Samfylking næði meirihluta

Miðað við þessa könnun hafa Geir og Guðni misreiknað sig þegar þeir töldu að uppvakningurinn dyggði til að snúa við slöku gengi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í borginni.

Samfylkingin næði meirihluta í borgarstjórn ef kosið væri núna og ekki munar miklu á fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna.

Einhver gæti sagt af sanngirni að nýr meirihluti væri varla byrjaður að sýna spilin sín. Helsta tromp á hendi er Bitruvirkjun. Að fara í framkvæmdir á útivistarsvæði við Hengil, sem Skipulagsstofnun mælir gegn vegna verulegs mikils rasks á náttúrunni.


mbl.is 26,2% segjast styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Og hvaða máli skiptir það hversu mikið fylgi Samfylkingin fengi ef að það væri kosið nú. Staðreyndin er að það verður ekki kosið nú og satt að segja skipta þessar skoðanakannarnir nákvæmlega engu máli. Mér finnst að kjósendur eigi að hætta að velta fyrir sér hvað væri sanngjarnt að gera. Eini meirihlutinn sem að skiptir máli er að meirihluti borgarfulltrúa vinni saman og eins og er eru það meirihluti borgarfulltrúa úr Sjálstæðisflokki og Framsóknarflokki sem að vinna saman. Og eina skoðanakönnunin sem að skiptir máli eru kosningarnar sjálfar.

Jóhann Pétur Pétursson, 17.8.2008 kl. 14:18

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

55% svarhlutfall í 600 manna úrtaki. Það mun taka meira en eina nótt að breyta þessu. Þessi meirihluti tekur við á fimmtudaginn. Kosningar eru mai 2010  en það er alveg ljóst að þetta verður brekka fyrir þennan nýja meirihluta.

Óðinn Þórisson, 17.8.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Mikið rétt Jóhann. En þetta eru samt tíðindi að skoðanakönnun síni að einhver annar stjórnmálaflokkur en Sjálfstæðisflokkur gæti hugsanlega náð meirihluta borgarfulltrúa í Reykjavík. Ég veit að þeir eru ekkert rólegir yfir þessu í Valhöll og Óðinn þú verður að fara og hjálpa þeim upp brekkuna ef þú hefur sannfæringu fyrir því að þetta verði eitthvað af viti.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.8.2008 kl. 17:00

4 identicon

Er þetta ekki fullmikil dómharka? Ég held að enginn hafi verið að tala um að flokkarnir myndi auka fylgi sitt í skoðanakönnunum þremur dögum eftir myndun merihlutans. Nýji meirihlutinn er þar að auki ekki formlega tekinn við. 

Logi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 18:54

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin fékk sitt tækifæri á tveimur hækium og klúðraði því. Það eina sem 100 daga meirihlutinn skyldi eftir var nákvæmlega ekki neitt.

Víðir Benediktsson, 17.8.2008 kl. 22:44

6 identicon

Það er alveg útí flóa að halda að skoðanakönnun með 50 prósenta svarhlutfall í 600 manna úrtaki sé marktæk. Eigum við ekki leyfa HBK að byrja sem borgarstjóri áður en þú ferð að fabúlera eitthvað? Leyfum henni að starfa í 100 daga eins og Dagur fékk og berum síðan störf þeirra saman. Ekki gleyma því að Samfylkingin fékk tækifæri til að sanna sig í 100 daga, en gerði akkurat ekki neitt nema að blaðra um hlutina. Dagur getur sannarlega malað....!

Berglind (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjallarnir fengu síðustu 200 daga og gerðu ekki annað en kaupa tvo húskofa á 700 milljónir eða einhverja álíka upphæð, klúðra, gleyma, túlka orð hvers annars o.s.frv. Miklu verra en ekki neitt!!!!

Þessi nýji meirihluti er sálar- og þróttlausari en síðasti. Hann kemur ekki til með að slá í gegn, enda er hann afurð tveggja flokksformanna, en ekki grasrótarinnar, fólksins á götunni kjósenda.

Meðal þeirra hefur hann ekki stuðning og hvað sem hver segir, að þá er það merkilegt að kannanir sýni að Samfylkingin geti náð meirihluta. Það er ekki bara þessi könnun, Capacent gerði líka könnun nýlega sem sýndi Samfylkinguna með stuðning tæplega helming kjósenda.

Þó að þessar tölur eigi eftir að breytast, fylgi Samfylkingingar eigi eftir að dala og Sjálfstæðisflokks eftir að aukast að þá þori ég að veðja upp á að Samfylkingin kemur út úr næstu kosningum í Reykjavík sem stærri flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Það eitt verða stórmerkileg tíðindi.

Það er mikil gerjun í þessu og leikstjórar framvindunnar eru ekki Geir og Guðni heldur kjósendur. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.8.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband