Fell eða fjall?

Helgafell

Í dag halda áfram vorgöngur á fellin umhverfis Mosfellsbæ. Hef boðið upp á þetta, mér og vonandi öðrum til yndis og ánægju, síðastliðin fimm ár. Samhliða göngunum eru endurnýjaðar merkingar í samvinnu við Varmársamtökin. Farið var á Helgafell síðastliðinn fimmtudag og settar nýjar stikur á slóðinni sem við Haukur gamli á Helgafelli mörkuðum á sínum tíma á sólríkum vordegi.

Sveitarhöfðinginn var farinn að eldast og spurði ég hvort hann vildi fylgd til baka heim að bænum. Hann var snöggur til svars; "Nei, nei. Það væri líka ekki amalegt að deyja á svona fallegum degi, ef það væri kominn tími á það". Hann dó tveimur árum síðar. 

Komið er að göngu á Reykjafell, reyndar segja Reykjamenn að nafnið hafi farið vitlaust inn á kort og að það heiti Reykjafjall. Hér er því efni í sambærilegan ágreining og er í Mývatnssveit. En jafnvel þó að hægt væri að sýna fram á að örnefnið hafi haft viðskeytið fjall þá finnst mér ekkert nauðsynlegt að eltast við það. Landfræðilega er það frekar fell en fjall og við hæfi að það sé sett inn í sama flokk og hin.

Göngufólk hittist í Álafosskvos klukkan 17:15 og gert ráð fyrir að vera á röltinu í 2-3 tíma. Allir eru velkomnir. Myndin sýnir stærstan hluta af hópnum sem gekk á Helgafell síðastliðinn fimmtudag. Nú á fimmtudag er gengið á Reykjaborg og út á Vatnshorn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnlaugur, ertu ekki að tala um Fimmtudag ?...

í upphafi greinar segir þú "í dag", en það er þriðjudagur :) ?

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hæ Ólafur

Í dag á Reykjafell, fimmtudag á Reykjaborg út á Vatnshorn og á þriðjudag eftir viku á Úlfarsfell.

                                Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2008 kl. 16:48

3 identicon

Hey OK !... bara læti :)

ég var hvort eð er búinn að spila 18 holur í dag.... mæti fimmtudag og prófa að ganga aðeins utan girðingar !!

Göngukveðja,

Ólafur Ragnarsson, Hvarfi, 270 Mosfellsbæ (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 17:28

4 identicon

Sæll, Gunnlaugur,

Þakka þér fyrir að útskýra málið betur. Eftir að hafa skoðað myndirnar hérna á síðunni skilur hver maður hvað þú ert að tala um, en e-ð virðist sú kona sem svaraði mér fyrst vita lítið um þetta eða kom a.m.k. ekki auðskiljanlegum hlutum frá sér. Þér finnst ég hafa verið hrokafullur, ég get allveg fallist á það að maður getur verið á mörkunum en samt finnst mér ekki þurfa að biðja neinn afsökun á einu eða neinu. Sigrún sagði að ég færi með angt mál, ég hef ekki enn fundið það út og það væri svolítið gott fyrir mig (og fleiri) ef þú vildir útskýra hvort svo sé, ekki fleiri skrif frá henni, takk.ps.

Nú er búið að loka á möguleikann, á síðunni sem skrifaði fyrst inná, að komast þar inn án þess að skrá sig. Ég hef einhverntímann skráð mig inn í blog heimana  en man bara ekki lengur hvernig aðgangsorð mínu voru, þess vegna gat ég ekki svarað þér þar.

Virðingasrfyllst

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 20:41

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Gunnlaugur

Fín mynd og allt en hvernig heldurðu ef farið hefði verið eftir duttlungum ykkar og dyntum og lögð tengibraut þvert yfir Varmána skammt ofan við Álafoss í stað þeirrar tengibrautar sem var endanlega lögð? Kannski það var eftir allt saman skásta lausnin eftir allt saman. Ekki held eg að þú hefðir tekið eins góða mynd af Álafossi og vinum þínum ef þið hefðuð fengið að ráða og á myndinni mætti sjá einhverja askvaðandi bíla stöðugt þarna framhjá.

Kannski við hin sem staðið höfum utan við uppákomur Varmársamtakanna haft vit fyrir bæjaryfirvöldum þegar allt er á botninn hvolt? Við í Mosfellsbæ hefðum þá setið uppi með mlantum dýrari lausn, a.m.k. hálfan miljarð í brúargerð + e-ð meir, sem sagt mun dýrari lausn. Svo má einnig vekja athygli ykkar annars ágæta kvosarfólki á að þessi hús öll eru meira og minna börn síns tíma. Þau voru reist með það að markmiði að hýsa vinnuvélar til að framleiða ullarvarning en hvorki að hýsa fólk né listamenn. A.m.k. eitt húsið er meira og minna byggt úr asbesti, þessu viðsjárverða efni sem enginn vill hafa nú til dags enda mjög varhugavert byggingarefni í alla staði. Svona hús eru byggð með skammtímamarkmið í huga, yfirleitt rifin og látin síðar víkja fyrir öðrum betri. Við eigum auðvitað eftir að skipuleggja kvosina en hún hefur verið mjög lengi utan alls skipulags og landnýtingar.

Svo hvet eg þig eindregið til að skrifa almennilega grein öðru sinni í móti ágengni þessa skelfilega ríkisvalds gegn eignarrétti frjálsra íslenskra bænda á afréttum og óbyggðum landsins.

Þó svo þú afnemir þessa færslu þá er eg með afrit og er tilbúinn að setja hana jafnoft inn og þú reynir að afmá hana af spjöldum sögunnar!

Með bestu kveðjum

Mosi alias 

Guðjón Sigþór Jensson, 20.5.2008 kl. 23:35

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Örn það er rétt að mér fannst hroki í tóninum hjá þér þarna í umræðunni á bloggi VS. Ekki þannig að ég móðgaðist yfir því heldur bara verra þín vegna, ef þú vildir koma einhverju af viti til skila. Þú biður mig að svara þér um hvort þú hafir farið með rétt mál. Ég setti punkta niður til að bera þessa tvo valkosti saman til útskýringar fyrir þig og set þá hér aftur fyrir neðan. Láttu mig vita hvað þú skilur ekki í þeim skrifum. 

1. Hringtorg á Vesturlandsvegi við Álafosskvos er bráðabirgðalausn. Haraldur Sverrisson núverandi bæjarstjóri og fyrrverandi formaður skipulagsnefndar vonast til að tvöföldun hringtorgsins verði lausn sem dugir í allt að tuttugu ár. Samkvæmt samtölum við Vegagerð gerir hún ráð fyrir að með tvöföldun sé tjaldað til skamms tíma og meðan ekki sé annað ákveðið, þá verði fylgt aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

2. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að Helgafellsvegur fari undir Vesturlandsveg og það er það sem kemur fyrr eða síðar. Mislæg gatnamót munu vera á Hafravatnsvegi (núv. Reykjavegur) og Vesturlandsvegi skammt frá miðbæ. Því er eðlilegt að bera saman akstur Helgafellsumferðar í framtíðinni um miðbæ, meðfram Brúarlandi, framhjá íþrótta- og skólasvæði, undir Vesturlandsveg, þvert yfir reiðleið og gönguleið, í gegnum Álafosskvos og áfram upp í augað.

3. Þetta eru forsendurnar sem á að bera saman við tillögu Varmársamtakanna um mislæg gatnamót í jaðri núverandi byggðar, nokkuð nær en nýbyggt hringtorg og þaðan yfir Ásinn, sem skorinn hefði verið niður og farið inn í augað. Þetta gefur miklu hraðara umferðarflæði að byggðinni, um 90 km/klst á meðan að samkvæmt fyrirliggjandi plönum bæði eftir Helgafellsvegi og meðfram skólasvæði og gegnum miðbæ þarf að fara á 30Km/klst mest alla leiðina.

Meginniðurstaða. a. Munur í vegalengd upp á 10% skilar sér ekki í orkusparnaði þar sem að umferð samkvæmt fyrirliggjandi uppbyggingu og aðalskipulagi mun verða hægari og tímafrekari. b. Umferð samkvæmt núverandi uppbyggingu og plönum veldur mannlífi og miðbæ verulegum óþægindum c. núverandi uppbygging og fyrirliggjandi skipulag hindrar öll áform um uppbyggingu "Varmárdals" sem útivistarsvæðis Mosfellsbæjar frá upptökum að ósum.

Guðjón það máttu vita að ég fjarlægji ekki færslur frá þér og held að við séum í aðalatriðum sáttir hvor við annan. Talskona þíns flokks í bæjarmálum hefur hinsvegar ekki reynst hústæk og er á útigangi hjá mér. Ekki skal ég láta það koma niður á okkar persónulegu kumpánlegheitum og vinsemd þó þú viljir styðja þinn flokk í blindni og óendanlegri hollustu við verktakalýðræðið í bæjarfélaginu.

Af því að þú nefnir að þverun Varmár fyrir ofan Álafoss hafi verið tillaga Varmársamtakanna, þá er það mesti misskilningur. Hún er á aðalskipulagi Mosfellsbæjar og bærinn hefur ekki fallist á að taka hana út þó að VS hafi farið fram á það. Hinsvegar er eitt sem að þú getur séð á myndinni og er afurð þinna manna, verktakanna sem þú vilt gefa fullt frelsi, það er hinn tröllvaxni 4ra metra malbikaði göngustígur sem mun koma rétt hjá og meðfram Álafossi. Með ólíkindum að það hafi þurft að eyðileggja meira af ástæðulausu.  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.5.2008 kl. 00:32

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gott að heyra að enginn alvarlegur málefnalegur ágreiningur sé á milli okkar Gunnlaugur. Mér hefur hins vegar runnið blóðið til skyldunnar þegar samborgarar missa sig alveg í hita leiksins og grípi til umdeildra aðferða sem eru ekki alltaf það besta.

Þessi tengibraut er jú inni á aðalskipulagi en nú eru nokkur misseri liðin að samþykkt var í skipulags- og bygginganefnd að fella þessa tengibraut út. Einn gamall kennari hér í Iðnskólanum í Reykjavík þar sem eg starfa, lagði alltaf áherslu á það hjá nemendum sínum að betra væri að nota strokleður en að þurfa að fá menn með loftpressur til að leiðrétta mistök. Það væri ekki mjög dýrt heldur afskaplega leiðinlegt líka að þurfa að vera með hávaða - út af engu!

Bestu kveðjur

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2008 kl. 11:57

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jahh, Guðjón ég held að það dugi hvorki strokleður né loftpressur til að leiðrétta þær ófarir sem Helgafellsvegur leiddi af sér. Eðlilegast hefði verið að vera ekki með nein tól og tæki innan hverfisverndarbeltis, 50 - 100 m meðfram Varmá. En það er svo skrítið að slíkar hreinar línur í umhverfismálum gleymdust hjá VG og í stað þess að standa með friðhelgi umhverfisins þá hefur flokkurinn eytt mestu púðri í baráttu gegn umhverfis- og íbúasamtökum. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.5.2008 kl. 14:51

9 identicon

Sæll og takk fyrir þetta. Ég legg mig allan fram við að reyna að skilja þig en e-ð vantar uppá. T.d. segir þú í grein 2: Mislæg gatnamót munu vera..... Er ekki rétt að segja: verða ?

Ég bý í Fellsás 9, endahúsinu, næst Esjunni. Á ég að skilja þig þannig (og Sigrún sagði svo) að samtökin leggi til að "byggð verði mislæg gatnamót (man ekki hvort Sigrún sagði:mislæg) um 50-100 metra frá nýja hringtorginu. Vá segi ég bara !Hvað skyldi sú framkvæmt kosta skattborgara þessa lands ? Hafið þið kannað það ? Kemst þetta fyrir ? Er þetta dæmi allt vegna ár sem skipt hefur um liti margoft og verið breytt margoft og er í raun bara bæjarlækur. Það er miklu auðveldara að elska koddan sinn, sem gegnir þó meira lífi í hlutverki mínu en t.d. þessi lækur, sem hefur verið fullur af drasli í vetur og reyndar í marga vetur. Hreinn sóðaskapur þess fólks sem fer þarna um svæðið, margir kannski búa við lækinn. Að mínu viti stendur alltaf eftir eina lausnin: Aka út á Þingvallaveg og kosta íbúana milljarða. Að lokum: Hvað megum við íbúar hér segja: 10.000 bílar á dag, upp mjög bratta brekku, á 90 km hraða, 20 metra frá svefnherbergi mínu. Vá ! 0g aftur Vá ! Nei takk, Gunnlaugur, allt út af einum drullupolli. Viltu kaupa húsið mitt ?

Mbk,Ö.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:05

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Örn

1. Þú spilar á sömu notum og margir aðrir að misnotkun á náttúru og slm meðferð á Varmá réttlæti að svo verði áfram. Að þar sema að 50 m hverfisvernd með Varmá, þetta plan um að halda eftir svæði til útivistar sem fær að þróast á eigin forsendum, hafi margoft verið brotið að þá megi halda því áfram. Þessu er ég algjörlega ósammála og held einmitt að gildi verndunar hafi sífellt meira vægi með þéttingu byggðar. Veit ekki hvort einhver Tívolígarður með mikilli bílaumferð leysir af hólmi þörf íbúa fyrir þessi tengs vi náttúruna sem skapast upp með Varmá.

2. Varðandi kostnað við mislæg gatnamót þá minnir mig að verkfræðingar hafi reiknað þau um 600 milljónir. Hugmyndin var sett fram áður en hringtorg var sett á Þingvallaveg og ef að þeir peningar hefðu verið nýttir þarna að þá hefð 2/3 verið eftir. Veit ekki hver áætlaður kostnaður við útivistar- og skemmtigarð í Ullarnesbrekkum er en ég hefði viljað sjá samstöðu um "Varmárdal" svæði sem við hefðum frá upptökum að ósum. Hefði vægi líkt og Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og fleiri slík svæði á höfuðborgarsvæðinu. Full ástæða er til að meta það til nokkur hundruð milljóna að halda eftir slíku ríkidæmi fyrir komandi kynslóðir.

3. Veit ekki hvernig þú færð út þessa 20 metra frá húsinu þínu. Það stenst ekki ef þú skoðar myndir af tillögunni. Verkfræðingar töldu að með því að skera brautina niður í ásinn og með hljóðmönum þá væru slík mál leysanleg. Þegar þú talar um áhrif á þitt húsnæði og bíður það til kaups að þá finnst mér í heild sinni að stefna bæjaryfirvalda bjóði upp á misskiptingu milli hverfa. Það er fátt um útspil bæjarins norðan og austan Vesturlandsvegar sem stuðlar að hækkun fasteignaverðs. Í Reykjahverfi og Teigum hafa margir keypt hús vegna tengsla við náttúruna, en hafa þurft að búa við endalausa moldarhauga og sundurtætta innviði til margra mánaða.

                                        Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.5.2008 kl. 21:48

11 identicon

Takk aftur Gunnlaugur.

1) Ég biðst afsökunnar að vera ekki sömu skoðunnar og þú varðandi bæjarlæki, sem stöðugt breyta sér sjálfir af ýmsum ástæðum, eins og þú veist.

2) Sammála verndum náttúruna en 600 millur í það og hinn kosturinn er að hafa EKKI áhrif á Varmá. Segi bara vá ! Lítil virðing fyrir skattfé hér ! Út af einum læk. Gott að fleiri taki ekki ástfóstri við læki ! Sorrý. Gleymdu þessu.

3) Gunnlaugur minn, ekki draga önnur bæjarhverfi inn í þessa umræðu. Til að þú skiljir mína 20 metra, þá vildi ég bjóða þér í heimsókn til mín, með tommustokkinn þinn. Ýmsum hér inni hefur orðið hált á því að nota metrakerfið, kannsi er ég einn af þeim, kannski eru þetta 50 metrar. Síminn er 5574022, komdu maður.

Örn Johson ´43 (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:46

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki spurning um bæjarlæki heldur gildi og verðmæti þess að halda eftir verndar og útivistarbelti í gegnum bæinn. Verðmætin voru til staðar og ástæðulaust að eyðileggja þau.

Það er ýmislegt sem að er óskynsamlegt t.d. á að fara út í lagningu Tunguvegar sem að er óþörf vegalagning fyrir fleiri hundruð milljóna byggingarkostnað og fleiri hundruð milljóna fórnarkostnað á Varmársvæðinu sem þarf að taka með í útreikninga.

Margt bendir til að fasteignamarkaðurinn sé frosin og því var nýlega nefnt´í blaði að Helgafellshverfi yrði eitt af þeim svæðum sem að kæmi til með að standa óklárað til margra ára. Þar hefur bæjarfélagið farið með mikla peninga í lagnir og e.t.v. búið til óhagkvæmar einingar.

Staðreyndin var að of geyst var farið, græðginni var gefinn laus taumur og það kom niður á umhverfinu og ýmsum öðrum gæðum sem að eru ekki endilega alltaf tekin með í hagtölum mánaðarins.

Það á ekki að vera neitt viðkvæmt mál að benda á að það hefur átt sér stað misskipting milli hverfa í bænum. Á meðan hlaðið er undir golfvelli, sundlaugar, sparkvelli, skólahúsnæði á Vestursvæði að þá er Álafosskvos haldið í gíslingu skipulagsstops, tengslum við náttúruna spillt og ekkert gert fyrir opin svæði, leikaðstöðu barna eða annað.

                                    Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.5.2008 kl. 00:18

13 identicon

Sæll,

Afsakaðu, var fyrst að skoða póst þinn núna og svara því svona seint.

1) Þú hefur aldrei svarað punkti mínum frá 21.05 um orðin verða og verða, Hvort er rétt ? 

2) Svo skoðaði ég þessa mynd ykkar af 5000 bílum á leið upp bratta brekku við svefnherbergisglugga minn, á 90 km hraða (!, kannski talandi í farsíma um leið ?), laust púströr, kannski kl 5 að morgni. Vá, já aftur vá og takk fyrir þessa snildar lausn ykkar sérfræðingana í VS samtökunum ! Þið eruð sko umhverfisvænt fólk !Fyrirgefðu að ég sagði 20 metra frá herbergi mínu, ég var að mæla þetta og það eru 29,5 metrar, það er hægri umferð upp brekkuna, mannstu. Já það er ekki á ykkur logið þið eruð SNILLIGAR í þessum samtökum, þú tókst strax eftir því að ég fór rangt með 9.5 metra. Fyrirgefðu mér.

3) Ekki veit hvað þú starfar Gunnlaugur, en ljóst er að þú ert algjör snillingur. Að getað bent á EFTRIÁ að fasteignamarkaður myndi hrynja og að Helgafellshverfi finni fyrir því, er frómt frá sagt, algjör snild. Já of geyst var farið, satt segir þú. Af hverju fór enginn eftir ykkar vistsku ? Ég bara skil það ekki, eins augljóst að það nú er að þessi VS samtök hafa svör við öllu hér í sveit.

4) Ég hef ekkert heyrt um að þú ætlir að þiggja heimboð mitt, með tommustokkinn, en það stendur enn.

Kveðja

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 22:50

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú ert snillingur líka Örn. Takk fyrir samræður. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.5.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband