Þunglyndislyf gagnlítil

Þó þér þyki lífið erfitt er ekki þar með sagt að eitthvað sé að boðefnaframleiðslu þinni í heilanum. Í raun er ekkert sem segir að ævigangan eigi að vera sársaukalaus, sorgarlaus, áfallalaus. Það sem hefur gert okkur Íslendinga að heimsmeisturum í notkun þunglyndislyfja er sú staðreynd að við göngum öðrum framar í að meðhöndla blæbrigði lífsins sem sjúkdóma.

PillurÍ dag eru birtar niðurstöður rannsóknar í tímaritinu The Public Library of Science Medicine sem sýna að þunglyndislyf eins og t.d. Prozak eru gagnlítil nema hugsanlega í alvarlegustu tilvikum. Í seinasta mánuði hafði önnur grein í New England Journal of Medicine komist að hliðstæðri niðurstöðu. Þessar rannsóknir gefa tilefni til víðtæks endurmats á slíkri lyfjagjöf og áherslum í meðferð við þunglyndi og depurð.

Fjölmörg dæmi eru af jákvæðum áhrifum slíkra lyfja. En gera verður kröfuna um að þau skili meiri árangri heldur en ef ekkert hefði verið að gert og að þau geri meira heldur en þegar gefin er lyfleysa (placebo) til samanburðar. Flestir taka framförum án inngrips og trúin á að lyf virki (placebo) skilar oft miklum áhrifum. Nú hefur þessi viðamikla rannsókn sýnt að þau gera ekkert meira en það, nema hjá þeim sem eru allra veikastir og hafa röskun í boðefnaframleiðslu.

Við notum þessi lyf meira en aðrar þjóðir. Læknar hafa varið það með þeim hætti að hér sé vangreint vandamál eða sjúkdómur betur meðhöndlaður heldur en hjá öðrum þjóðum. Þessi gögn draga slíkt mjög í efa og benda einmitt til sóunar á gífurlega miklu fjármagni í gagnlitla meðferð. Auka þarf mikið áherslur á hugræna atferlismeðferð, tilfinningaþjálfun og hreyfingu sem lífstílstengd úrræði. Í þessar leiðir þarf að veita fjármagni. Að rjúfa félagslega einangrun og einmanaleika, ásamt aukinni hreyfingu og gleði hefur sýnt sig að geta stórminnkað notkun slíkra lyfja á öldrunarstofnunum.

Hér er áhugaverð grein geðlæknisins Dr Ken Gillman um hvernig lyfjaiðnaðurinn hefur leitt lækna og almenning inn á villigötur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sæll ekki er ég í neinum vafa að margir hérlendis eru á gleðipillum sem gætu fengið bót á annan hátt td með aukini útvist og hreyfingu. En þunglyndi aldraðra er talið vangreint og ég er handviss um að fleiri aldraðir á öldrunarstofnunum mættu vera á þunglyndislyfjum. Lítið er fjallað um sjálfsvíg aldraðra.  En þótt fólk sé eitthvað ;down; einhvern tímann í lífinu eru geðlyf ekki endilega svarið. Sveiflur eru eðlilegar, erum misupplögð. Ég er td. mun latari í skammdeginu en yfir sumarið án þess að vilja kalla það skammdegisþunglyndi. En birtumagnið hefur vissulega áhrif á mig.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hólmdís, met mikils tilfinningu þína um þann vanda sem tengist depurð aldraðra, en þá er rétt að benda líka á niðurstöður þeirra sem hafa verið að meta áhrif aukinnar félagslegrar þátttöku og hreyfingar á lyfjanotkun. Það hljóta að fylgja því viss óþægindi að vera "stungið inn í skáp" eins og aldraðir eru meðhöndlaðir af þjóðfélaginu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Jú Gulli, margir aldraðir í heimahúsum kljást við einmanaleika, depurð og stundum fátækt. Því fólki þyrfti að sinna miklu betur.  Þeir sem komast loks inn á öldrunarstofnanir eru oft orðnir mjög lélegir. Vissulega er reynt að virkja það fólk á allan mögulega máta. Og mörgum fer aftur fyrst eftir að þeir koma inn á stofnun. Því margir upplifa það sem upphafið að endinum.  En öldrunarstofnanir eru ekki vel mannaðar, fátt fagfólk og hátt hlutfall starfsmanna talar lélega eða enga íslensku sem eykur á einangrun gamla fólksins. Við sem rík þjóð megum skammast okkur fyrir aðbúnað aldraðra.

Hólmdís Hjartardóttir, 26.2.2008 kl. 13:58

4 identicon

Áhugaverð grein hjá þér Gunnlaugur. Ég er mjög sammála því að geðlyf séu ofnotuð hér á landi, en oft er hægt að leysa vandamálið með aukinni hreyfingu og auknu félagslífi eins og þú nefnir.

Grétar Freyr Grétarsson (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég hélt, í fávisku minni, að það hefði verið öllum ljóst frá upphafi þessara lyfja á markaði, að þau gögnuðust aðeins fólki með einhverskonar boðefnaskort!  Ég man eftir nákvæmlega sömu umræðu fyrir rúmum áratug.  Þá var þetta almenn skoðun, held ég.  Eitthvað hefur farið úr skorðum síðan þá í þessum málum.

Auðun Gíslason, 26.2.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir Grétar - Góður punktur Auðun að í stað þess að leita uppi þá sem að hafa skert efnaskipti í framleiðslu eða losun serotonins var farið að nota lyfið almennt við depurð. Eitthvað fór úr böndum eða e.t.v. réttara að segja að sölumennska á slíkum lyfjum hafi losað af sér böndin.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2008 kl. 22:24

7 identicon

Ég hélt að það væri löngu vitað mál að lyf sem eiga að koma jafnvægi á boðefni, gerðu nákvæmlega ekki neitt ef ekkert ójafnvægi væri á boðefnum. Mér finnst það segja sig sjálft og er þess vegna mjög hissa á þessari umræðu.

Það er auðsýnt að greinilega eru mjög mörgum gefin þessi lyf án þess að þurfa á þeim að halda, en held engu að síður að nákvæmar rannsóknir á boðefnaskiptum í hverju einasta hugsanlega tilfelli væri nánast ógerningur vegna kostnaðar

Sunna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég heyrði þekktan geðlækni eitt sinn segja í sjónvarpinu að hreyfing væri oft mun betri lausn en nokkur geðlyf

Sigurður Þórðarson, 26.2.2008 kl. 23:16

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sunna, það er rétt að erfitt er að meta hverjir séu með gölluð boðefnaskipti, en þó er t.d. vitað um sjaldgæfan erfðabreytileika í serótónin viðtökum sem tengist þunglyndi.

Sigurður við höfum okkar eigin innra lyfjabúr sem við getum virkjað með atferli okkar (t.d. eins og með ZUMBA þrekdansi, þá flæðir mikið af serotóníni, dópamíni og noradrenalíni :) en heilbrigðiskerfið virðist hafa meiri áhuga á utanaðkomandi lyfjaáhrifum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.2.2008 kl. 23:32

10 identicon

1) Íslendingar nota mest allra af geðlyfjum á Norðurlöndunum (m.v. fjölda)

2) Sölutölur fara snarhækkandi og eru sláandi

3) Þrátt fyrir að hafa kannað sjálfur og skoðað kosti og galla, rætt við sjúklinga, þá er ég alltaf jafn efins með tilgang geðlyfja. Þetta virkar oft eins og að fólk sé að sópa óhreinindunum undir teppið.

4) Þetta er endalaus umræða

Danni (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:32

11 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Flott umfjöllun!

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 08:35

12 identicon

Ahyglisverð umræða. Og fyrir einu á síðan hefði ég líkast verið sammála henni.

Eftir nokkur áföll og persónuleg veiking, fékk ég kvíða. íkjölfar þess missti ég vinnu og hef verið óvinnufær síðan. Það tók mig 4mánuði að byrja að taka lyf við þessu,Cipralex. Ég hef alltaf haft vantrú á svona lyfjum. En, í staðinn fyrir að liggja samankrepptur, sem ég var í verstu köstunum. Þá hafa þessi lyf gert það að ég get funkað mun betur og lendi sjaldan í þessu ástandi sem einkenndi mig uppæa dag áður. Hryllieg líðan! ég hef núna verið á þeim í 10 mánuði og líður mun betur.

Hef gert tilraun nýverið að minnka dósinn, en er ekki tilbúinn til þess enn.

Vill geta að ég reyndi mörg Nátturulyf ápur og leyfi mér að fullyrða að þau gerðu EKKERT fyrir mig í þessari stöðu. Þvert á móti varð ég verri að sumum.

Er ekki heldu hrifinn að sk cognetiv Terapi ,Huglægni meðferð,sem Landsspítalinn býður uppá. Prófaði það líka til að reyna allt annað en lyfjagjafir. Mitt tilfelli er ekki það allvarlegasta sem ég þekki. Flestir hafa það verra. Ef eitthver hér veit betri aðferð en þessa lyfjagjöf þá endilega látið í ykkur heyra. Og já, ég er búinn að labba og hjóla, se og allskonar útiveru, enda var ég á kafi í henni áður en ég veiktist.

kristjan (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 09:27

13 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kaldhæðni: ef það endar ekki á "-ín", þá virkar það ekki.

Raunsæi: það sem virkar á einn af 100, virkar kannski ekki á hina 99.  Þess vegna eru jú nokkrar tegundir af þessu, sem þarf að prófa, enda koma áhrifin ekkert endilega fram strax.  En það er það sem fólk vill.  Það er ekkert hægt að troða því í hausinn á þeim.

Mér persónulega er frekar annt um lifrina, ég tel ig þurfa á henni að halda, og þek því sem minnst af hverskyns lyfjum.  Og ég kemst upp með það, því ég er ekki veikur.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2008 kl. 12:37

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir Jónína og Danni.

Takk fyrir að deila eigin reynslu, Kristján. Rannsóknin er ekki að segja að þunglyndislyf gagnist engum. Hún segir okkur að fyrir hópinn í heild eru lyfin gagnlítil. Lítill munur á áhrifum lyfsins og þess að taka inn lyfleysu (placeboo). Mbk,

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.2.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband