Móskarðshnjúkar

Í skarðinuGengum langleiðina á Móskarðshnjúka í dag en það er í seríu af fjöllum sem er verið að ganga á sem undirbúning fyrir Hvannadalshnjúk. Góð færð var í byrjun og upp undir miðhnjúk. Þar tók við harðfenni utan í bogalaga götunni upp í skarðið.

Ég ætlaði að reyna að sperrast á toppinn upp úr skarðinu og ná ferðafélögunum á niðurleiðinni, en kviðurnar og skafrenningur voru það snarpar þar að ég ákvað að reyna málið ekki frekar. Rokkviðurnar voru á bilinu 15-30 m/s. Skarðið er í um 700 m hæð og það var léttskýjað og mikið útsýni.

Leið Móskarðshnjúkar

Farið verður næsta sunnudag á Þríhyrning á Suðurlandi, þar næst á Heiðarhorn á Vesturlandi, síðan þvert yfir Esjuna upp Þverfellshorn og niður Móskarðshnjúka. Það eru allir velkomnir að slást í hópinn að kostnaðarlausu, fyrir utan eigin bílkostnað.

GPS punkta af leiðinni tók Kristinn Arnar Guðjónsson jarð- og landafræðikennari, en ég tók vídeó sem gæti verið sett hér inn síðar til gamans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskaplegur dugnaður er þetta.

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég var næstum búinn að skella mér með. Stefndi á tvennu. Fór á Akrafjall á laugardaginn og það hefði verið fínt að bæta Móskarðshnjúkum í fjallasafnið.

Það blés hressilega af norðaustri á Akrafjalli og ég ákvað að hvíla veðurbarið nefið í gær. Átti leið út á Kjalarnes í gær og það blés hressilega.

Flott að sjá leiðina hjá þér merkta inn á kort.

Sigurpáll Ingibergsson, 31.3.2008 kl. 09:02

3 identicon

Ég gekk einmitt upp á Móskarðshnjúka á laugardaginn í frábæru veðri með nokkrum félögum mínum úr hjálparsveitinni í Kópavogi. Getur kíkt inn á www.hssk.is fyrir ferðasögu og myndir :)

Arnar Páll Birgisson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband