Tengslin við fólkið

Það er ánægjulegt að farið sé af stað með átak í merkingu gönguleiða í Mosfellsbæ. En allt sem gert er til eflingar mannlífs þarf að vera unnið í sem mestu samstarfi við áhugasamt fólk. Annars er hætta á að verkefnið verði sálarlaust. Útimarkaðir, göngustígar og uppbygging miðbæjar eru allt gullin tækifæri til góðra verka. En ef því er óþarflega miðstýrt frá flokksstýrðum kontórum að þá er hætta á að verkefnin tapi neistanum.

Þannig hefur útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos haft aðdráttarafl og sjarma sem dregið hefur að þúsundir, en einhverra hluta vegna náði jólamarkaður á miðbæjartorgi í Mosfellsbæ ekki neinu flugi og þar komu einungis nokkur hundruð manns alla aðventuna. Miðbær í Hafnarfirði er hlýlegur og þar streymir fólk á veitingahús um helgar. Miðbær Mosfellsbæjar er ekki líklegur til eflingar mannlífs, einkennist af sjoppu og tveimur lítið sóttum knæpum.

Göngustígarnir í þéttbýlinu sjálfu í Mosfellsbæ hafa hinsvegar vakið athygli og verið verðlaunaðir af samtökum sveitarfélaga. Þar ber að þakka grasrótar- og frumkvöðlastarfi umhverfissamtakana Mosa á sínum tíma. Þar var Andrés Arnalds forystumaður og á vegum Mosa var unnið mikið sjálfboðaliðastarf við stígagerð. Oddgeir garðyrkjustjóri fylgdi eftir og útvíkkaði það starf. Nú eru tilteknir einhverjir sjötíu kílómetrar sem eigi að merkja.

Veit ekki hvernig þessar áætlanir sem nú á að fara af stað með hafa verið unnar. Hvort metnaður var lagður í að stilla strengi með þeim sem áður höfðu unnið að verkefnum í þessum málaflokki eða þeim fjölmörgu bæjarbúum sem að eru öflugt útivistarfólk? Ég hefði verið til í samvinnu við sem flesta um þetta verkefni.


mbl.is Skátar stika gönguleiðir í Mosó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband