Línan - Sumardaginn fyrsta

SkauthjólhlaupÁ sumardaginn fyrsta hefur myndast hefð fyrir því að fara milli Mosfellsbæjar og Seltjarnarness skautandi, hjólandi eða hlaupandi. Tekin smá upphitun undir góðum tónlistartakti fyrir brottför. Lagt af stað klukkan 10 að morgni frá Varmárlaug og endað í Seltjarnarneslaug. Farið eftir göngustígum norðan megin Mosfellsbæjar og Grafarvogs. Gert hádegishlé í Elliðaárdalnum og farið meðfram suðurströnd Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes. Strengirnir látnir líða úr líkamanum í lauginni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtilegt!

Ég á línuskauta - hef bara ekki þorað á þá utanhúss síðan ég endasentist á hökunni yfir í Hraungerðishrepp hér um árið. Ætti kannski að taka smá hring - bara svona lítinn, úti á bílaplani á fimmtudaginn ykkur til samlætis?

Hrönn Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta hefur verið mikil sveifla Hrönn eða hvað er annars langt yfir í Hraungerðishrepp?

Fyrsta árið byrjuðum við á Gljúfrasteini og enduðum út á Gróttu. Þetta hafa verið um 50 manns hvort árið, flestir á línuskautum en þó nokkuð margir á hjólum. Þeir sem að eru góðir skokkarar gætu alveg afgreitt þetta, ríflega hálft maraþon. Mbk, G.

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.4.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Góða skemmtun, ég ætla að nota daginn til að lesa fyrir próf.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fer svolítið eftir hvar maður er staddur Í þessu tilviki var ég ekki langt undan þegar ég fleytti kerlingar yfir hreppamörkin.....

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 09:04

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk Herdís - svo er það Hvannadalshnjúkur á laugardag. Gangi þér vel lestrinum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.4.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband