Ráðherraræði, flokksræði, þingræði

Nú reynir á að ríkisstjórn, flokkar og þingmenn bretti upp ermarnar fram að þinglokum. Krafan í landinu er að þingmenn fylgi sannfæringu sinni og nýjum tímum fylgi aukin lýðræðisvitund. Hluti þess er að efla sjálfstæði þingsins og að sjá markvissan árangur af störfum þess. 

Framsóknarflokkurinn kemur fram þessa dagana eins og sá aðili sem hefur alla þræði í hendi sér. Þeirra hlutur og loforð gengur eingöngu út á að verja stjórnina vantrausti. Við erum óvön þeim vinnubrögðum sem ríkja þurfa þegar minnihlutastjórn er við völd. Þar getum við lært af norrænum frændum okkar. 

Ríkisstjórnin á ekkert frekar að leita til þingmanna Framsóknarflokks heldur en annarra þingmanna til að tryggja meirihluta fyrir góðum málum. Þingmenn eiga að geta lagt til mál sem að fá stuðning ríkisstjórnar. Þingið má ekki vera afgreiðslustofnun fyrir lög úr ráðuneytum, sem að hafa fengið blessun í flokkum þar sem formenn lofa hlýðni sinna þingmanna


mbl.is „Þetta var góður fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnlaugur. Að allt öðru en þú bloggar um, þessari mynd hér að ofan. Ég þykist vita hvar hún er tekinn og mikið hefði nú vinur minn á Stafafelli, Sigurður heitinn verið stoltur af svona brú á réttum stað. Bara ein spurning: Þurfti svona brú að fara í umhverfismat og hvenær var hún byggð ?

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Brúin hér að ofan var vígð 16. júní 2004 af viðstöddum Surlu Böðvarssyni samgönguráðherra, Rögnvaldi Jónnsyni vegamálastjóra o.fl. Þegar kom að framkvæmdum var kannað innan Vegagerðarinnar hvort hún þyrfti að fara í mat á umhverfisáhrifum og niðurstaðan var að þess væri ekki þörf.

Já, Sigurður afi hefði verið stoltur af þessari brú og líka ánægður með að helsti stuðningsaðili þess að málið næðist í gegn var frændi hans Hjörleifur Guttormsson þá alþingismaður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 3.3.2009 kl. 22:55

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Tek undir með Steingrími J. Það er engin ástæða að elta uppi vansvefta Framsóknargemlinga ef aðrir betur vakandi finnast í þinginu til að koma góðum málum í gegn. Mér skilst að allir hafi lofað þess háttar stuðningi.

Þórbergur Torfason, 3.3.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég tók eftir að Þorgerður Katrín var að undirstrika þann ásetning í fréttunum. Að styðja við góð mál. Svo er búin að myndast meirihluti í kringum mál sem Siv Friðleifsdóttir er með um að framlengja svonefnt íslenska ákvæði Kyoto samningsins. Framsókn, Sjallar og Frjálsir styðja það. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að taka því vel ef menn bera virðingu fyrir þingræðinu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 4.3.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband