Spegill forsetans

Það er frábært hjá forsetanum að miðla óskum fólksins í landinu til forystumanna flokka og styðja með öllum ráðum þá viðleitni að byltingin leiði til þess að við endurskipuleggjum grunnþætti lýðræðisins þannig að þræðir valdastofnana liggi að og frá grasrótinni.

Réttast væri að mynda utanþingstjórn eða þjóðstjórn án forsætisráðherra, en forsetinn stígi fram sem verkstjóri slíkrar stjórnar sem hefði tvö hlutverk. Að skilgreina neyðaraðgerðir í efnahagsmálum og endurskoðun stjórnarskrárinnar.


mbl.is Stórkostlegur misskilningur forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Heyrðu Gulli. Góð hugmynd um utanþingstjórn undir verkstjórn forsetans. En einungis í 30-45 daga. Svo kosið. Flokkarnir þurfa ekkert að fara í framboðsleiðangra. Þeim nægir að koma saman listum og svo bara kjósa.

Þórbergur Torfason, 26.1.2009 kl. 21:57

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er skondið að sjá hvað hvað íhaldið pirrast á því að forsetinn hafi skoðanir. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.1.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Finnst fólki ekkert athugavert við að yfirklappstjóri útrásarvíkinganna leggi línurnar um hvað stjórnmálaflokkunum beri að gera? Þegar ég var í lagadeildinni lærði ég ekkert um þetta hlutverk forsetans. Ég tel að forsetinn hafi farið langt út fyrir verksvið sitt í gær. Enginn efast um að hann hefur vald til fela einhverjum núverandi þingmönnum stjórnarmyndun. En það er alls ekki viðeigandi að hann byrji á að segja þeim fyrir verkum. Vonandi tekst að mynda starfhæfa ríkisstjórn en það á að kjósa eins fljótt og hægt er.

Sigurður Sveinsson, 27.1.2009 kl. 06:28

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það fjölgar stöðugt í Framsóknarflokknum.Sumir koma til baka eins og forsetinn.Aðrir eru nýir. Allir jafngóðir.

Sigurgeir Jónsson, 27.1.2009 kl. 10:56

5 identicon

Gunnlaugur, þetta er ekkert annað en valdarán með fulltyngi forsetans.  Ertu svona siðblindur að þá sjáir ekki að forsetinn var einn af persónum og leikendum í útrásarsukkinu? 

Forsetinn var ekki að fara að vilja fólksins í landinu, heldur fámennrar vinstrisinnaðar öfgaklíku og annarkista.

Nú hlýtur það að vera krafa almennings að forsetinn víki.  Annað er ekki sanngjarnt þegar hausar er farnir að fjúka.  Nema "þjóðin" sé svona ánægt með hann.  Verði því þá að góðu.   

Það er vona að vinstraliðið er kátt núna, en það mun ekki vara lengi.  Vælið í þessu liði mun byrja aftur og nýir valdhafar verða kosnir lögmætri kosningu. 

Ætlið þið annars ekkert að mótmæla forsetanum fyrir þátttöku hans í útrásarorgíunni?  Hvað með þá kröfu að auðmenn verði látnir sæta ábyrgð á falli landsins?  Ekkert heyrist frá mótmælendum varðandi þetta.

P.s  Þeir sem voru með grímur í mótmælunum gerðu það vegna þessa að þeir voru svo ljótir.

Það er mótmælendur geti með ofbeldi knúið fram breytingar er ekkert annað en tilræði við lýðræðið.  Þeir sem fá völd með ofbeldi, munu ætið stjórna með ofbeldi.

Mótmælendaliði er ánægt núna.  En þetta skal verða þeim dýrkeypt!

Leifur H. Gissurarson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband