Hin lýðræðislega kjölfesta

Sjálfstæðisflokkurinn kom til kosninga á síðustu árum sem flokkurinn sem væri kjölfestan hvað varðar styrk og hag þjóðarinnar. Hið öfluga tengslanet valda og fjármála. Nú sætir þetta valdakerfi meira og minna opinberri rannsókn. Tjöldin eru fallin.

Það er mikil sigling á Samfylkingunni og er hún að marka sér sess sem hin nýja kjölfesta íslenskra stjórnmála. Þó allt annars eðlis heldur en Sjálfstæðisflokkurinn. Hún er hin lýðræðislega kjölfesta sem vinnur með fólki og fyrir fólk.

Telja má víst að ríkisstjórn verði ekki mynduð án þessa hryggjarstykkis sem hefur eitt burði til að efla samvinnu meðal fólks og þjóða. Mikill áhugi er á að flokkurinn lýsi yfir áframhaldandi vilja til samstarfs við Vinstri græna.

Ekki má þó loka málinu þannig að flokkarnir hrekji Framsóknarflokkinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokk sem að hann hefur lýst sig andsnúinnn. Einnig er þörf á því að VG ljúki heimavinnunni í Evrópumálum.

Fréttir bárust nýlega af fundi frambjóðenda Sjálfstæðislokks í Suðvesturkjördæmi og þar lýsti aðeins einn úr um tólf manna hópi yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu. Því má það ekki endurtaka sig sem gerðist 1991 þegar félagshygjuöflin sundruðust vegna mismunandi afstöðu til EES.

 


mbl.is Samfylkingin stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það rétt aðeins byrjað að draga frá, bíddu bara. Hef trú á að ýmislegt eigi eftir að koma í ljós.

Olíufélögin verða kannski rannsökuð núna í alvöru, hvað með tryggingarfélögin, kvótabraskið, gjafakvótann, bankasölurnar, byggingamarkaðinn og fleira og fleira.

Þegar byrjað verur að gramsa verður erfitt að hætta, líkt og verið sé að gera við gamalt hús. Fúinn hefur læðst um allt og rífa þarf heilu veggina, sem virtust í lagi.

Við lifum í fúnu þjóðfélagi sem stendur á 150 ára skökkum grunni. Er nema von á hrikti í og braki víða. Skipstjórinn okkar er frábær og þolir ekki slór eða slugs. Skúringakonan mætt og sýslumaðurinn af Skaganum tekur svo óþekktar ormana og lokar í smíðakofanum eins og Emil í Kattholti.

Þetta verur mikill sjónleikur og umheimurinn mun gapa af undrun yfir driftinni hér. Konur sem eru að hreinsa til eftir karlana og ekki veitir af.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.3.2009 kl. 03:33

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það getur orðið vandi fyrir Sjálfstæðisflokk að hafa Bjarna B og Þorgerði í forystu sem augljóslega voru í miðri hringiðu tengslanets Sjálfstæðisflokks og fjármálakerfis sem hrundi.

Stóríhaldið Jón Valur tekur hér eina atlögu á þessa umræðu.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.3.2009 kl. 12:32

3 identicon

Hinn eini sanni fjórflokkur er Samfylkingin sem er fjórklofin, og í hverri vistarveru þar þrífst spillingarbæli. Flokkur sem hefur ekki upp á að bjóða annað en ellilífeyrisþega sem formann er ekki á vetur setjandi. Svo þegar til kom þá var bara einn sem mætti í bálför Jóhönnu. Og Dagur Bé bíður með greiðuna á lofti.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Eitthvað hefur það snert tæpan streng að nefna valda og fjármálanet íhaldsins. En pápi sagði oft "sannleikanum er hver sárreiðastur". Vona að þú bætir úr þessu á þínum heimabæ og ég skal leita að þessu spilllingarbæli sem þú nefndir og eyða því við fyrsta tækifæri. Eigðu góðan dag.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.3.2009 kl. 16:52

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það hlýtur að liggja í augum uppi að eðlilegast er að VG og Samfylkingin stjórni áfram eftir kosningar, sama hvernig kosningarnar fara.Ef þeir ná ekki meirihluta og nýju framboðin ná ekki inn mönnum,þá verða VG og Samfylkingin bara að sitja áfram sem minnihlutastjórn með stuðningi annaðhvort Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar og myndu þeir flokkar þá ráða því hvaða frumvörp færu í gegn.Það eru engar líkur á því að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn með VG og Samfylkingu eftir kosningar nema flokkurinn vinni stórsigur sem ekki eru miklar líkur á því.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 13.3.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er mjög áhugaverður punktur hjá þér Sigurgeir. Mér finnst við þurfa með einhverju móti að kjósa ríkisstjórn, en það er ekki hægt í því fyrirkomlagi sem víð búum við. Þá getur vel verið að það sé farsælast að kjósendur gefi merki til hægri eða vinstri. Síðan sé það þingsins að mynda meirihluta sem verður varinn vantrausti. Það er svo hlutverk stærsta félagshyggjuflokksins eða íhaldsflokksins sem forystuflokks í landstórninni að vinna tillögum meirihlutafylgi. Að móta lýðræðislegar hefðir á Alþingi frekar en að smala ákveðnum fjölda þingmanna undir aga flokksræðis og að framkvæmdavaldið keyri síðan í gegn frumvörpin á færibandi. - Sameinaðir stöndum við Skaftfellskir samvinnumenn. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.3.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband