugur B Ólafsson, 8.12.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband