Að vanda til verka

Tunguvegur

Mikilvægt er að vandað sé til verka við framkvæmdir þar sem takast á ríkir hagsmunir náttúruverndar og nauðsynlegra umbóta í samgöngum. Lítlar framfarir hafa orðið í vegamálum Vestfjarða síðan forseti Íslands hvatti til úrbóta frá hinum holóttu malarvegum, sem byggðarlögin hafa mátt búa við um langt skeið.

Það virðist nauðsynlegt að vanda sig vel þegar sporin eru stigin í þessum dansi. Leita að millistefi sem stórspillir ekki náttúru svæðisins með stórkarlalegri útfærslu í vegagerð og uppbyggingu vega milli nesa þvert á firðina. Ef að krafan um þverun er ófrávíkjanleg þá þarf að íhuga vel að fara frekar út í jarðgangnagerð.

Nú liggur fyrir úrskurður héraðsdóms um að þáverandi umhverfisráðherra hafi ekki haft nægjanlegar forsendur til að kveða upp sinn dóm. Að það hafi vantað ítarlegri rannsóknir á umhverfisáhrifum vegalagningarinnar. Katrín Theódórsdóttir lögmaður á hrós skilið fyrir að landa þessum úsrskurði.

Þann 8. október standa Varmársamtökin fyrir baráttufundi gegn fyrirliggjandi áformum um lagningu Tunguvegar frá Leirvogstungu þvert yfir árósasvæði Mosfellsbæjar, nálægt hesthúsahverfi og skólasvæði að Skeiðholti.

Mörgum þykir þessi vegur óþarfur þar sem Vesturlandsvegur geti þjónað hinu nýja hverfi með fullnægjandi hætti. Í það minnsta þurfi að hverfa frá stórkarlalegri þverun beint yfir og sveigja veginn í átt að Vesturlandsvegi þannig að hún fari einungis yfir Köldukvísl en ógni ekki sérstæðri náttúru og útivist.

Ég hef fullan skilning á að frændgarður minn í Austur - Barðastrandasýslu vilji róttækar úrbætur í samgöngumálum, en ég held þeir vilji ekki umbylta umhverfi og ásýnd hinna fögru fjarða, ég hef fullan skilning á að íbúar Leirvogstungu vilji góðar samgönguæðar að hverfinu, en það má útfæra þannig að komi ekki niður á umhverfi og lífsgæðum Mosfellinga sem heildar.


mbl.is Úrskurður um Vestfjarðaveg ógiltur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband