Besta vínið

Besta víniðÁ kynningarviku í Vínbúðinni í fyrra voru vín frá Chile. Þar kippti ég með einni flösku af rauðvíni sem nefnist TRIO. Þar er vísað til þess að notað eru þrjár gerðir af þrúgum merlot, carmenere og cabernet sauvignon. Fórum síðan nýlega í boði konu minnar á vínsmökkunarnámskeið sem haldið var af Tómstundaskóla Mosfellsbæjar þ.s. Dominique í Vínskólanum var með sérlega skemmtilegt og fræðandi námskeið.

Á námskeiðinu smökkuðum við á fjöldanum öllum af vínum og það var satt að segja erfitt að skirpa út úr sér sumum af dýrari sortunum, eins og átti að gera. Ég ákvað að fara nú út í Vínbúð aftur og finna þetta draumavín frá Chile. Við fengum okkur þetta síðan eitt kvöldið og ég sannfærðist um að þessi tegund er mitt uppáhald. Vínið fær fjórar og hálfa stjörnu af fimm hjá einhverju frönsku matsfyrirtæki. Frakkarnir eru auðvitað það þjóðræknir að þeir hafa ekki þorað að gefa fullt hús og tapa viðskiptum.

Getið þið mælt með einhverju hágæða rauðvíni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta vín er alger viðbjóður. Sykur bæt, eða eins og í gamla daga bætt með frostlegi og/eða nauta blóði. Varð mörgum ungum manninum banabiti. Altt gert til selja gosþambandi ungmennum inngang í heim hinna fullorðinna.

Má ég þá frekar benda þér á Bordeaux CHÁTEAU DE RIONS 2000 eða Cháteau des Pélerins 2005.

Sönn frönsk Vín um 2 þús kallinn flaskan og marg fallt betra.

kv. h

helgi (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Concha Y Toro framleiðir líka ódýr "gosþambandi" vín, en þetta hefur aldrei talist til þeirra. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.4.2008 kl. 07:39

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég fæ mér stundum vínglas á kvöldin, tel mig sofa betur. Nota ekki dýr vín, því það leyfist ekki kennara....djók

Ég datt yfir eitt sem mér finnst alveg ágætisvín, Goiya frá Suður Africa. Shiraz, Pinotage þrúur. Ég var á ferð um S-africu og heillaðist mjög af þeirra vínum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 10.4.2008 kl. 08:35

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Casilero del Diablo, merlot, Chile.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.4.2008 kl. 10:37

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

mmm Trio er mjög gott!

Heiða B. Heiðars, 10.4.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Dominique hjá Vínskólanum er að gera góða hluti.

Chile er landfræðilega séð mjög vel staðsett til að rækja góðar þrúgur. El Nino truflar þó einn og einn árgang.

Ég var mjög hrifinn af M línunni fá Montes. Prófaðu hana.  Einnig eru Argentínsku vínin smökkuninnar virði.

En alltaf hrifinn af President selection vínunum frá Wolf Blass í Ástralíu.

Sigurpáll Ingibergsson, 10.4.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jáh... takk fyrir ábendingar ... helgin framundan  ...vorið að koma ...sólardagar ...grill ...dagar víns og rósa. Þurfum meir en trukkastemmingu, látum okkur dreyma ...meira af því besta ...aðeins það besta!

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.4.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mmmm hvað mig langar í rauðvín. Hóaðu í mig þegar þú ert búinn að kaupa eitthvað gott

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 17:25

9 Smámynd: Ómar Pétursson

Chile er toppurinn.

Mæli líka með Canepa (bæði sem Cab. S. og Res), dökkt og bragðmikið, passar vel með grillinu.

Keypti einu sinni í chile vín sem heitir Valpariso,  frábært vín, en því miður hef ég hvergi rekist á það utan Chile. Ef þú rekst á það vín, get ég hiklaust mælt með því, Cab. S.

Kv.

Ómar Pétursson, 10.4.2008 kl. 19:08

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veðrið er svo flott núna ...sá randaflugu í garðinum áðan! Endurnærandi ... fleiri sögur af rauðvíni og þá held ég að hægt sé að gleyma því hvað þetta hefur verið leiðinlegur vetur ...

Gunnlaugur B Ólafsson, 10.4.2008 kl. 19:23

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gulli. Guðjón H Finnbogason eða kokkurinn hefur verið öflugur að kynna vín hér á blogginu. Kíktu á síðuna hans. Það er alltaf gaman að uppgötva ný vín. Mér var gefið austurríkst rauðvín í haust sem var mjög gott, man ekki nafnið á því. Í dýrari kantinum. En það fæst bara ein teg, kannski 2 austurrískar rauðvínsteg. í ríkinu svo það er bara að spyrja um það. Spænsk Rioja vín eru mörg góð. Í Víetnam keyptum við fínt franskt rauðvín á 450þús dong sem eru u.þ.b 2000ísl. á ´sérstökum fínum rauðvínsbar.....man heldur ekki nafnið á því enda ekki fyrir kennara að kaupa það á Íslandi

Hólmdís Hjartardóttir, 12.4.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband