Ólafur Ragnar og Evrópusambandið

Á síðustu árum hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Talið að styrkur Íslands byggi á þeim sveigjanleika sem felist í fullu sjálfstæði. Nýta EES samninginn til aðgangs að innri markaði Evrópu, en jafnframt að nýta sér tækifæri sem felast í beinum fríverslunarsamningum við önnur ríki.

Eftirfarandi frétt er í Morgunblaðinu 6. maí 2005

Ekki ESB- aðild í fyrirsjáanlegri framtíðÓlafur Ragnar
Efnahagslífið á Íslandi mun ekki hafa hag af aðild að Evrópusambandinu og það er engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands að sambandinu, að því er fram kom hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í ræðu í Lundúnum og sagt er frá í dagblaðinu Financial Times.

Blaðið hefur eftir Ólafi að hann sjái ekki að Ísland muni sækja um aðild að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Það sé engin pólitísk ástæða fyrir aðild Íslands. Það gæti gerst einhvern tíma í framtíðinni og gæti þá byggst á því hvað gerist varðandi evruna og hver afstaða Noregs verður.

Ólafur bendir ennfremur á að í aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu séu fólgnir kostir aðildar að Evrópusambandinu, auk frelsis til að eiga í samskiptum við önnur ríki á eigin forsendum, eins og við Kína og Indland.

EvrópusambandiðÍ frétt Financial Times er einnig haft eftir honum að á síðustu árum hafi Ísland sýnt hvernig lítið ríki geti brugðist við hnattvæðingunni með skipulögðum og árangursríkum hætti hvað efnahagslífið snerti. "Sérhvert fyrirtæki í landinu hefur nú einstakt tækifæri til að koma sér á framfæri. Ný fyrirtæki geta nú farið inn á heimsmarkaðinn án tillits til þess hvar þau eru staðsett og fljótlega haft allan heiminn sem sitt markaðssvæði," segir Ólafur einnig í frétt Financial Times.
"

Í ljósi þessarar afstöðu forsetans nýtti ég tækifærið og spurði hann þegar hann kom á mánudag í heimsókn í skólann minn hvort hann muni beita sér gegn þjóðarvilja í þessu máli miðað við stuðning við aðildarviðræður og upptöku evru. Forsetinn sagði að það hafi verið skoðun sín að í möguleikum til beinna viðskiptatangsla við önnur lönd lægju mikil tækifæri, hinsvegar væri vissulega þörf á að endurmeta og ræða mál útfrá þeim miklu sviptingum sem verið hafa síðustu vikurnar. Tiltók hann í því sambandi sérstaklega vandamál tengd sjálfstæðri peningamálastefnu og gjaldmiðli.

Það væri verðugt hlutverk forseta Íslands að krefjast þess fyrir hönd þjóðarinnar að hún fái að taka lýðræðislega afstöðu til framtíðarstöðu sinnar innan Evrópu. Embætti hans gæti verið rétti aðilinn til að stuðla að upplýstri umræðu og málstofum um þetta efni. Framtíð Íslands liggur ekki í sjálfstæði landsins heldur miklu fremur tækifærum og sjálfstæði einstaklinga sem byggja landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gott hjá þér að spyrja hann. Ábyrgð allra sem undnagengin ára hafa talað gegn aðildarviðræðum við ESB reynist nú afar þung og mikil. - Við værum í það minnst ekki nú að reyna að koma ónýtri krónunni á flot aftur með ómældum kostnaði og miklum fórnum og skuldbindingum ef við hefðum nú evru í stað krónu.

Helgi Jóhann Hauksson, 30.10.2008 kl. 03:22

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það kom smá hik á Ólaf Ragnar við spurninguna. Ég tela að hann megi ekki lýsa andstöðu gegn aðild, en hann gæti vissulega haft forgöngu um vitræna umræðu um áhrif á sjálfstæði, fullveldi, umráð yfir auðlindum og slíkt. Þó fyrst og fremst að hann endurómi þann sterka þjóðarvilja að fá að taka afstöðu til þessa máls með kosningum.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 30.10.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnlaugur: Góð færsla hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 13:11

4 Smámynd: Björn Birgisson

Aumingja Ólafur! Sá held ég að sjái nú eftir ákvörðun sinni um eitt kjörtímabil til viðbótar. Gamli sósíalistinn búinn að mæra glæfragang íslensku kapítalistanna út um allan heim. Verið þeirra helsti talsmaður. Hvaða þjóð vill nú fá hann í heimsókn? Hvert getur hann nú farið til að bjarga heiminum, eins og honum einum er lagið? Ætli ekki sé best að hann og Dorrit dundi sér bara á Bessastöðum við að telja demantana hennar.

Björn Birgisson, 30.10.2008 kl. 16:35

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ekki finnst mér nú ástæða til að vorkenna eða draga úr forsetanum. Þessi heimsókn í skóla og vinnustaði er mjög vel heppnað. Kemur vel út að hann peppi upp dug og dáð í unga fólkið. Það tókst honum mjög vel. Náði mjög góðu sambandi við krakkana. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 31.10.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband