Skriðþungi ESB lestarinnar

EvrópukaupmennHef haldið því fram að fólk og fyrirtæki muni taka frumkvæðið af stjórnmálamönnum í mótun næstu skrefa í Evrópumálum. Í dag birtast niðursöður úr skoðanakönnun meðal félagsmanna Sambands íslenskra stórkaupmanna í Fréttablaðinu.

Nálægt 70 prósent stórkaupmanna eru hlynntir því að taka upp evru sem gjaldmiðil í stað krónunnar. Tæplega 66 prósent félagsmanna telur að aðild að ESB yrði hagstæð fyrir fyrirtæki sitt. Rúmlega 65 prósent eru hlynnt aðildarviðræðum og tæp 57 prósent sögðust hlynnt aðild.

"Það má segja að þessi niðurstaða sé kall til stjórnvalda og við vonum að þeir skjóti ekki skollaeyrum við." segir Knútur Sigmarsson framkvæmdastjóri stórkaupmanna.

"Þetta er alveg í samræmi við það sem ég hef skynjað frá ýmsum fyrirtækjum sem eru ekki í FÍS. En þetta er þó nokkur breyting því innan þessa hóps var stuðningur við ESB frekar rýr fyrir nokkrum árum." segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

"Ég held að beggja megin séu menn búnir að fá sig algjörlega fullsadda af gengisfellingu og þessum háu vöxtum því það er verið að fórna svo miklu fyrir ekki neitt með því að viðhalda þessari peningastefnu sem við nú búum við," segir Vilhjálmur.

Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur stefnu sem tónar við vilja fólks og fyrirtækja. Framsókn reynir að stýra framhjá klofningi í fámennu liði sínu. Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda að það sé nægjanlegt að Geir Harde og Björn Bjarnason gefi yfirlýsingar um málið. Vinstri grænir og Frjálslyndir virðast utan og ofan við alla rauntengda umræðu um þennan málaflokk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband