Trúboðar hræðslunnar

Það er fróðlegt að sjá fréttir af því að norskir sendimenn óttans eru komnir hingað til lands. Það sem drífur þá af stað til ferðar er hræðslan við að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Mér líst hinsvegar mjög vel á hugmyndir Björgvins G Sigurðssonar um nána samvinnu Norðurlandana um Evrópumál. Það er mjög æskilegt að frændþjóðirnar fylgist að og myndi einingu, sem hefur álíka vægi og stórþjóðirnar í ákvarðanatöku.

Þessu hef ég einmitt talað fyrir. Við erum með lagskiptingu valds og þurfum að hafa möguleika til áhrifa innan hverrar einingar. Mestu völdin höfum við í okkar einkalífi, síðan sveitarfélagi og landi. Ísland hafi síðan stefnumótandi áhrif innan Norðurlandaráðs sem mótar sameiginlega stefnu um Evrópumál. Síðan þarf að gera Sameinuðu þjóðirnar mun áhrifaríkari í aðgerðum sem snerta heiminn allan og ógnanir mannkyns.

Allt þetta dregur úr ótta og eykur skilvirkni í stjórnmálum heimsins. Við aukum sjálfstæði okkar sem þjóðar og tækifæri sem einstaklinga með því að vera virk á öllum stöðum í lagskiptingu valdsins.


mbl.is Sagðir beita sér gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Uffe Elleman Jensen, Göran Person og Matti Vanhanen eru allir frá Skandinavíu og vilja segja okkur til. Voru þeir sendimenn óttans? Svo auðvitað Olli Rehn í embættiserindum.

Haraldur Hansson, 12.1.2009 kl. 01:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnlaugur.

Endilega kíktu á myndbandið á síðunn hjá mér um lýðræðið í Brussel sem er afar lýsandi dæmi, gaman væri að fá comment þitt um það.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2009 kl. 02:07

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þeir sem fara fram undir þeim formerkjum að við eigum ekki að taka þátt í samvinnu þjóða í Evrópu mála oftast skrattann á vegginn. En hafa engar betri lausnir hvernig við eigum að standa að þessum þætti valds í veröldinni.

Styrmir Gunnarsson fjallar reyndar nýlega um að við eigum að "ganga í" Þýskaland og Noreg. Þar sé mikill þjóðernislegur áhugi á 'islandi og þessi lönd séu líklegust til að standa um hagsmuni okkar. Finnst reyndar votta fyrir einhverri arískri þjóðerniskennd í þessari hugmynd. Ásamt því gamla stefi að við eigum að reka eingöngu þá utanríkispólitík þar sem við eingöngu græðum en erum ekki til í að gefa neitt af okkur. Að vera bara þiggjendur.

Jafnvel þó að sannist að lýðræði sé ábótavant í Brussel þá er það ekki nægjanleg ástæða til að segja sig úr hreppnum. Evrópusambandið er opið fyrir jákvæðum breytingum líkt og ég trúi því að Ísland geti komið sér út úr klíkuskap og smákóngaveldi íhaldsins, sem hindrar lýðræði hérlendis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2009 kl. 08:32

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

ESB umræðan er notuð til að drepa á dreif umræðunni um þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf að fara í á næstu árum og uppgjörið við fortíðina. Flokkarnir hoppa til og fara að ræða ESB enda vita þeir hvað þeim á að finnast um það mál og því er það auðvellt að fylla fréttatíma með. Á meðan heldur gagnaeyðingin áfram á skrifstofunum og auðmennirnir fá frjálsar hendur til að koma skuldunum yfir á okkur en losa eigurnar úr landi. ESB er bara ekki okkar mikilvægasta umræðuefni þessa dagana. Nú er að duga eða drepast fyrir íslenskt samfélag og ekki hægt að nota kraftana í eitthvað sem mun sundra okkur.

Bendi þeim sem vilja reyna að átta sig á stöðu þjóðarbúsins að koma á Borgarafund í kvöld klukkan 20 í Háskólabíó. Þar verður reynt að fara yfir stöðuna og þannig skapa grundvöll fyrir umræðum um hvaða möguleika við höfum í framtíðinni. Robert Wade sem skrifaði greinina um bankakerfið síðasta sumar sem ríkisstjórn og bankarnir unnu sem mest gegn mun m.a. halda ræðu.

Héðinn Björnsson, 12.1.2009 kl. 09:31

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Gunnlaugur.

Menn úr báðum fylkingum hafa spilað á óttann ef út í það er farið. Þeir sem vilja standa utan segja: Við missum yfirráðarétt yfir fiskimiðunum. Við töpum fullveldinu. Og fleira í þeim dúr.

Þeir sem vilja inn segja: Krónan er dauð við verðum að fá evru. Við verðum að ganga inn til að komast út úr kreppunni. Ef við göngum ekki inn endum við sem einangruð þjóð. Í sumum tilfellum eru menn að taka full djúpt í árinni, aðrar upphrópanir eru einmitt það; upphrópanir.

Athugasemdin mín var um meint ósamræmi. Fannst þér það trúboð hræðslunnar þegar Göran Person kom og talaði á fundi? Eða að Jensen og Vanhanen væru sendimenn óttans? Eða á það bara við um þá útlendinga sem eru ekki hlynntir aðild? You get the point.

Tek undir með Héðni, menn ættu að einbeita sér að kreppunni sem er núna og setja alla Evrópuumræðu á salt í fjögur ár eða svo.

Haraldur Hansson, 12.1.2009 kl. 10:08

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, Haraldur það er munur. Göran og Uffe tala af mikilli reynslu sem forsætis- og utanríkisráðherrar í löndum innan ESB en hinir eru boðberar hræðslu og ótta með því að virkja ímyndunaraflið að allt fari á versta veg og að sambandið hafi sem slíkt illan ásetning og ætli sér með einhverjum hætti að beita einstök þjóðríki ofríki eða ósanngirni. Þarna er mikill munur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2009 kl. 12:43

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Gunnlaugur
Ef það verður niðurstaða landsfundar að sótt verði um aðild að ESB og aðildarviðræður hafnar er það mjög mikilvægt að viðræður verði undir forystu Sjálfstæðisflokksins.
Ég set spuringamerki við landbúnað, sjávarútveg, fullveldið, kostnaður við ESB-aðild verði meiri möguleikar Íslands að sækja um fjámagn - við erum smáþjóð aðeins 320 þús - fáum líklega 5 þingmenn - engin þjóð hefur gengið úr ESB - þessvegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn leyði þessar viðræður með hagsmuni Íslands og Íslendinga að leiðarljósi.
Það verður ekki aftur snúið en fólkið fær á endanum að ákveða þetta.

Óðinn Þórisson, 12.1.2009 kl. 16:01

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ég ætla bara að vona að verðum við fyrir því óláni að fara í aðildarviðræður við gömlu nýlendukúgarana hér sunnan við okkur að þá verði það allavega eitthvað annað kúgunarafl en íhaldið sem leiðir þær sjálfgræðgisviðræður. Mér sýnist reyndar á öllu að það þurfi ekki einu sinni íhaldið til að sprengja Evrópusambandið Það sér um það sjálft.

Þórbergur Torfason, 12.1.2009 kl. 19:43

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

möguleikar Íslands að sækja um fjámagn


Það eru víst 250 erlendir kröfuhafar í þrjótatabú bankanna. Þetta eru sem sagt 250 erlendir fjárfestar sem lánuðu og fjárfestu í þessum blessuðum bönkum. Svo er það Alcoa sem er með risafjárfestingar á Íslandi ásamt minni erlendum fyrirtækjum. Er hægt að biðja um meira ?

Það er einkenni á erlendum evrópskum fjárfestingum að þær fara að mestu fram í gegnum bankakerfin erlendis. Þeir fjárfesta yfirleitt ekki beint á hlutabréfamarkaði erlendis. Hinsvegar er það megin aðferð Bandaríkjamanna við fjárfestingar erlendis að þeir fjárfesta í gegnum hlutabréfamarkaði landanna.

Þannig ef Íslendingar eru að leita að hluthöfum þá þýðir ekki að tala við Evrópubúa. Heldur á að tala við Bandaríkjamenn.

Ef þú ert að meina að það sé hægt að fá fjármagn hjá sjálfu ESB þá er það rangt. Ísland er svo ríkt að það þyrfti að borga stórfé fyrir að stíga inn fyrir dyramottuna í ESB. Það hafa Svíar gert öll árin sín í ESB og svo hafa Finnar einnig gert öll árin þeirra í ESB nema eitt er Finnar fengu 104 evrur á kjaft árið 2000 í "structural action". Annars er bara að borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga og borga fyrir ekki neitt sem ekki er hægt að skaffa sér sjálfur sem sjálfstæð og fullvalda þjóð í stað þess að ganga á fund 170.000 embættismanna ESB - með hattinn í hendinni í Brussel.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2009 kl. 19:55

10 identicon

Tek undir það að þessi Evrópu sambands aðildar umræða er ekki mál málana í dag og verður að bíða þar til við höfum náð okkur útúr mestu vandræðunum.

Það myndi hvort eð er ekki leysa neinn bráðavanda og einungis sundra þjóðini okkar í tvær hatrammar fylkingar. Þjóðin þarf allra síst á því að halda núna. Nú þarf þjóðin umfram allt að standa saman um bráðustu úrlausnarefni við kreppunni, þetta eilífðar ESB væl tefur okkur bara í því að hér verði tekið á hlutunum af einhverri festu.

Tal nafna míns Ólafssonar um að þeim Kommizerum í Brussel gangi gott eitt til þá er það sjálfsagt rétt svona heilt yfir. Svona kerfi spyrja ekki að því hvort fólk sé gott eða slæmt. Svona skrifræis og tilskipana kerfi eru vörðuð góðum áformum í fyrstu en kerfin éta upp sjálfan sig, eins og byltingin étur bförnin sín.

Svona kerfi hafa aldrei staðist til lengri tíma og það er orðið fullreynt með ESB sem er að þróa sig yfir í svona SOVÉT stórríki sem stjórnað er með tilskipunum af andlitslausum kommizerum sem hafa ekki sótt neitt umboð beint til fólksins og eru því aðhaldslaus möppudýr í sukki sínu og svínaríi.

Auk þess sem SPILLINGIN veður uppi sem aldrei fyrr í svona valdakerfum nefndana og ráðana.

Svei þessu andlitslausa kerfi Kommizarana.

Leiðin til helvítis var vandlega stikuð út af góðum mönnum sem höfðu líka góð áform.   

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:55

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Af hverju ættu Nojarar að vera á móti því að Ísland tengist ESB ? Skil það ekki alveg. 

Samkv. and-sinnum er esb svo vont - það er svo rosalega vont - það er svo rosa rosa vont, að  ekki er hægt að lýsa því. 

Meina, þá verður það bara svaka vont fyrir Island og ótrúlega gott fyrir Nojara.

Hvað er málið ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gunnlaugur! Er þetta djókfærsla hjá þér? Ef svo er ekki, farðu þá að lesa lesa "Litlu Gulu Hænuna" um hvað ESB sníst um! Þvílík þvælufærsla. Þú ert á nippinu að að vera svikari við Ísland og landráðamaður! Lestu Sjórnarskránna!

Lestu Stjórnarskrá Íslands og tala svo. Ég á ekki til eitt einasta orð yfir svona glæpamennsku sem þú ert að hvetja til. Ég vona bara að þú sért heilaþvegin af bæklingum um ESB.

Ætti eiginlega að taka af þér íslenskan ríkisborgararétt og vísa þér úr landi eg þér er alvara. Það eru þú og þínir líkar sem eru stærta hót móti lýðræði á Íslandi.!

Farðu til geðlæknis eða sálfræðings. Þeir laga svona ranghugmyndir. Vonandi læknast þú af þessu.

Óskar Arnórsson, 12.1.2009 kl. 21:52

13 Smámynd: Þórbergur Torfason

Nei nú kem ég sveitunga mínum til varnar. Óskar Arnórsson hvers lags munnbrúk er þetta eiginlega? Má maðurinn ekki hafa skoðun? Ég held að ást á nýlendukúgurum sé ekki á sviði geðlækna. Menn verða aðeins að gæta orða sinna. Svona munnsöfnuður er hvorki liðinn í Lóni né Suðursveit.

Þórbergur Torfason, 12.1.2009 kl. 22:48

14 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir vörnina Þórbergur! Sumir eru sjálfum sér verstir og ekki orð um það meir.

Varðandi ESB þá er reynslan mikilvægasti mælikvarðinn. Bretar hafa frá tíð Thatchers verið með sérvisku og mesta andstöðu við ESB af aðildarríkjum. En þeir eiga bara erfitt með að kyngja því að vera ekki nafli alheimsins og sama gamla heimsveldið. Þeir telja sig ekki þurfa neitt á metrakerfi að halda og vilja keyra á öðrum vegarhelming en flestar þjóðir. Þrátt fyrir þessa þjóðrembu þá vilja ekki nema 16% þjóðarinnar segja sig frá Evrópusambandinu.

Þrátt fyrir allt tal um hið mikla skaðræði og skelfingu sem muni fylgja aðild fyrir okkur Íslendinga, þá erum við búin að vera með aðild án áhrifa í gegnum EES samninginn. Sú reynsla segir okkur mest um það hvort eitthvað sé að óttast. Við höfum tekið upp hundruði af reglum og lögum ESB sem að hafa almennt leitt til úrbóta á þeirri löggjöf sem verið hefur í gildi og hefur tryggt margvísleg aukin lýðréttindi.

Að hugsa sér að það eina sem að Íslendingar hafa séð ástæðu til að mótmæla var reglugerð um hvíldartíma atvinnubílstjóra. Sko sannnir víkingar þurfa ekki að sofa eða huga að öryggi annarra í umferðinni. Við erum mestir og bestir og þurfum ekki að láta segja okkur fyrir verkum.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2009 kl. 00:04

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Munnbruk kemur þessu ekkert við. Þessi mállýska er töluð um borð í öllum togurum og fiskibátum. Það ætti að vera skylda að allir færu nokkra túra og svo sem eina netavertíð. Þó það væri bara til að geta talað mannamál.  Að aðeins minnihluti Breta vilji úr ESB er kjafæði. Meirihluti Svía vilja líka út. Svona er líka talað í Austur Barðastrandasýslu þar sem ég ólst upp. Hvar helduru að ég hafi lært þetta? Þetta eru alíslensk orð og hvers vegna ekki nota þau þegar það á við? Er eitthvað að því að tala þannig að menn hlusti? Ég var ekkert að ráðast á Gunnlaug. Sagði honum bara að leita sér hjálpar við þessa ESB geðveiki. Ekkert annað. Hef ég framfært mínar skoðanir nógu skýrt?

Þorbergur! Gunnlaugur er ábyggilega maður að ssvara fyrir ssjálfan sig ef hann vill. Hann þarf enga "sveitunga" til að hjálpa sér. Það er mesta niðurlæginginn.

Þessi 16% Breta sem vilja út er bara kjaftæði. Einhver pöntuð Gallup-könnun.

Má ég hafa þá skoðun með stuðningi úr Stjórnarskrá Íslands að þeir sem vilja inn í ESB séu Landráðamenn? Er "ég sjálfum mér verstur" fyrir að vilja fylgja henni?

Ég bý í Svíþjóð og er búin að vera þar síðan 1988 með dvöl á Íslandi í 2 ár. ESB er bara snobbklúbbur ríkra manna og þeirra sem vilja vera í pólitík og þvaðra. Þeir bjuggu til stjórnarskrá sem kolféll enda var hún svo arfavitlas að það tekur engu tali.

Berjist heldur fyrir því að Íslenska Stjórnarskráin verð sett í samband aftur. Og ég er ekkert að fara að breyta því hvering ég tjái mig þegar það á við. Er jafnvígur á að umgangast aðalsmenn í Armani og róna út á götu. Þeir tala sitthvora mállýskuna og ég kann þær báðar og fleiri ef því er að skipta.

Andskoti eru íslendingar orðnir snobbaðir. Sem betur fer skuldar Ísland svo mikið að aðild að ESB er útilokuð. Vona að þessar skuldir hverfi ekki fyrr enn vit og viska er orðin almenn upp á nýtt á klakanum. Svo segir Gunnlaugur: Að hugsa sér að það eina sem að Íslendingar hafa séð ástæðu til að mótmæla var reglugerð um hvíldartíma atvinnubílstjóra. Honum finnst allt í lagi að bera á borð lygasögur. Er ekki verið að mótmæla öllu mögulegu? Ég veit ekki betur!

Ég endurtek Gunnlaugur! Það er eitthvað meira enn lítið að þér. Og ekki orð um það meir eins og þú segir sjálfur!

Sveinn! Norðmenn eru að reyna að hjálpa okkur og ef Ísland fer í ESB, er Norðurlandaráð ónýtt. ESB hefur haft mikið fyrir því að eyðileggja það. Ísland er mikilvægt fyrir Norðmenn og við ættum að fara í bandalag við þá enn ekki auka á spillinguna með því að fara í ESB. Göran Person og Carl Bild, voru mennirnir sem lugu Svía inn í þetta ESB. Svíar borga hæstu aðildargjöldin af því að þeir eru ríkir, og ESB plokkar þá eins og hænsni sem á að fara að matreiða. Sama á við Ísland.

Eignir Íslands verða metnar, og svo verða aðildargjöldin ákveðin eftir því. Ekki yrði ég hissa þó við mundum slá Svíana út í verðmætum pr. haus.

Íslendingingar eru yfirhöfuð eins og skólakrakkar í upplýsingum um ESB.

Gunnlaugur! Ef þú átt erfitt með málfar mitt, lokaðu þá bara á mig. Ekkert mál og "no hard feelings ;)"

Óskar Arnórsson, 13.1.2009 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband