Jón Baldvin í öruggt sæti

Fyrir fimm dögum setti ég inn færslu þar sem að ég varaði við því að Jóhanna og Ingibjörg færu tvær að hanna einhverja atburðarás. Annaðhvort treysti Ingibjörg sér að gegna starfinu eða ekki. Ef svarið yrði neitandi að þá yrði að opna á lýðræðislegt uppgjör með formannskjöri. Síðan gekk þetta eftir og þá var ég enn nokkuð efins um þetta fyrirkomulag forsætisráðherraefni og formaður væri það besta og nægjanlega hreint yfir þeirri ráðstöfun.

Útspil Dags að gefa kost á sér í varaformannsstöðuna bætir verulega úr áhyggjum mínum varðandi skort á uppstokkun í forustunni. Athuga ber að veikindi Ingibjargar og kosningar bar bæði brátt að og held ég að skipan forustumála verði til mikils sóma og tekur tillit til veikinda formannsins. Eftir stendur að Jón Baldvin þarf að draga formannsframboð sitt til baka svo að honum verði ekki hegnt fyrir með litlu fylgi í prófkjörsframboði í Reykjavík. Þar á hann skilið að vera í öruggu sæti. Hann ásamt öðrum tryggir að Samfylkingin sé farvegur hugmyndalegs uppgjörs og heilbrigðasti vettvangur lýðræðis.

Ótrúlegt að lesa sum skrif sem að dæma hann úr leik vegna aldurs. Hann er einn öflugasti ræðumaður landsins og flottur penni. Hann hefur viljann og heilsuna. Líkt og því er hampað að jafnræði eigi að ríkja milli kynja að þá held ég að ef að breidd í aldri skiptir einhverju máli þá geti það ekki verið nema til góðs. Ef til vill ættum við að innleiða fléttulista að í sæti væri raðað þannig að sitt á hvað væru einstaklingar undir eða yfir fimmtugu. Er það nokkuð vitlausara heldur en að raðað sé sitt á hvað eftir kyni?


mbl.is 20 bjóða sig fram fyrir Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nýtt blóð.. það er það sem við viljum.. nýtt blóð og JBH og ISG eru ekki akkurat það sem við viljum er það ?

Menn eins og þig vil ég sjá í forystu flokksins.. ekki einhverja gamla úldna flokksræfla sem hanga á völdunum eins og hýena á hræi.. 

Óskar Þorkelsson, 2.3.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnlaugur.

Jón Baldvin hefur síst af öllu erindi í íslensk stjórnmál nú, sökum þess að sá hinn sami ber sömu ábyrgð og hann vill heimta af Ingibjörgu sem embættismaður , sendiherra Sjálfstæðis og Framsóknarflokks í útrásinni hinni dásamlegu.

Hann er á pólítiskum villigötum með sínum hamagangi sem hvíti riddarinn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.3.2009 kl. 00:39

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Endurnýjun má ekki bara felast í því að fá nýtt ungt fólk á lista. Reynsla, þekking, þroski hljóta að skipta máli. Hann rekst ekki vel í hópi, sprettur fram sem óvæntur galdrakarl, eilífðarunglingur með blik í auga.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.3.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Jón Baldvin er flottur og mikilvæg lexia öllum sem vilja afskrifa fólk - Jóhanna er samt flottust og Ingibjörg auðvitað hetja en þarf að finn lausn á því að teljast axla ábyrgð.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.3.2009 kl. 03:22

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er kannski ekki "in" að vera hjátrúarfullur, en mikið finnst mér ósniðugt að tilkynna fyrirfram að einhver sé forsætisráðherraefni hins eða þessa stjórnmálaflokksins. Síðast þegar slíku var haldið á lofti varð niðurstaðan sú að téður kandídat náði ekki inn á þing.

Ætti Jóhanna Sigurðardóttir ekki einfaldlega að bjóða sig fram til áframhaldandi þjónustu við íslensku þjóðina? Hún hefur mikinn meðbyr og snúi hún sér þannig í kosningabaráttunni að ekki rigni upp í nefið á henni, þá gæti hún náð miklu betri árangri en ég gæti afborið

Flosi Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 10:26

6 Smámynd: Gerður Pálma

Af hverju er verid ad persónugera kosningar? Nú er ad spara,  mun ódýrara ad kjósa bara á milli flokka.

Ekki má persónugera verkin sem afgreidd eru, enginn ber ábyrgd, enginn ber á bord lausnir, enginn verndar thjódina. 

Personugerum ekki heldur fórnardýr graedginnar tha er svo mun audveldara ad líta framhjá orvaentingunni.

Hver er sinnar gaefu smidur, kjósum bara áfram personulausa fyrirlida og forystufólk, thjódin er ekki til í theirra vitund.

Thjód sem ekki er til finnur heldur ekki til, lausnir aframhaldandi klíkustjórna mun vera ad halda áfram somu vinnubrogdum og vidgengist hefur til thessa. 

Gerður Pálma, 2.3.2009 kl. 15:26

7 Smámynd: Gerður Pálma

Til vidbótar ofangreindu, ég tel ad Jón Baldvin sé einna skarpastur allra theirra sem hafa kvedid sér ords um hin ýmsu thjódmál. Hann hefur áratuga reynslu og hefur mjog djúpan skilning á verdmaetum og taekifaerum Íslands. 

Nýtt fólk, yngra fólk er ekki í sjálfu sér lausn neinna mála. Aldur er ekki vidmid, heldur personuleiki, skilningur og heidarleiki og ekki síst aettjardarást  sem verdur ad vera driffjodur framtídar Íslands.

Ég tel ad Jón Baldvin búi yfir theim krafti og skilningi á thjódmálum sem til tharf til thess ad drífa okkur upp úr thessari gryfju sem vid sitjum nú í. En ég vil geta kosid hann í persónukosningum asamt odru fólki sem ég tel ábyrgt og framsýnt til thess ad ýta fleytinu af stad í rétta átt. 

Gerður Pálma, 2.3.2009 kl. 15:41

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er nú svo nastí að ég ætla bara að sleppa því að skrifa það sem ég hugsaði....

Eigðu góðan dag Gulli minn! 

Hrönn Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 17:37

9 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Vopndauðar kempur enda allar í Valhöll (he he) 

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 2.3.2009 kl. 18:31

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guðmundur Ólafsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að Jón Baldvin væri sjötugur unglingur. Ég hef þekkt hann frá því í barnaskóla og menntaskóla og hann hefur aldrei verið ferskari, snarpari og snjallari en nú.

Hann á sama erindi á þing og til áhrifa og Adenauer, Churchill og Reagan á sínum tíma.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 19:27

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Dagur B. kemst í formannsstólinn án kosningar.

Köld eru kvennaráð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2009 kl. 20:27

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Var að koma úr Kópavoginum af Samfó prófkjörsfundi. Áttaði mig á því á spjalli við fólk eftir fund að það er ekki pólitískt kórrétt að finnast Jón Baldvin hafa styrkleika sem að séu verðugir fyrir flokksstarf, þó hann sé ekki formannsefni. Ef til vill skynjar Jón þetta andrúmsloft og biður um beint umboð frá kjósendum með persónukjöri.

Gunnlaugur B Ólafsson, 2.3.2009 kl. 23:15

13 Smámynd: Þórbergur Torfason

Endurnýjun er birtingarmynd á ýmsa vegu. Með innkomu JBH er ALþýðuflokkurinn að ganga í endurnýjun lífdaga. Flóknara er það nú ekki.

Þórbergur Torfason, 2.3.2009 kl. 23:38

14 identicon

Gæti ekki verið þér meira sammála Gunnlaugur. Það er ekki lausnin að hrúga bara einhverjum andlitum á þing bara út af því að þau eru slétt og hafa ekki sést í sjónvarpinu áður. Betur má ef duga skal og hver gæti þótt meira tilvalinn í það hlutverk að kenna ungum stjórnmálamönnum til verka heldur en einmitt meistari á borð við Jón Baldvin. 

Sigfús Örn Einarsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 00:03

15 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Ég á kannski ekki að vera að skipta mér af prófkjörum annara flokka en ég get samt ekki gert að því að mér finnst JB helv. flottur, eins og gott vín batnar með aldrinum, fluggreindur og skemmtilegur. Ég er að vísu ekki sammála honum varðandi ESB en hann á að njóta sannmælis.

Sigurður Þórðarson, 3.3.2009 kl. 10:17

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ómar, Reagan?  Reagan var fæddur töffari á yngri árum og var hæst launaðasti leikari í sígarettuauglýsingum fyrir vikið. Ronni hélt áfram að vera töffari eftir að hann fór í pólitík gat átt snjöll og töffaraleg tilsvör en lét skirfa frir sig ræður og greinar.  (Sumir hefðu betur gert það líka) Hann var byrjaður að veikjast þegar hann lét af störfum en dó síðan úr hrörnunarsjúkdóm.  Fátt líkt með honum og JBH.

Sigurður Þórðarson, 3.3.2009 kl. 13:53

17 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Góðar pælingar félagi.  Ég er algerlega sammála þér varðandi gildi reynslunnar.  Það er ferskleiki hugans og þroskahæfni einstaklinganna sem gildir, ekki að skipta út fólki einungis fyrir sakir tilbreytingar.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.3.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband