Ingibjörg og Evrópa

GB&MMFormaður Samfylkingar ætlar ekki að nýta gott fylgi flokksins í skoðanakönunum með því að rjúfa stjórn og boða til kosninga. Eitt af stærri málunum sem að hún vill sjá að ríkisstjórninni auðnist að ljúka er að koma af stað aðildarviðræðum við ESB. Miklar líkur eru á að Þorgerði Katrínu hafi tekist í janúar að ná fram stefnubreytingu í Sjálfstæðisflokknum varðandi afstöðu til fullrar þátttöku í samvinnu Evrópuþjóða. Þar er VG eini flokkurinn sem þumbast gegn vilja flokksfélaga.

Mjög mikilvægt er að eiga samvinnu við aðrar norðurlandaþjóðir um þennan málaflokk. Ísland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð eiga hiklaust að sigla upp að hlið Finnlands með því að vera öll fullgildir aðilar að sambandinu og með evru sem gjaldmiðil. Sameinuð geta Norðurlöndin verið álíka sterk eining og fjölmennari þjóðirnar sunnar í álfunni. Það verður ef til vill sjálfstæðisbarátta framtíðarinnar að tryggja þessum þjóðum hagstætt vægi í sameinaðri Evrópu.

Við feðgar tókum upp evruna á Austurvelli á laugardaginn.


mbl.is Ræði aðild Noregs að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Eru ekki alveg eins líkur á því að við fengjum Sjálfstæðismenn og VG við stjórn ef kosið yrði nú? Mörg mál sem þessi flokkar geta sameinast um, íhaldssemi mikil.

Jón Þór Bjarnason, 24.11.2008 kl. 07:30

2 Smámynd: Gagnrýnirinn

Ég skil ekki afhverju fólk heldur að ESB sé töfralausn. Við missum fiskmiðinn og þar sem fiskurinn er helsta útflutningsvara íslendinga þá tel ég þetta afar slæman kost. Þeir sem segja að við getum samið við þessa ESB gaura um að geta haldið miðunum óbreyttum þá er það rugl af því að Bretar hafa gengið í gegnum það sama og þeir börðust hart fyrir að halda fiskimiðunum sínum en fengu það ekki. Haldiði þá að einhver 300 þús manna þjóð fái undanþágu.

Gagnrýnirinn, 24.11.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Allir talsmenn ESB segja að við fáum engan afslátt. Þeir einu sem halda því fram eru íslenskir ESB sinnar. Þeir annað hvort vita ekki betur eða eru að ljúga.

Fannar frá Rifi, 24.11.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er ekki góð sölumennska að gefa afslátt fyrirfram Fannar frá Rifi.. ég reyndi að útskýra fyrir þér grundvallareglur sölumennsku í hvalveðipistlinum þínum um daginn..  Ef ESB gefur út yfirlýsingar til íslands fyrirfram þá er samningstaða ESB gagnvart ríkjum eins og Noregi ónýt.. 

ég held Fannar að þú vitir hreinlega ekki betur ;) 

Óskar Þorkelsson, 24.11.2008 kl. 12:05

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veit ekki hvort "sorglegur stjórnmálamaður" er heppileg byrjun á umræðum um málefni. Er ekki allt í lagi Hafþór? Þú virðist ekki vera sterkur fyrir ef hún Ingibjörg veldur þínum sorgum.

Það er einmitt ókostur okkar lýðræðishefðar, kæri frændi, að við vitum ekkert hvaða ríkisstjórn við erum að kjósa. Einhver sagði eitt sinn að það væri alveg sama hvað hann kysi, hann væri alltaf að kjósa Framsókn. Nú virðist sá möguleiki frekar langsóttur.

Aðild og þátttaka í ESB snýst um margt annað en veiðiheimildir. Einhver orðaði það svo að málið snerist um aðild sem gæfi af sér aukið frelsi einstaklinga en minna sjálfstæði landsins, en án Evrópusamstarfsins hefðum við meira sjálfstæði en minna frelsi.

Svo getum við metið það hvort að það sé með öllu óæskilegt að vera í samstarfi með öðrum þjóðum Evrópu um efnahagsmál. Ekki hefur þjóðarrembingurinn og græðgin sem héldust hönd í hönd síðustu ár skilað okkur miklu. Evran gæti innleitt stöðugleika og möguleika fyrir þjónustu og iðnað að gera langtímaáætlanir.

Varðandi fiskveiðar, þá er ljóst að úthlutun ESB byggir á veiðireynslu og engir hafa slíka reynslu á Íslandsmiðum síðustu áratugi nema Íslendingar. Auk þess er ekkert útilokað að hægt sé að negla þetta fast niður að við höfum fullyfirráð yfir auðlindinni. Fiskveiðistefna ESB er til endurskoðunar og það eru sóknarfæri fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri vinnu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.11.2008 kl. 12:18

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég get alveg sagt þér að VG mun aldrei fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Flokksforustan er sér vel meðvituð um að það myndi kosta hana lífið. Ef ekki pólitískt þá bókstaflega. Allar hugmyndir umslíkt eru úr lausu lofti gripnar. Það er Samfylkingin sem vill starfa með Sjálfstæðisflokknum og verða stuðningsmenn hennar að fara að átta sig á því að það snýst ekki um neitt annað en að þeim líkar samstarfið.

Héðinn Björnsson, 24.11.2008 kl. 13:35

7 identicon

VG mun aldrei fara í stjórn með sjálstæðisflokknum,og Gunnlaugur hún Ingibjörg er víst sorglegur stjórnmálamaður og það er aumkunarlegt hlutverk hennar að taka við sem hækja frammsóknarflokksins .

Hafþór K (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 19:42

8 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Flott mynd Gulli og sömuleiðis glettilega góð vörn fyrir lélegan málstað ISG.

Sigurjón Þórðarson, 24.11.2008 kl. 20:32

9 identicon

Stjórnarmyndun er í höndum Sjálfstæðisflokks, Forseti Íslands afhenti Geir Haarde umboðið. Kljúfi Samfylkingingin stjórnarsamstarfið er það í höndum Geirs Haarde að mynda nýja stjórn.

Guttormur Björn Þórarinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband