Gettu betur og Glæsiball

Glaesiball2008

Í kvöld komst Borgarholtsskóli í fjögurra liða úrslit í Gettu betur. Þesssir flottu piltar eru til alls líklegir og gætu leitt skólann til sigurs, en hann vann síðast 2005. Til hamingju strákar! Í gærkvöldi var einstaklega vel heppnaður dansleikur sem er komin löng hefð fyrir sem kallast Glæsiball. Hann er í framhaldi af Skóhlífadögum, miðvikudag og fimmtudag, sem að eru þemadagar. Veislustjóri var Björgvin Franz Gíslason og fór á kostum. Fjöldi annarra góðra skemmtiatriða var á dagskrá. Það er því búin að vera glæsileg vika hjá Borgarholtsskóla.

Ég fékk tækifæri á þemadögum að vera með kynningu á Zumba þrekdansi, sem gefur mér hugrekki að halda áfram með þetta form þrekþjálfunar. Á Glæsiballinu var síðan skemmtiatriði, tímamótagjörningur "Gulli og gellurnar" þar sem ég leiddi hóp samkennara af æðra kyninu inn í suðræna sveiflu. Nú um mánaðamótin byrja ég með sex vikna námskeið í Zumba þreki í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Dansinn stiginn síðdegis frá sex til sjö, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Á miðvikudögum verður alltaf gestakennari sem þjálfar hópinn í hinum ýmsu afbrigðum s.s. hip hop, salsa, flamenco, reggeton, tango, merengue og samba.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með skólann þinn

Hvenær ætlarðu svo að Zumbast í sveitinni?  

Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk Hrönn, strákarnir eiga heiðurinn. Þetta eru eðalkarakterar.

"..Zumbast í sveitinni?"  ... Er verið að bjóða mér í einhverjar sunnlenskar sveitir?

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2008 kl. 22:21

3 Smámynd: Kolgrima

Geggjuð tónlist í tónlistarspilaranum takk!

Kolgrima, 23.2.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk til baka Kolgríma. ... hámarka kærleika og flæði ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband