Á toppinn

Við rukum á laugardag með litlum fyrirvara níu manna hópur á tveimur bílum austur Öræfi að ljúka því verkefni að fara á Hvannadalshnjúk. Sum okkar höfðu lent í nokkrum hremmingum á jökli fyrir mánuði síðan. Íslenskir fjallaleiðsögumenn eiga hrós skilið hvernig þeir tóku á því máli og buðu okkur nú, þeim sem vildu slá til, fimm pláss.

Spáin var á þann veg að sunnudagur yrði einn besti dagur sumarsins til fjalla- og jöklaferða. Það gekk eftir. Við fengum alveg frábært veður og allir náðu takmarkinu. Einar leiðsögumaður hélt vel utan um hópinn. Við vorum tæpa tólf tíma. Lagt var af stað snemma morguns.

Þeir sem voru staddir í hinum krítísku aðstæðum þann 26. apríl voru sammála um að besta aðferðin, fyrir heilun hugans, væri að fara aftur og sigrast á aðstæðum. Þær voru reyndar allt aðrar í gær. Sól, hlýindi og logn.

Gnjúpur-Hnjúkur

Lómagnúpur og Hvannadalshnjúkur eru skemmtilegar andstæður sitthvoru megin við Skeiðarársand

Tengja

Þegar komið var að jökulrönd græjaði Einar leiðsögumaður hópinn í línu

Að koma og fara

Hópur frá Askar Capital hafði farið af stað á miðnætti og var að koma niður, þegar við morgunhanarnir vorum að nálgast Hnjúkinn

Ísskoltur

Gin jökulsins blasir við hér og þar

Rest á hnjúk

Eftir "brekkuna endalausu" tekur við bratti seinasta spölin á hnjúkinn og þá voru settir á broddar og öxi höfð í hendi

Á topp-vef

Hópurinn sem fór upp í gær; Daði, Einar leiðsögumaður, Heiðdís, Magnús, Gunnlaugur, Kristberg, Snorri, Palli, Soffía, Sibba, David


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Til hamingju með þetta, ég var einmitt í heimahögunum um helgina, fór upp í heiði og var  að horfa á Hnjúkinn. Hann var ægifagur, sérstaklega á laugardag og örugglega miklil upplifun að standa þar.

Fenguð þið víðsýni frá toppnum eða var mistur?

kv-Helgi

HP Foss, 26.5.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Til hamingju með þetta..... fæ allveg í magann,,,,, fór þessa leið sjálf í fyrra og væri allveg til í að fara aftur...enda stefni ég á toppinn að ári.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

frábært

Hólmdís Hjartardóttir, 26.5.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk, takk. Helgi við sáúm þinn fallega stað á leið okkar. Þegar leið fram að hádegi þá kom skýjahula eins og bómull upp í eina þúsund metra í suður og vestur, en skyggni var mjög gott í norður og austur. Herðubreið sást í fjarska og svo sá ég Sauðhamarstind og eitthvað fleira sem ég þekki upp af Lóninu. Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.5.2008 kl. 17:51

5 identicon

Til hamingju Gunnlaugur. Ég er farastjórinn í myndinni. Við vorum nátturulega að fylgjast með ykkur og vissum sirka hvenær þið ættið að vera á toppnum en þegar við kíktum upp til ykkar sáum við skýin, sem þú talar um, að nálgast og vorum við ansi hrædd fyrir ykkar hönd að þið mynduð ekki sjá neitt en gott að þið sáuð alla vega til norðurs og austurs.

kveðjur

Darri  

Darri Mikaelsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband