Sumir hafa það betra en aðrir

Sumir hafa náð að haga málum sínum þannig að þeir eru undirbúnir undir erfiða tíma framundan. Ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá hverjum og einum. Það þýðir ekki að treysta á neina félagslega aðstoð. Ná að innbirgða nógu mikið af kaloríum til að lifa snjóþungu vikurnar í janúar og febrúar.

Þeir voru ánægðir og búsældarlegir skógarþrestirnir sem fundið hafa veisluborð allsnægtanna í berjum koparreynisins fyrir framan stofugluggann hér í Mosfellsbænum. Það var gaman að fylgjast með þeim. Settust á greinar trésins og átu ein 4-6 ber og fóru burtu aftur í hærri tré.

Því miður missti ég af fuglaskoðunar og ljósmyndunarnámskeiði fyrir raungreinakennara í fyrra. Ég er með 200 mm linsu, sem þykir lítið hjá fuglaljósmyndurum. Svo er ég ekki búin að læra nóg á stillingar á vélinni til að nýta breytilegan hraða og ljósop. Prófa aftur á morgun.

Hér kemur allavega sýnishorn af þessum indælu og velkomnu gestum í garðinum.

Skógarþröstur net1 

Skógarþröstur net2

Skógarþröstur net3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gullfallegar myndir

Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gaman að þessu. Takk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Falleg efsta myndin, einsog japanskt málverk.  Nú ætti fólk að gefa þessum vinum okkar, þröstunum, sem þrauka hér með okkur yfir veturinn.  Fínt að gefa þeim epli eða perur.

Máni Ragnar Svansson, 27.10.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband