Hræddir íhaldsmenn

Eftir hrun frjálshyggju, peningahyggju og óheftrar markaðshyggju er Sjálfstæðisflokkurinn í alvarlegri tilvistarkreppu. Þó að hann viti ekki hvert hann stefnir að þá er það jákvætt að sífellt fleiri innanbúðar viðurkenna mistökin. En fráfarandi formaður taldi einungis þörf á að biðja flokkinn afsökunar. Eina sem eftir stendur er íhaldsstefna eða andstaða við breytingar.

Endurreisnarskýrslan er harðorð í garð flokksstarfsins. Ein leið, eins og framkvæmdastjórinn kynnir, er að láta svo að flokkurinn sé opinn og lýðræðislegur. Allir geti haft áhrif á störf og stefnu. Andstaða við persónukjör og stjórnlagaþing bendir þó einmitt til að helsta innanmein hans sé einmitt óttinn við lýðræðið.

Frá því fyrir áramót var blásið í herlúðra um mikla vinnu í Evrópumálum. Nú hefur komið í ljós að út úr allri þeirri vinnu kom minna en ekki neitt. Óbreytt stefna. Tek undir með Ragnhildi Helgadóttur fyrrum ráðherra og frænku minni af Lundaætt að ótti flokksins við aðildarviðræður er óskiljanlegur. Það er ónothæfur flokkur sem ekki getur tekið afstöðu í jafn mikilvægu máli.


mbl.is „Þurfum að opna flokkinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það eitthvað minni stefna að komast að sömu niðurstöðu og áður, heldur en að fá alltaf nýja og nýja niðurstöðu? Það er kannski stíllinn hjá Samfylkingunni að segja aldrei það sama í dag og var sagt í gær. Svoleiðis tækifærismennska er ekki góð.

Það er enginn hræddur við aðildarumræður. Málið er hins vegar einfalt, meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn aðildarumsókn að ESB. Til að sætta sjónarmið flestra er þessi leið farin. Af hverju setja ESB sinnar sig svo mjög á móti henni? Eru þeir hræddir um að þetta verði fellt strax í fyrstu atkvæðagreiðslu?

Íhaldsstefnan er í eðli sínu þannig að breytingar eru ekki gerðar nema að vel athuguðu máli. Kannski fór Sjálfstæðisflokkurinn of geyst í þær breytingar s.s. að selja bankana. Við erum líka að súpa seyðið af því núna.

Gleymum þvi samt ekki að síðan bankarnir fóru að skammta sér ofur hagnað út á einhverja viðskiptavild sem engin innistæða var fyrir og enginn hagnaður, þá voru tveir viðskiptaráðherrar á vaktinni. Annars vegar Björgvin G. Sigurðsson úr Samfylkingunni og hins vegar Valgerður Sverrisdóttir úr Framsóknarflokknum.

Með ótrúlegum spuna og aðstoð "góðvina" sinna sem eiga blöðin og samfylking hefur hossað út og suður á alla kanta, með borgarnesræðum og hverjum þeim meðulum sem dugðu, þá hefur þeim tekist að telja borgurum trú um að Samfylking hafi ekki átt neinn hlut á einu eða neinu. Hamast er á Sjálfstæðisflokknum út í eitt og öllu klínt upp á hann. Vissulega hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert sín mistök, enda verið lengst við stjórnvölin.

Það má hins vegar ekki gleyma því að á tæpum tveimur árum hefur Samfylkingu ekki tekist að koma neinum af sínum stefnumálum í framkvæmd. Þeir hafa þó sprengt eina ríkisstjórn, farið í samstarf með öðrum flokki, sem þeir stungu rýtingsstungu í bak eftir síðustu kosningar sem eftirminnilegt var, og með ólíkindum að VG hafi gleymt þessu á svo skömmum tíma. Auk þess verður það að koma fram að Sjálfstæðisflokkurinn stóð við sín mál í samstarfi við SF í síðustu ríkisstjórn. Þar stóð ekkert upp á sjálfstæðisflokkinn. Þessi úr og í stefna SF samræmdist einfaldlega ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, því fór sem fór.

Það er lítilmannlegt hjá forystumönnum SF að koma svona fram, segja að allt sé samstarfsflokknum að kenna, þegar þeir sjálfir héldu um nokkur af þeim ráðuneytum sem hvað mestan þátt áttu í hruninu, og voru algerlega andsnúin hlutum eins og t.d. afnámi bankaleyndar. Það er með öllu óskiljanlegt að Björgvin G. Sigurðsson hafi ekki ljáð máls á þessu þegar Björn Bjarnason vildi að þessu yrði komið í kring. Þetta ætti Björgvin að útskýra á landsfundi SF núna um þessa helgi.

joi (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 13:41

2 identicon

Góðan daginn

Sammála fyrsta commenti.

Bloggarinn er tækifærissinni.

Gunnar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veit ekki hvort það telst tækifærismennska að búast við endurmati og breytingum á stefnunni. Ef það á ekki að sækja um aðild þá verður flokkurinn að hafa þá stefnu að segja upp EES samningnum. Þjóðremba og andstaða við að deila fullveldinu með öðrum á tilteknum sviðum fer ekki saman. Þetta tvennt fer ekki saman eins og Gylfi Zoega útskýrði vel í einni málstofu á landsfundi Samfylkingar í dag.

Því er stefna Sjálfstæðisflokks með mjög alvarlegar gloppur og ekki leyst úr því með skýrri stefnu. Ef þeir vilja ekki taka þátt í samvinnu Evrópuþjóða hvaða form samvinnu vilja þeir þá? Hvaða gjaldmiðil? Fyrirsögnin um hræðslu er fengin frá Ragnhildi Helgadóttur.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.3.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband