Listamaður linsunnar

Eins og gerist þvælist ég stundum um á leitarvélum netheima. Það getur stundum verið ferðalag án upphafs og endis. Svo gerist það stundum að vel ber í veiði, áhugaverður texti eða myndir. Uppgötvun. Áðan rakst ég á ljósmyndir eftir breskan mann sem heitir Martin Sercombe og hann virðist ótrúlega listrænn ljósmyndari. Hann var á ferðalagi um Ísland í 12 daga í ágúst á síðasta ári. Sendi honum tölvupóst að hrósa honum fyrir myndirnar og vona að hann fyrirgefi mér að birta hér tvær þeirra.

Í myndasafninu hans á flickr er hann með myndir af Gamla bænum (1897) og kirkjunni (1886) á Stafafelli, sem að skapa frábæra stemmingu, fulla af dulúð og sjarma. Ég ólst upp í Gamla bænum og finnst hann alltaf hafa mikla sál, eins og stundum er sagt um hús. Sef hvergi dýpra og betur. Innan við tólf ára var maður kominn með það hlutverk að rölta yfir hlaðið og sýna ferðamönnum kirkjuna. Söguleg hús sem þarf að vernda og tryggja gamla bænum verðugan og virðulegan sess. Trjágarðurinn gerir líka svo fagra umgjörð um bæði húsin.

Gamli bærinn

StafafellChurchyard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir. Ég gisti í gamla bænum held ég. Ég man á göngu minni upp í eitthvert gil fann ég kúlulaga stein sem ég taldi granít. Setti hann á vísan stað en fann ekki aftur fremur en gullið við Skaftafell...

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband