Helgarlagið Lambada

Ég man að árið 1989 kom sveifluslagarinn Lambada og þá var maður með tilraunir að ná hinni suðrænu sveiflu. Eitthvað vorum við sveitapiltarnir í vandræðum með þetta allt saman. Man að sumir festust í þeirri vitneskju að þeir ættu að hafa hægra hné á milli fóta dömunnar. Þjálfun í þúfnagöngulagi skilaði sér ekki alltaf nægjanlega vel sem fínstilltar og þokkafullar hreyfingar.

Lambada er dans sem kemur frá Brasilíu og er skyldur merengue með marserandi tvítakti, en þróast síðar í fjórtakt. Dansað er til sitt hvorrar hliðar með sveiflum og snúningum, en ekki fram og til baka. Það var franskur athafnamaður Oliver Lamotte sem markaðsetti hið fræga lag Lambada og stofnaði hljómsveitina Kaoma.

Dansinn naut gífurlegra vinsælda og breiddist út um allan heim og sló algjörlega í gegn í Japan. Tíska og dans fylgdust að, stutt pilsi og víðar buxur. Glæsilegir höfuðsnúningar dömunnar ásamt öðru skrauti. Tengsl hans við kynþokka og kyntjáningu hafa verið dregin fram bæði í kvikmyndunum Lambada og Forbidden dance.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Afskaplega hefði nú verið gaman að sjá þessar kinnar dillast á sveitaböllunum eftir að hafa vermt mjaltakollana.

Þórbergur Torfason, 22.11.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband