Í vikulokin

Sagt er að þeir séu með mestan siðferðisþroska sem hugsa út frá velferð jarðar og mannkyns. Síðan sorterist menn niður á smækkandi einingar í sinni hagsmunagæslu. Trúarbrögð, þjóðir, sveitir, fótboltaklúbbar, ætt, fjölskylda. Þeir sem að eru sjálflægir og að nokkru frumstæðir, hugsa um að hlaða sem mestu undir sína hagsmuni og sitt fólk. Græðgisvæðingin innleiddi slíka einstaklingshyggju og sjálfselsku hér á landi. Hver næstur sjálfum sér.

Heimsbyggðin bindur miklar vonir við nýjan forseta Bandaríkjanna. Hann er maður sem að stendur ofar kynþáttahyggju og uppfyllir væntingar okkar um að til séu stjórnmálamenn sem að munu taka á hinu stóra samhengi. Endurskoðun á lífstíl mannsins sem er í takt við auðlindir heimsins, jöfnuð og velsæld. Þar er grundvallarbreyting frá framgöngu fyrrverandi forseta, sem virtist einkum vera í því að afla sér óvina á alþjóðavettvangi og var vanhæfur til að taka heildstætt á innanlandsvanda.

Á Íslandi ríkir nú glundroði og ráðleysi. Mikilvægt er að koma þeim öflum frá landstjórninni sem alið hafa af sér sérgæsku og spillingu í stjórnsýslu og fjármálalífi. Mótmælendur hafa þá trú að einhver vatnaskil verði ef að þessari ríkisstjórn verður komið frá völdum. Heilbrigt lýðræði byggir þó ekki á því að velta einhverjum úr sessi. Í þeim skilningi eiga "mótmælin" aldrei að hætta. Flokksræði og fulltrúalýðræði hafa reynst gölluð form, sem uppfylla ekki væntingar einstaklinga um að vera gerendur í eigin tilvist.

Hin íslenska þjóðarsál þarf samhug og sátt með einhverjum hætti. Hagsmunirnir eru stærri en svo að lausnin felist í því að kjósa nýja stjórnmálamenn til Alþingis. Margar góðar hugmyndir hafa komið fram um breytingar á okkar lýðræði. Ef mótmæli almennings gefa af sér heilbrigðari stjórnsýslu og traustari innviði, þá verður litið til þeirra sem merkilegra og árangursríkra aðgerða sem hafi haft jákvæð áhrif á þróun samfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Virkilega góð pæling hjá þér Gunnlaugur. Þetta með siðferðisþroska og einstaklingshyggju sem afleiðingu græðgisvæðingarinnar eru sannarlega orð í tíma töluð.

Takk fyrir þetta.

hilmar jónsson, 23.1.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Anna Guðný

Alltaf jafnfróðlegt að lesa skrifið þín. Takk fyrir það

Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 17:02

3 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Vitur, vindlareikjandi, sköllóttur og feitur kall sagði eitt sinn:

"It has been said that democracy is the worst form of government except all the others that have been tried".  
- Winston Churchill -

Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband