Oye Como Va Helgarlagið

Tito Puente samdi lagið Oye Como Va en hann flytur það hér ásamt hljómsveit sinni. Lagið er þó einkum þekkt í flutningi gítarsnilklingsins Carlos Santana. Tito Puente fæddist í Harlem 1923, sonur suður-amerískra hjóna frá Púertó Ríka. Það varð hlutverk hans í lífinu sem lagahöfundar, hljómsveitarstjóra og skapandi listamanns að útbreiða áhuga á suðrænnri tónlist. Hjá honum mætast ólíkir straumar, hann sló fyrst í gegn með mambó tónlist og Kúbanskri danssveiflu, en gerist síðan útsetjari fyrir stórsveitir og blandar danssveiflunni inn í spuna. Rekja má til Puente eitthvað sem kallast gæti suður-amerískur jazz (latin jazz).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Flott lag, flottur texti. Takk fyrir þetta.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 21.2.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég hef gaman af að kynna mér suður-ameríska tónlist og dansafbrigði. Það er oft svo mikil sólarorka í þessum lögum. Í fyrravetur setti ég vikulega inn plöntumyndir og umfjöllun undir heitinu "Blóm vikunnar", en nú í vetur hef ég verið að setja inn næstum í hverri viku "Helgarlagið" með stuttri umfjöllun. Þetta gefur mér krydd í tilveruna og gaman að geta deilt því með öðrum. Takk sömuleiðis.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.2.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband