Besta sultan 2008

SólberNú er uppskerutími ársins. Töðugjöld og kjötkveðjuhátíðir. Margir fara í berjamó og mæta búralegir með feng sinn og setja afraksturinn í pottana. Sumir eru heimakærir og klassískir og láta duga að gera rabbabarasultu. Aðrir leggja örlítið meira á sig og tína rifsberin af runnunum áður en fuglarnir eru búnir að éta þau. Sólberjarunnar eru líka að verða algengir í görðum. Nú, svo eru þeir sem leggja á sig helgarferðir og fylla skottið af bláberjum og krækiberjum.

RifsberTil að fá umræður um sultugerð set ég inn þessa færslu. Það er áhugavert að heyra af tilþrifum og afbrigðum í þessari iðju sem að er í hámarki um þessar mundir. Ráðleggingar um bestu berjasvæðin, góðar uppskriftir og notkunarmöguleika. Til dæmis finnst mér persónulega að sólber passi best með hreindýrakjöti. En rabbabarasulta er auðvitað best með lambalærinu, brúnuðu kartöflunum og ORA baununum.

KrækiberHér til hliðar hef ég sett upp skoðanakönnun um uppáhaldssultuna. Sú sem nær flestum stigum verður valin besta sultan árið 2008. Það er um að gera að hafa gaman af þessu. Líka hefði mátt segja hér "vinsælasta" sultan en það er bara miklu svalara að tala um þá "bestu".

Set hér myndir af pottunum hjá mér í fyrrakvöld þar sem ég var að sjóða niður sólber, rifsber og krækiber. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ribsberjasultan fær mitt atkvæði! Hún er góð með næstum öllum mat - fljótlegt að tína berin og fljótlegt að búa hana til! Hún ræður semsagt yfir flestum þeim kostum sem prýða má sultu í nútímaþjóðfélagi hraðans ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu með bland í poka í efsta pottinum?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hello dearling - Það voru ekki öll sólberin orðin svört - Svo eru nokkur bláber í krækiberjapottinum

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.8.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sultusamanburður fer hraustlega af stað og um 30 manns búin að greiða atkvæði. Við erum komin með áróður fyrir rifsberjasultu, en vantar að heyra fleiri raddir af fólki sem hafa unaðsstundir með öðrum gerðum af sultutaui. - Fleiri frásagnir, uppskriftir, áróður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.8.2008 kl. 13:10

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hefurðu gert eitthvað úr Stikkilsberjum?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 14:04

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nei, ég er með slatta af þeim í garðinum. Mæla einhverjir með slíkri sultu?

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.8.2008 kl. 15:28

7 identicon

Ég á helling af brómberjum og hindberjum úr gróðurhúsinu mínu en veit ekki hvað ég á að gera við þau. Eru frosin núna. Gaman væri að fá tillögur.

Svo langar mig  líka að tína aðalbláber. Veit einhver hvar þau vaxa næst höfuðborgarsvæðinu?

Annars sultum við Ibbi alltaf margar tegundir, blöndum saman berjum og aðferðum eftir því í hvernig skapi við erum.  Núna bara frystum við, enda getur uppskeran af rifsi orðið nálægt 30 kg. 

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 15:58

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - engan heyrt mæla með slíkri sultu! Datt það bara í hug vegna þess að mér bjóðast Stikkilsber en veit ekki alveg hvað ég gæti gert úr þeim.

....hinsvegar veit ég vel hvað ég mundi gera við Stikkilsberja-Finn ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 16:36

9 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Ég hef  ekki fundið mikið af aðalbláberjum á Reykjavíkursvæðinu en það er nóg af þeim hérna á Ísafirði.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 19.8.2008 kl. 20:22

10 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Hey þú gleymdir að setja inn Hrútaberjasultuna en hún er uppáhalds sultan mín..

Sigrún Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:14

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hrönn verðum við ekki að prófa. Ætla að smella berjunum hér úr garðinum í sultu og prófa. Frétti reyndar í dag af tilþrifum í víngerð úr stikilsberjum. Sigríður ég veit að Barðastrandasýslan er líka ríkuleg af aðalbláberjum. Það kom mér reyndar á óvart heversu mikið er af berjum hér í rótum fellanna í Mosfellsbæ. Sigrún það er um að gera að bæta úr þessu og koma Hrútaberjasultu á blað. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.8.2008 kl. 22:31

12 identicon

Blessaður, þetta með sultuna, ég bý til úr sólberjum, ribs, og svo stikilsberjum sem flestir vita ekki mikið um en það er með betri sultum með lambakjöti og fleiru.Ég sýð kg á móti kg sykri (set stundum að hluta púðursykur) og læt suðuna koma upp og lækka svo og læt hana malla nokkuð lengi til að hún verði dökk brún, svona seyði hana, og svo set ég hana í mixer eða matvinnsluvél og þeyti allt saman tími ekki að sigta hana. og sýð aftur upp á henni og set í krukkur. Stundum hef ég sett í þessa sultu og rabbabarasultu nokkur söxuð fjallagrös og sýð þau með þá myglar hún alls ekki. kv Oddný

Oddný Mattadóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 01:32

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir þetta Oddný. Ég er í startholunum með að gera eitthvað með stikilsberin í garðinum hjá mér. Hafði verið bent á að sumir setja epli saman við til að draga úr súra bragðinu. En ég hugsa að þetta að setja hratið í mixer og sjóða aftur geti virkað í svipaða átt að draga úr sýrunni. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.8.2008 kl. 23:50

14 identicon

Hér virðist vera áhugaverð berjasíða í smíðum.

Konráð Pálmason (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband