Lýsi formlega yfir stuðningi við Obama

 BarackObama

Þó ég hafi fram til þessa verið hlynntari Hillary en Barack í forvalinu mikla hinum megin við sundið, þá hef ég nú ákveðið að lýsa formlega yfir stuðningi við Obama. Skilst að þetta sé einnig að gerast hjá mörgum öðrum "superdelegates", að þeir sem áður mátu meira reynslu og málefni fyrrum forsetafrúar séu nú æ fleiri að snúast á sveif með sjarma og krafti hins unga manns. Hann hefur náð meiri árangri en nokkurn grunaði og sú lest heldur stöðugt áfram að fá sinn styrk og þyngd.

Það sem réði mestu um þessa niðurstöðu er spurningin um hvor væri líklegri til að vinna forsetakosningarnar sjálfar. McCain og Clinton eru að mörgu leyti að höfða til sömu þjóðfélagshópa. Skoðanakannanir benda til að McCain myndi vinna slag milli þeirra tveggja. Mörgum republikönum og bandaríkjamönnum er mjög í nöp við frúnna, sem ef til vill er torskilið fyrir okkur sem finnst hún glæsilegur frambjóðandi.

Skoðanakannanir sýna að Obama myndi vinna McCain með miklum mun (67%:33%) og það er það sem skiptir meginmáli. Obama sem forsetaframbjóðandi hefur virkjað fjölda ungra kjósenda og hópa sem að annars myndu ekki hafa tekið þátt í forvalinu og myndu ekki taka þátt í forsetakosningunum sjálfum, ef hann væri ekki í framboði. Þó bæði hafi verið með nokkuð harða skothríð hvort á annað á lokasprettinum, þá hafa þau bæði lýst yfir að þau væru til í að vera varaforsetaefni hins, ef svo færi. Þannig blandaðist krafturinn og reynslan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Velkomin í mitt lið! Langt síðan ég valdi hann - er bara mest hrædd um að hann verði skotinn mjög fljótlega ef hann verður kosinn........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hrönn, þú ert alltaf langt á undan, ásamt því að vera ætíð í rétta liðinu og sigurliðinu.   Verður hann ekki bara að fá sér svona skotheldan páfabíl ...?

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.2.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef hlustað á Obama og hann er heillandi kraftmikill maður. Sumir segja líka að svartur maður sé skárri en hvít kona. BNA menn geta ekki hugsað sér konu og af tvennu illu sé svartur karlmaður skárri kostur. Condoliza Rice er bæði svört og kvenmaður

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 03:57

4 identicon

Sammála þér, Gunnlaugur.  Mér lýst miklu betur á Obama en Frú Clinton.  Obama er ferskur og vel máli farinn, nær til minnihlutahópa og ég tel hann líklegan til að koma með ferskar hugmyndir í stjórnmálum sem eru líklegar til vinsælda.

Frú Clinton er hinsvegar flækkt í gömul spillingarmál eins og t.d. Whitewater hneykslið og fleiri sem ekki eru líkleg til að afla trausts á henni. 

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 10:17

5 identicon

Ég held að Obama sé rétti frambjóðandinn fyrir Demokrata ég vona bara að þeim takist ekki að slátra einingu flokksins með þessum látum.

Aftur þetta með  varforsetaefnið þau munu ekki velja hvert annað fyrir varaforseta einfaldlega vegna þess að bæið Clinton og Obama koam frá norðurríkjunum og það mun aldrei ganga fyrir fólk í suðrinu sem er sterkaasta vígi Republikan.

Svo varaforsetinn verður að koma úr suðri held ég 

Loki (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband