Ekki hanna atburðarás!

Finnst að þetta eigi ekki að verða með þessum hætti. Össur hefur ekkert meira um það að segja en hver annar í flokknum, hver á að vera næsti formaður Samfylkingarinnar. Össur kom Ingibjörgu Sólrúnu í vandræði á sínum tíma með fljótfærnislegum yfirlýsingum um þátttöku hennar í starfi Samfylkingarinnar. Það varð til þess að hún þurfti að gefa eftir borgarstjórastólinn. Síðan vildi hann nýta vinsældir hennar með því að tilnefna hana sem forsætisráðherraefni, en kannaðist svo ekkert við forustuhlutverk hennar í yfirlýsingum daginn eftir. Fór svo í framboð gegn konunni sem hann hafði áður lýst sem hinum útvalda foringja.

Þó að ég hafi nýlega í mótmælum á Austurvelli gengið fram undir spjaldi sem á var ritað "Áfram Jóhanna", þá vil ég nú sjá algjöra endurnýjun og ferskleika í forustunni. Veit vel að Dagur B. Eggertsson hefur fengið mikla hvatningu í að gefa kost á sér til formanns. Það liggur fyrir að Jóhanna segist ekki ætla að gefa kost á sér í það embætti. Sú ákvörðun er skiljanleg. Höfum hreinar línur. Það leggst illa í mig að það séu örfáir einstaklingar að hanna einhverja atburðarás. Sporin hræða varðandi hugsanlegt hlutverk Össurar Skarphéðinssonar í þeim hrókeringum. Engin þörf er á að einhver taki að sér að vera yfirsiðameistari flokksins. 

Dagur taktu slaginn og skelltu þér til sunds. Lýstu yfir framboði áður en vatnið verður gruggugt.


mbl.is Össur biðlar til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo kannast hann ekki við forystukreppu? Maðurinn er hlægilegur á köflum. Dauðlangar sjálfum í formanninn. En panikin hlýtur að snúast um að Jón Baldvin komi ekki inn. En hann stjórnar samt atburðarrásinni. Það er hönnunin sem þú ert að tala um. Hinir spilar ráðvilltir með. Ótrúlegt. En sammála þér með Dag B. Skil ekki hvað dvelur þann ágæta dreng.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það verður að hvetja strákinn . . . .

. . . .  Jóhanna verður aldrei til framtíðar og ekki til farsældar að ætla að fresta framtíðinni.   Það var hins vegar afarsnjallt að stinga Jóhönnu inn í forsætisráðherrann - til að vinna tíma og fá vinnufrið.

Verst að aðgerðirnar "til að bjarga heimilunum"  og fyrirtækjunum láta á sér standa og ef ekki verður gripið til almennra aðgerða með niðurfærslu höfuðstóls lánanna - - þá stefni í greiðslufall og allsherjar þrot . . . . .

 . . .  þá fer Jóhönnu-effektinn að snúast upp í andhverfu sína . .

Benedikt Sigurðarson, 9.3.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Er ekki pollurinn sem þú ert að bjóða doktornum útí, nú þegar orðinn of drullugur fyrir svona snyrtipinna Gulli minn.

Af hverju dubbið þið Jóhönnu ekki upp í nokkra mánuði meðan mesta gruggið er að setjast og bjóðið svo Degi í sund?

Fyrst þið viljið ekki leggja þetta kratabæli niður og sameinast VG, er ykkar eina von að Jóhanna fáist til að taka útstímið og koma ykkur á miðin.

Þórbergur Torfason, 9.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband