Að vera eðlilegur

Skil mjög vel að karlar hafi áhuga á konum. Ekki síður að þeir hafi stundum áhuga á að sjá þær naktar. Skil hinsvegar ekki þá sem tala af óvirðingu til kvenna, né þá sem taka þátt í að greiða fyrir dans eða afnot af kvenlíkamanum. Skil vel femínista sem berjast gegn öllum aðstæðum þar sem konur eru þvingaðar til athafna í nafni fjármagns. Skil hinsvegar ekki að þær mæti ekki aðstæðum af opnari huga og telji ætíð að þær séu réttbærar til að dæma. Skil ekki að þær ætli öllum körlum að vera mögulegir ofbeldismenn. Með því setja þær málin í gagnslausan stríðsrekstur, án umbóta og skilnings.

Kynvíddin verður ekki afgreidd með rökræðum menntakvenna. Þar eru tilfinningar og innbyggð líffræðileg ferli sem móta hugsanir og hegðun. Því þarf að efla skilning á eðli og ástæðum tilhneiginga okkar og hvata. Karlar þurfa að axla ábyrgð á sínum veruleika, væntingum og þrám. Þannig að þeir finni skynsamlegri farveg en að vera að pukrast á karlakvöldum undir einhverjum dónabröndurum. Ekki er heldur hægt að ætlast til þess að þeir fari að tjá sínar upplifanir samkvæmt einhverri rökrás femínista. Það verður að gefa körlum svigrúm að vera kynverur á eigin forsendum, en án þess að í því felist réttur til að sýna öðrum virðingarleysi.

NormalÞetta eru svona hugrenningar í framhaldi af færslu um "frjósemisdansa". Ég fékk viðbrögð við þeim skrifum á báða vegu, sem ég er ánægður með. Hörðustu karlarnir vilja fá að gera hvað sem er og hörðustu konurnar vilja ekki leyfa körlum að hafa neinar meiningar um þessi mál. Segi iðulega hvað mér finnst án þess að það sé eftir flokkslínum eða að ég hugsi mikið út í það hvað ég eigi að segja miðað við stétt og stöðu. Því geta fylgt ókostir til skamms tíma litið, en það skilar sér að lokum að vera bara blátt áfram og ...... eðlilegur!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Endilega haltu áfram að vera þú sjálfur Gulli

Hólmdís Hjartardóttir, 18.4.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vel mælt Gullimann

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 08:34

3 identicon

áfram zamba er það ekki bara ??? ;)

Rebekka (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband