Ég boða yður mikinn fögnuð - smástund

"Hann" ætlar að taka einhverjar pásur í stórrigningum á fimmtudag og laugardag. Jafnvel má þá búast við sólskinsstundum. Seinni part sunnudags og á mánudag verður aftur komið í sama farið.

Hvar er þessi heiðríkja, stilla og haustlitir sem að maður vill hafa á þessum árstíma? Hlýindi sem fygja rigningu geti þó haft sína kosti. Hitaveitureikningurinn verður lægri.

Reglan um að ef þú ert óánægður með íslenskt veður þá þurfir þú ekki að bíða nema fimm mínútur og þá séu orðnar veðurbreytingar, virðast ekki eiga við þetta haust frekar en í fyrra.

Til stóð að safna í fjallarútu og sigla af stað í Núpstaðaskóg um síðustu helgi, en hætt við vegna rigningarútlits. Hver veit nema að veður verði fyrir fjallaferð um helgina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góða veðrið er fyrir norðan

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 01:43

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nákvæmlega! Hvernig á maður að geta tekið alla þessa fallegu haustliti inn og skreytt með þeim þegar allt er rennandi blautt?

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 09:18

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Vonandi kemstu í fjallaferd um næstu helgi .Enda ertu mikill áhugamadur um fjöll og fyrnyndi.

Kvedja á tig inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 24.9.2008 kl. 10:46

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk sólskinsmeyjar :)  Enn ófært yfir helstu jökulvötn til fjalla vegna rigninga. Hinsvegar er stefnan tekin á Móskarðshnjúka í sólinni í fyrramálið. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.9.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband