Okkar beina Eurovision lýðræði

Undankeppni Eurovision er eini milliliðalausi farvegur lýðræðis sem alþýðunni er boðið upp á. Þjóðin er beðin um að kjósa milli fjögurra lítt spennandi laga, sem að eiga svo að fara í úrslit og þar verður þjóðinni aftur boðið upp á að kjósa sitt framlag. Þetta mikla valfrelsi og kosningagleði um eitt skollans lag verður nokkuð afkáralegt í framhaldi af hinni miklu kröfu um að valdið verði fært til fólks og þjóðar. Þetta er álíka taktlaust og að við upphaf þings eftir allt og allt sem brann á landsmönnum væri dekurmál stuttbuxnadeildar íhaldsins um heimild til sölu áfengis í matvörubúðum eitt fyrsta mál á dagskrá.

Gætum við ekki bara fengið einhverja poppfræðinga til að velja lagið sem að fer út og við notum þetta fullkomna kosningakerfi til að kjósa nýja menn í hinar ýmsu stöður þar sem þarf að skipta út fólki? Mínir fulltrúar í forkeppni væru Þorvaldur Gylfason í Seðlabankann og Vilhjálmur Bjarnason í Fjármálaeftirlitið. En Spaugstofan var alveg stórkostleg og á mikið hrós skilið fyrir sérlega skemmtilegan þátt. Eva María er best í einlægum viðtalsþáttum, sjarmerandi og manneskjuleg, en ómöguleg sem útvarpsþulur. Ragnhildur Steinunn hefði dugað ein sem fínn töffari fyrir Eurovisionþátt. Það er alltof mikið að hafa þær tvær þarna að leika hressar dúkkulísur. Svo er þetta líka óþarflega mikið áreiti að þurfa að horfa á alla þessa fótleggi ! (sjá fyrri færslu mína um skylt efni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Halló, Gunnlaugur. Ertu að missa trúna á ESB eða viltu kannski afnema þennan "milliliðalausa farveg" alþýðunnar svo hún gleymi endanlega að einhvern tíma í fyrndinni átti fólk val? Ég er sammála, það getur komið skriffinnunum óþægileg í koll að viðhalda slíkum minningum. 

Felst nýja "lýðræðið" í að handpikka embættismenn í stöðurnar? Skemmtilega gegnsætt að sjálfsögðu. 

Ragnhildur Kolka, 24.1.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nei, Ragnhildur vera með, nefndu þína kandídata og svo notum við þetta fullkomna innhringikerfi til að velja fulltrúa í Seðlabanka og Fjármálaeftirlit. Koma svo!

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.1.2009 kl. 23:18

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvað hefur Seðlabankinn að gera með þetta mál?

Af hverju standa Íslendingar ekki fyrir framan aðals stöðvar Evrópusambandsins í Brussel og einnig við ten Downing Street í Lundúnum og mótmæla?

Eru menn hræddir eða blindir, eða hvorutveggja?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 24.1.2009 kl. 23:43

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Svona, svona Gunnar ekki kenna áfenginu um dólgslæti dreykkjuhrútana. Við höfum sömu löggjöf og aðrar þjóðir í sambandi við EES og erlendir sérfræðingar segja að vandamálið snúist um að "enforce the law" en þá voru bara allir Sjallar svo ánægðir með Björgólfsfeðaga sem hina góðu kapítalista sem við þurfum svo að borga fyrir næstu áratugina.

Prentaðu út þessa ef þú veist ekki um samhengið -

En varðandi símakosninguna í Seðló þar stingur þú væntanlega upp á Davíð áfram? Viltu einverja nýja vendi í FME eða á að kanna flokksskírteini fyrst?

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.1.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Smjerjarmur

Gunnlaugur, mér skilst að það sé dóms- og/eða ákæruvaldið sem þú ert að sakast við.  Af hverju öll þessi gagnrýni á framkvæmdavaldið og Seðlabankann?

Smjerjarmur, 25.1.2009 kl. 00:25

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er óþarfi að vitna hér í erlenda sér-búfræðinga Gunnlaugur, eða að vitna í Brussel eða að skýla sér í skugga Brussel (eins og allir stjórnmálamenn í ESB gera alltaf þegar þeir verða uppvísir að framsæknu og krónísku getuleysi). Það er nóg að vitna í formann Samfylkingarinnar: hún sagði að skilaboðin frá Evrópusambandinu hefðu verið "skýr" og hún þvingaði þau svo eftirfarandi uppá alla Íslendinga.

Þetta þarf Ísland að borga fyrir núna. Bankamálaráðherra Samfylkingarinnar stóð svo og horfði á með aðdáun. Þetta er náttúrlega nátengt því að Samfylkingin hyggðist þvinga Sjálfstæðisflokkinn að ESB-brunninum svo hún mætti nú sjanghæja Íslandi inn í hið framskriðna verðandi fátæktarbandalag Evrópu, ESB, á meðan óttinn brennur undir þjóðinni. Þessvegna liggur Samfylkingunni svona mikið á. Róa á meðan óttinn ríkir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.1.2009 kl. 10:37

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Áttu nokkuð hlut í símafyrirtæki, Gunnlaugur? Ef þjóðin á að velja alla embættismenn með símakosningu, þá verður ekki fundinn arðvænlegri bisniss á Íslandi.

Svo má náttúrlega stytta skipunartíma þeirra þegar fram líða stundir.

Ragnhildur Kolka, 25.1.2009 kl. 11:36

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Við erum að tala um sitthvorn hlutinn áð ég held Gunnar. Ég er að tala um möguleikann til að setja girðingar þannig að bankarnir yrðu ekki tífalt stærri en ríkisfjárlögin í umhverfi með ónothæfa mynt. Þar voru möguleikar á reglum og lögum sem Ísland "didn´t enforce" því góðærið og græðgin voru svo skemmtileg eins og þú sérð á myndinni fyrir ofan.

Þú ert hinsvegar að tala um að það sé ósanngjarnt að ESB standi saman um að hinir íslensku drykkjuhrútar axli þá ábyrgð sem að þeir höfðu skrifað upp á með alþjóðlegum skuldbindingum. Ég trúi því ekki að í fyrsta lagi að þú sjáir ekki neitt athugavert við framgöngu Björgólfsfeðga, í öðru lagi að þeim hafi verið gefið jafn rýmilegt svigrúm og raun var og í þriðja lagi að áhættusækni þeirra sé síðan færð til borgunar á almenning á Íslandi. Þú ert sennilega bæði "hræddur og blindur" á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokknum verður vikið frá völdum í næstu kosningum. Þú ert sennilega líka blindur á að það er gífurleg óánægja meðal flestra flokksmanna með framgöngu Sjálfstæðisflokksins. Þú ert sennilega blindur á að óráðsía og græðgi sjálftökuflokksins mun glutra stærstum hluta fiskveiðiheimildana til erlendra lánadrottna. Þar þarf ekki vont Evrópusamband.

Já, Ragnhildur auðvitað fylgir því endalaust vesen að vera að praktisera lýðræði. En þú styður Davíð að eilífu sem ykkar sólguð, sama á hverju gengur? Þú ert kjörin til að fara og hugga hann á morgun. Það hlítur að vera ömurlegt að festast í flokki sem hefur svo ofvaxna sjálfsmynd að það er ekki hægt að gera mistök, viðurkenna það og sýna auðmýkt gagnvart umbjóðendum sínum, fólkinu í landinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 25.1.2009 kl. 22:00

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Gunnlaugur og takk fyrir skeytið

Sá stjórnmálaflokkur sem hefur eins miklar og stórar væntingar til stofnunar eins og Seðlabanka Íslands og peningastefnunnar eins og Samfylkingin hefur til Seðlabankans er að mínu mati óhæfur til að sitja í sjálfri ríkisstjórn landsins.

Allar breytingar á högum og innviðum Seðlabankans eru dæmdar til þess að valda gráti og vonbrigðum hjá Samfylkingunni og öllum landmönnum einnig því það er ekki hægt að lifa upp til svona óraunhæfra og barnalegra væntinga.

Þetta er því klúður og endaleysa frá upphafi til enda hjá Samfylkingunni, eða skrípaleikur. Samfylkingunni væri nú og sennilega í fyrsta skipti á stuttri æfi sinni hollt að huga að því hvað sjálfu Íslandi er fyrir bestu og ekki eingöngu hvað Samfylkingunni þóknast sem undirgrafandi pólitískt afl. Að koma með svona barnalegar kröfur í miðju IMF prógrammi er stórhættulegt fyrir landið og nálgast landráð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.1.2009 kl. 10:31

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Erfiðast fyrir Sjálfstæðismenn er að gera mistök og taka þátt í nauðsynlegu hreinsunarstarfi. Þessi kjánalegi rembingur má ekki verða það dýrkeyptur að við látum flest fyrirtæki og heimili fara í þrot.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband