"Moggalýgi"

Morgunblaðið hefur alla sína tíð verið sakað um að ganga erinda íhaldsins. Matthías Jóhannessen fyrrum ritstjóri hefur lýst því hversu ósáttur Davíð Oddsson varð þegar hann ákvað að setja skrif frá honum inn sem aðsenda grein en ekki grein á innopnu. Ritstjórn blaðsins hefur ávallt hrokkið í flokksgírinn fyrir kosningar. Svo rammt kvað að þessu fyrir síðustu kosningar að svo virtist sem hún leggði ávallt stefnumál og gjörðir Samfylkingarinnar út á versta veg. Mál Árna Johnsen var skýrasta dæmið um flokkslega hagsmunagæslu Morgunblaðsins. Þar flutti blaðið litlar fréttir og seint.

Einhvern tímann hefðum við Bjarni Harðarson verið sammála um að peningaöflin töluðu máli Sjálfstæðisflokks í gegnum Morgunblaðið. Nú minnist hann ekki á slíkt sem vandamál, heldur fær hann það út án þess að nefna dæmi að Samfylking fái einhverja silkimeðferð hjá fjölmiðlum og auðmönnum. Það hefur verið lenska að tala illa um Fréttablaðið. En mér finnst persónulega glæsilegt að fá svo vandað fríblað, sem að hefur tryggt að Morgunblaðið er ekki eina blaðið á markaðnum. Vilja menn það?

Það er líka nokkuð langsótt að Samfylkingin eigi einhverja silkimeðferð vísa hjá Þorsteini Pálssyni ritstjóra Fréttablaðsins. Ef til vill er það sem eftir stendur pirringur hjá þjóðernissinnuðum stjórnmálamönnum að ritstjórnarstefna beggja blaðana hefur litið jákvæðum augum til fullrar þátttöku Íslands í pólitískri samvinnu í Evrópu. Það tónar vissulega við stefnu Samfylkingarinnar. Þar eru ekki ástæðurnar óeðlileg tengsl við auðmenn, heldur er hér samhljómur flokksins við framsækið og vel menntað fólk t.d. í blaðamannastétt.


mbl.is Stjórna í gegnum fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Manni verður bara óglatt af þessari slepju Samfylkingin hefur alltaf borið Baugsmenn á höndum sér og barist fyrir þeim á móti fjölmiðlalögum sem betur hefðu verið sett við búum hér í klíkuveldi það koma styrkir í prófkjörin og það þarf að greiða þann kostnað með greiða á móti eða hafna styrkjum ella.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 16.12.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Jón vildir þú semsagt styðja Davíðslögin sem voru það sértæk að einungis var starfsumhverfi fyrir Morgunblaðið? Finnst þér ekki vera viðbót að hafa Fréttablaðið? Það voru allir sammála um fjölmiðlalög en það var verið að hamast á einu fyrirtæki á sértækum forsendum. Þú tjáir andúð sem að er af svipuðum toga með hádramatískum hætti.

Ég vona samt að meltingin sé í góðu lagi, því framundan er álagstími fyrir innyflin og ekki gott að þar ofan á bætist Baugsandúð af fullum þunga. Þú færð ekki þessi köst þegar umræðan berst að Björgólfsfeðgum og skuldsetningu þeirra á þjóðarbúinu, sem reyndist mest og verst? Framtíðarsýnin er að setja lögbann á "Baugsmiðla" svo Morgunblaðið hafi einokun?

Hvaða styrki ertu að tala um sem hver þarf að endurgeiða?

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2008 kl. 00:54

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gaman að heyra frá þér Alfreð. Þú passar þig á stelpunum, þær vilja víst margar krækja í ríka lögfræðinga  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvenær sjáum við nýtt fjölmiðlafrumvarp sem tekur mið af meðalhófi og jafnræðisreglum sem full samstaða verður um og takmarkar/ endar yfirráð fámennrar klíku yfir öllum blaða og útsendingarmiðlum?

Gísli Ingvarsson, 17.12.2008 kl. 10:10

5 Smámynd: HP Foss

Er það ekki Moggalygi, y en ekki ý. Skaftfellska málfar mitt er nú farið að þynnast en ég hnaut um fyrirsögnina. Þú lagar þetta kannski, sveitungi sæll.

HP Foss, 17.12.2008 kl. 11:20

6 identicon

Heldur þú virkilega að það sé mikið af framsæknu og vel menntuðu fólki í íslenskri blaðamannastétt?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 13:23

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Gísli er þetta ekki eitthvað sem að hefði verið hægt á sínum tíma og er enn hægt að ná þverpólitískri samstöðu um, með eðlilegum vinnubrögðum.

Helgi - Rétt hjá þér af því að "lygi" er dregið af þriðju kennimynd sagnarinnar þ.e. lugum. En ekki nafnhættinum að ljúga. En mér finnst hitt bara miklu fallegra og ég fer yfirleitt eftir hinu sjónræna.

Alfreð þú heldur að þú megir hafa sjálfstæðar skoðanir og vera ósammála mér, skamm og svei!

Hans það sem að ég átti við að ef Samfylkingin fær einhverja silkimeðferð þá er það frekar út af því að stór hluti hugsandi fólks vill nýta frumkvæði og frelsi einstaklings úr markaðshyggju, en keyra samhliða sterka samkennd og samfélagsvitund. Það er frekar að slíkur samhljómur sé við menntamenn og blaðamenn heldur en auðmenn.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.12.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband