Hefði átt að hlusta á Davíð

Mikið er rætt um "ábyrgðarleysi" Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum. Skondin er sú tilvitnun sem að er höfð eftir Kjartani Gunnarssyni í dag þ.s. hann segir að hann "hefði betur hlustað á Davíð" en þó að bankaráðsmaðurinn fyrrverandi sé innvígður og innmúraður fylgdarsveinn forsætisráðherrans fyrrverandi þá vill hann ekki gangast við því að vera kallaður "óreiðumaður".

Viðhorf eins annars álitsgjafa, Steingríms J Sigfússonar voru einnig brosleg. Hann segir óhikað "ábyrgðin liggur hjá Björgvin G", að þetta hafi verið "athyglisverð" og "málefnaleg" ræða. Hann virðist vera eini aðilinn fyrir utan Kjartan Gunnarsson sem gerir ekki athugasemdir við aðgerðaleysi Seðlabanka eða að pólitískur vígamaður sé þar í forystu.

Megintónn í viðbrögðum flestra er að engar tillögur að aðgerðum eða raunverulegar aðgerðir komu frá Seðlabankanum. Hann gerði ekkert til að tryggja bindiskyldu innlánsstofnana, setja reglur um lausafjárstöðu, tryggja gjaldeyrisjöfnuð eða að nýta heimildir sem dugað hefðu til að koma IceSave í dótturfélag.

Undarlegt er af Steingími að setjast á bekk með Kjartani Gunnarssyni og Hannesi Hólmsteini í blindri varðstöðu um Foringjann. En allt getur gerst í pólitík hjá þeim sem vilja fiska í gruggugu vatni. Held að það sé gott markmið að fá sem fyrst erlenda aðila til að gera úttekt á því hvað brást og láta síðan réttu aðilana bera ábyrgð.

Á meðan getur Steingrímur unnið að afnámi eftirlaunafrumvarpsins og kvótakerfisins, sem að eru tvö alvarlegustu tákn spillingar í landinu og hann veitti sinn stuðning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Þú ert greinilega ekki í VG, en ertu ekki að ganga full langt í að túlka skoðanir Steingríms Joð. "Ábyrgðin liggur hjá Björgvini G." er fyrrisögn sem Fréttablaðið setur á viðtalið.

Í svari hans segir: "... þegar hin raunverulega ábyrgð liggur hjá Fjármálaeftirlitnu og viðskiptaráðherra." Svo hefur blaðamaðurinn -ss eftir honum að febrúarskýrsla sýni "...sameiginlega ábyrgð ríkisstjórnar, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins".

Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig þetta svar setur hann á sama bekk og Kjartan eða Hannes Hólmstein, hvað þá að það vitni um "blinda varðstöðu með Foringjanum".

Haraldur Hansson, 19.11.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Í gegnum alla fréttina skín, jahh, ég vil segja aðdáun Steingríms á Davíð Oddssyni, en hvergi gagnrýni á hlut Seðlabankans eða nokkrum atriðum í orðræðu formanns bankastjórnar. Hann meira að segja talar þannig að gagnrýni á bankann hafi verið ósanngjörn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.11.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvað segirðu? Veitti Steingrímur eftirlaunafrumvarpinu stuðning? Ef ég man rétt var hann ekki einu sinni staddur á þingi þegar þetta var afgreitt, var í leyfi. Man hins vegar að Guðmundur Árni samþykkti þetta möglunarlaust þó ekki sé minnst á hina samfylkingarþingmennina sem samþykktu þetta með þögninni. Af hverju greiddu þeir ekki atkvæði á móti ef þetta var svona slæmt?

Víðir Benediktsson, 19.11.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Steingrímur hafði sem formaður blessað yfir frumvarpið í vinnu við það. Rétt er að einhverjir Samfylkingarmenn höfðu verið velviljaðir en Ingibjörg sem var orðin formaður, en ekki á þingi las yfir þeim skammiranar og eftir það þorði engin að styðja frumvarpið nema Guðmundur Árni. Heyrðir þú Steingrím einhvern tíma tala gegn eftirlaunafrumvarpinu eða kvótakerfinu?

Gunnlaugur B Ólafsson, 19.11.2008 kl. 23:19

5 identicon

Ef ég man rétt þá voru það þingforsetar sem lögðu frumvarpið fram m.a. Guðmundur Árni smf. og Þuríður Bachman VG ásamt fleirum - Þuríður bakkaði en ef ég man rétt samt ekki strax en Gumundur stóð við ákvörðun sína - einn í Samf. Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál

Solla (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann fékk líka sendiherrastöðu að launum.

Sigurður Þórðarson, 20.11.2008 kl. 07:36

7 Smámynd: HP Foss

Er það þá þannig að að óbreyttir þingmenn samfylkingarinnar mega ekki hafa sjálfstæða skoðun?  Ekki líst mér betur á flokkinn þinn eftir þessa lýsingu! Létum það vera væruð þið með frambærilegan formann.  Annars held ég að þið ættuð að flagga Björgvin meira í framlínu ykkar,  hann er málefnalegur og laus við tilgerð.
Maður hefur það á tilfinningunni að hann sé að segja sannleikan.

kveðja-Helgi

HP Foss, 20.11.2008 kl. 09:20

8 identicon

Er formaðurinn(ISG) ekki að heldur að linast í ádeilum á Davíð segir að hann miskilji hlutina almeningur sé ekki að skammast útí verk hans sem Seðlabankastjóra heldur sem fyrverandi stjórnmálamann. Hvað ætli sé mikið af samúðar fylgi sem hún hafi,ekki getur verið að fólk stiðji hana sem stjórnmálamann,ekki hefur hún staðið við það sem hún segist ættla að gera,ekki frekar en sem Borgaqrstjóri.

Hannes (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 10:14

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurður -sendiherrastaðan var umbun frá íhaldinu

Helgi - ég held nú að það sé í aðalatriðum í lagi með formannsmál í Samfylkingu, en ekki er hægt að segja sama um þinn flokk Framsókarfl.

Hannes - þú talar í einhverjum almennum fullyrðingum. Veit ekki betur en að ISG hafi átt glæsilegan borgarstjóraferil - það tekur engin af henni. Ekki frekar en að slíkt verður ekki tekið af Davíð að hann var sigursæll.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.11.2008 kl. 10:36

10 identicon

Gunnlaugur, Seðlabankinn létti á bindiskyldu bankanna og reglum um lauafjárstöðu skv. tilskipunum sem eru í ESS-samningnum og skv. tilmælum og ráðum "færustu" ESB.  Þetta var gert til að greiða fyrir frjálsu flæði fjármagns um ESB og EES svæðið.

Það er skemmst frá því að segja að viðskiptabankarnir og útrásarvíkingarnir voru afskaplega ánægðir með þessar tilslakanir og sögðu að þetta skapaði aukin tækifæri fyrir vöxt og viðgang bankanna og þarmeð samfélagsins alls.

Hvað haldið þið af hefði verið sagt ef Seðalbankinn hefði aukið bindiskyldu viðskiptabankanna - t.d. árið 2006?

Ef Seðlabankinn hefði aukið bindiskylduna hefði verið aukin í miðju góðærinu hefði verið rekið upp ramakvein um allt land og sagt að Davíð væri að þessu út af annarlegum hvötum og öfund út í auðmennina og þá sérstaklega Baugsveldið.   Með þessu væri hann að hefta vöxt og viðgang útrásarinnar og bankanna.  Það hefði verið ljóti grátkórinn og þá sérstaklega í Samfylkingarliðinu sem sleikti upp útrásaraðalinn.

Brynjar Þór Reynisson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 11:36

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Hef aldrei heyrt þessa söguskýringu áður Brynjar. Geri ráð fyrir að þú sést einn af fáum sem að ert að halda því fram að Davíð sé rétti maðurinn á réttum stað. Þeir sem hafi efasemdir séu fólk sem er grátkor, lið og lýðskrumarar?

Seðlabankinn hafði tæki, meðal annars bindiskyldu, sem hann nýtti ekki. Það er ekki nóg að Davíð hafi viðrað einhverjar áhyggjur á fundum. Það höfðu í raun allir áhyggjur af því að bankarnir væru komnir með margföld umsvif ríkisins.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.11.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Þetta er alveg merkilegt Gunnlaugur. Þú skrifar heila grein til að skammast útí Steingrím J fyrir að hrósa ræðu Davíðs Oddsonar, svona eins og það eigi bara að vera fastur liður hjá öllum öðrum en sjálfstæðismönnum að skammast út í allt sem Davíð gerir.

J. Trausti Magnússon, 20.11.2008 kl. 12:54

13 Smámynd: Johnny Bravo

Þetta snýst ekki um hver er hvað heldur hvað þeir gerðu.

Td. skuldar Jón Ásgeir 900 og á 1300ma. í eignum í 3 félögum hér á landi af eiginsögn, en hann hefur nú komið því fyrir að Stoðir á skuldirnar og hin félöginn sem hann og fjölskyldan á eiga eignirnar. Hann gengst að sjálfsögðu ekki við skuldum Stoða.  Þarna stal hann frá þeim sem áttu í sjóðum í Glitni, setti Glitni niður og okkur öll með, þar stal hann frá þeim sem voru í sjóðum sem áttu skuldabréf í Glitni. Svo er verið að kenna Davíð um þetta allt saman.

Einnig hafa fjárlög Ríkisstjórna verið til skamma 2002-2008 verið til skammar, alltaf verið halli og þensla og framkvæmdir umfram skatta ef ríkisstjórn gerir þetta hækkar seðlabanki vexti. 2002 og 2003 var ástæða til að hafa halla síðan hefur það verið argasta vitleysa.

Johnny Bravo, 20.11.2008 kl. 12:58

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Minn punktur J. Trausti er að það sé broslegt að Steingrímur og Kjartan Gunnarsson séu tveir einir í fjölmiðlum að lýsa yfir gagnrýnislausri aðdáun á Davíð Oddssyni. Þeir einir benda ekki á að það hafi skort aðgerðir jafnvel þó hann hafi einhvers staðar lýst áhyggjum. Þú virðist hafa annað skopskyn, en við það fæ ég ekki ráðið.

Já, J.B. þenslan var með ólíkindum og þar af súpum við seiðið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.11.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband