Teljarinn

Talning heimsókna er hluti af veruleika bloggsins. Líkt og að enginn vildi viðurkenna á sínum tíma að vera svo hégómlegur að horfa á Dallas, þá þykjast flestir vera áhugalausir um fjölda gesta inn á sínar síður eða allavega að þeir séu meðvitað að eltast við teljarann.

Drjúgan hluta vetrar var bloggið mitt meðal topp 30 mest lesnu síðna á moggabloggi. Viðurkenni fúslega að mér þótti vænt um það og líka þá staðreynd að á tímabili var útdráttur úr annarri hverri færslu sem ég skrifaði birt í Morgunblaðinu.

Í vetur kom Herbert Guðmundsson tónlistarmaður og farandsali með bækur til sölu. Konan fór til dyra. Hann spyr eftir mér. Hún spyr hvort við þekkjumst og hann er snöggur til svars; "Ja, hann er náttúrulega landsþekktur bloggari". - Ég keypti af honum bækur fyrir 30 þúsund!

Nú eru heimsóknartölurnar lægri síðustu vikurnar og Mogginn hefur ekki birt færslu í nokkra mánuði. Ég held þó fyllilega ró minni. Hefði mest gaman af því að fá oftar -hæ og bæ- frá þeim sem koma í heimsókn. Á bak við IP tölurnar eru frændur, vinir, kunningjar, nemendur og ókunnugt fólk við tölvur út um allt.

Þarf ef til vill að fá mér MSN eða Facebook til að auka spjall um daginn og veginn. Tek bloggið dálítið formlega. En sennilega verður ekki tími í neinar grundvallarbreytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ frændi,

ákvað að kasta kveðju á þig eftir lestur á síðustu færslunni þinni.

Les endrum og sinnum bloggið þitt sem er bæði fróðlegt og skemmtilegt en hef aldrei kastað kveðju á þig.

Kveðja frænka ( dóttir Krístínu Bjarna Þorsteinssonar)

Íva S.Björnsdóttur (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Íva frænka, ég kveikti strax! Jón Þór Bjarnason náfrændi þinn og frændi minn er einmitt bloggvinur. Gaman að heyra frá þér.  Með kærri kveðju, Gulli

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ein af þeim sem les.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heil og sæl Jenný -sama mín megin að ég kíki oft í heimsókn til þín, þó maður taki ekki oft þátt í umræðunni. Maður þorir varla að vera með í hinum mikla kvennafans sem eru fastir gestir hjá þér í athugasemdum (þó ég sé reyndar hálfgerð kerling :) Þú skrifar af mikilli tilfinningu og ert frábær að grípa andartakið. Ég er í minni andagift bara eins og skriffinni hjá Tollstjóranum í samanburði.

Gunnlaugur B Ólafsson, 11.6.2008 kl. 21:01

5 Smámynd: Anna Guðný

Bara að láta vita að ég er með síðuna þína á lista hjá mér yfir athyglisverð skrif og mér er alveg sama hvar á lista þú ert hjá Moggamönnum. Lesa færslurnar þínar oft en mætti örugglega vera duglegri að kvitta fyrir en geri það hér með.

Anna Guðný , 11.6.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hæ hæ - kvitta fyrir innlit. Lít alltaf við hjá þér af og til, en geri ekki oft vart við mig.

Geri það þó núna - í tilefni færslunnar  

Vinsældir og heimsóknafjöldi eru eins og veðrið. Stundum yfirfyllist allt hjá manni án þess að maður viti hvers vegna, svo dettur á ládeyða um hríð. Ég er hætt að spá í orsakirnar, reyni bara að hafa gaman þegar mikið er um að vera í athugasemdunum. 

Bestu kveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.6.2008 kl. 23:50

7 identicon

Hæ Gunnlaugur,

 við Snæfríður María vorum að kíkja á bloggið þitt. Flott síða. Verst að Express er hætt að fljúga milli Kbh og Egilsstaða, þá hlýtur að fækka ferðum hjá Lónsævintýraferðum um öræfin.

Kveðjur,

Ásdís og Snæfríður María

Ásdís Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 00:12

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gaman að því Anna og nú er ég búin að skoða þína síðu og sé að þú ert líka nýkomin úr suðrænni sól.

Ólína þú ert sérlega skemmtilegur penni hér í bloggheimum og skrifar margt skynsamlega. Svo eigum við þessar sameiginlegu rætur í vestrinu. Ég á einn ungling með rauðu Breiðafjarðargenin í háralit. Rétt er það að maður skynjar ekki alltaf ástæður þess að stundum fer allt á skrið í teljaranum án þess að maður hafi gert nokkuð merkilegt.

Já, svona er þetta Ásdís. Ég var ekki búin að hafa samband og aturkalla eitthvað gylliboð um að koma með Norsurum og Dönum úr Snæfelli yfir í Lón. Iceland Express hætti bara við allt saman. Við Berglind Rúnars samkennari vorum hér á góðu skriði fyrir nokkrum dögum að hvetja boltamenn að vera með sitt sport á sér rás. 'eg trúi ekki öðru en það verði raunin, fyrst við höfum lagt til að svo verði.

Nú er komið fram yfir miðnætti og komnar 5 IP tölur í teljarann á nýjum degi. Hef fulla trú á að einn sé Sigurður bróðir minn sauðfjárbóndi að Stafafelli, sem að fer stundum ekki á fætur við fyrsta hanagal, en er sjaldan kominn úr búvafstri fyrr en upp úr miðnætti. Ekki síst svona í lok sauðburðar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 00:40

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ásdís, gleymdi að senda góðar kveðjur til Snæfríðar. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 00:48

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Heill og sæll Gunnlaugur.

Ég kíkji stundum hér inn ákvad ad kvitta fyrir mig annad er nú dónaskapur....

Takk fyrir skemmtileg skrif.

Eigdu gódann dag.

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 04:57

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ætladi ad bjóda tér í hóp minna bloggvina,kann bara ekki á svoleidis

´

KV.

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 04:58

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Komdu sæl Guðrún og takk fyrir innlitið Ég er búin að fara inn á þina síðu, klikka á bloggvinir og óska eftir að bæta þér við á listann. Svo þarft þú bara að samþykkja. Það er ekki amalegt að vera með dansk-íslenska drottningu í tengslanetinu. Njóttu dagsins sömuleiðis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.6.2008 kl. 09:39

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

takk fyri og velkominn í hópinn.

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2008 kl. 09:48

14 Smámynd: Haraldur Halldór

Lít alltaf hér inn reglulega og hef oftast ánægju mikla af lestrinum .

Haraldur Halldór, 21.6.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband