Skynvilla og hrun

 Vængbrotni fálkinn

Stærsta meinsemd Sjálfstæðisflokks er að geta aldrei sýnt auðmýkt og vilja til að hlusta á fólk. Að láta allt sitt starf ganga út á að upphefja mikilfengleika flokksins. Þessir eiginleikar eru helstu ástæður lítillar lýðræðishefðar í landinu. Nú er að ljúka 18 ára setu flokksins og ekki er farið frá björgulegu búi.

Flokkurinn sem ætíð var sagður kjölfestan í efnahagsmálum skilur eftir sig hrun. Hin blinda flokkshollusta gat ekki tekið á smákóngaveldinu og spillingunni sem fann hentug vaxtarskilyrði undir væng íhaldsins. Ráðuneytisstjórar, sýslumenn, dómarar, forstöðumenn stofnana og fleiri hafa iðulega fengið embættin út á flokksskírteinin.

Rakst á nokkra gullmola við lestur Fréttablaðsins áðan;

"Flokkurinn er búinn að vera við völd í átján ár og Ísland er hrunið". Gunnar Helgi Kristinsson

"Ég minnist þess ekki að skynvillan sem Sjálfstæðismenn kalla pólitík hafi nokkurn tímann verið dregin eins skýrum dráttum". Davíð Þór Jónsson

"Aldrei aftur eins flokks land". Hallgrímur Helgason


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Afstaða ykkar stjórnast af hatri. Það kemur manni aldrei fram  á veg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Vinnur við...ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu."

Jæja.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2009 kl. 16:22

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heimir þetta mun allt blómstra þegar búið er að hreinsa burt illgresi og spillingarsprota hér og þar.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 31.1.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kreppukall, ég er að vitna til höfundarlýsingar Gunnlaugs B. Ólafssonar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2009 kl. 17:44

5 Smámynd: Ólafur Björnsson

Kæri vin, þetta er nú allt flóknara en þetta. Ef flokkurinn hustaði aldrei á neinn hefði hann ekki fengið það fylgi sem hann hefur haft sl. 70 ár. Sjálfst.fl hefur verið með um 1/3 af fylgi þjóðarinnar á þessum tíma, og ætíð verið í samsteypustjórnum. Árangur ríkisstjórna síðustu tæplega 18 ára hefur í heildina verið mjög góður og skilað okkur í hóp ríkustu þjóða heims, á þessum tíma hefur flokkurinn verið tæp 6 ár með krötum en 12 ár með framsókn.

Bankahrunið sl. haust, sem sett hefur okkur sem þjóð í gífurlegan skuldaklafa, og fært lífskjör okkar aftur um mörg ár, er mjög mörgum að kenna. Ábyrgðin liggur þó fyrst og fremt hjá eig. og stjórnendum bankanna, en einnig í göllum á alþjóðlegu viðskiptakerfi heimsins. Við höfum frá inngöngu í EES starfað í alþjóðlegu umhverfi hvað fjármálafyrirtæki varðar og orðið að hlýta leikreglum þar. Þetta umhverfi hefur líka fært ríkinu gríðarlegar tekjur, en skattar fjármálafyrirtækja og starfsmanna þeirra síðustu ár hefur numið svimandi upphæðum. Eflaust hefur þetta góðæri byrgt mörgum sýn. Nú þegar heimskreppa á þessu sviði er staðreynd er ljóst að leikreglur þessar verða endurskoðaðarar á heimsvísu m.a. með það að markmiði að gerfiverðmæti og veðmálastarfsemi ýmisskonar á þessu sviði (skortsala) eyðileggi ekki heilbrygða fjármála og bankastarfsemi.

Ég tel að slíkt neyðarástand hafi skapast í haust að rétt hefði verið að koma á þjóðstjórn. Þar hefðu fulltrúar allra flokka átt að eiga fulltrúa sem og samtök atvinnulífsins. Þar hafði DO rétt fyrir sér, sem svo oft áður, t.d. með framlagningu  fjölmiðlalaganna, sem því miður var stöðvuð af útrásarvíkingunum, með stuðningi forsetans. Þarna var allt komið á hvolf, fulltrúi frjálshyggjunnar að koma böndum á fjármagnseigendur, en forsetinn að verja ný-frjálshyggjuna! Hver varði þar hagsmuni almennings?

Ólafur Björnsson, 31.1.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemd Óli. Þetta má sennilega rekja í mismunandi afstöðu í uppeldi. Þú hefur verið alin upp við að Sjálfstæðisflokkur væri nothæfur til góðra verka, en ég ólst upp við að hann væri það sem bæri helst að verast. Þó var mitt æskuheimili Framsóknar í austrinu. Þeir litu samt á sig sem félagshyggjuafl sem var andstaða við kaupmannaeðlið í Sjálfstæðisflokki.

En allavega fer ég ekki ofan af því að þeir mega alveg fá hvíldina í það minnsta 18 ár.

                   Með kærri kveðju,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 1.2.2009 kl. 21:06

7 Smámynd: Ólafur Björnsson

Jú, það er mikið rétt að öllum er hollt að taka sér frí öðru hvoru og pústa. Hitt er annað að við höfum skipt um valdhafa hér á 4 ára fresti minnst, og er það gott. Aldrei hefur algerlega óbreytt ríkisstjórn haldið áfram, þ.e. einhverjum ráðherrum hefur verið skipt út, og oft um flokka. Þetta er í samræmi við það sem víða tíðkast á vesturlöndum að sama fólkið situr ekki of lengi, og má það ekki sbr. forseti Bandaríkjanna má bara vera 8 ár.

Það sem er óvenjulegt nú hér á landi er að Sjálfstæðismönnum er bolað frá á miðju kjörtímabili, þrátt fyrir að þeir hafi fengið góða kosningu fyrir 1 1/2 ári, og þrátt fyrir að vera í stórum meirihluta. Samfylkingunni tekst hinsvegar að halda völdum áfram þrátt fyrir að hafa verið harkalega gagnrýnd af almenningi, og þrátt fyrir mikið fylgishrun, miðað við skoðanakannanir. Að sjálfsögðu bera Sjálfst.menn mikla ábyrgð á hruninu, en gera Framsóknarmenn og Samfylking það ekki líka?

Ólafur Björnsson, 1.2.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband