Gljúfrasteinn-Grótta á sumardaginn fyrsta

ATORKA -mannrækt & útivist skipuleggur í fjórða skipti  hjóla- og línuskautaferð frá Gljúfrasteini að Gróttu á sumardaginn fyrsta. Farið er eftir göngustígum meðfram ströndinni norðan megin og í gegnum Eliðaárdalinn og áfram með ströndinni sunnan megin.

 

Mæting er við Gljúfrastein upp úr kl. 9:30. Lagt er af stað kl. 10 að morgni úr Mosfellsdalnum. Leiðin er í heildina tæpir 40 kílómetrar. Gert er ráð fyrir að vera kl. 10:30 við Íþróttamiðstöðina að Varmá, kl. 11:00 við bensínstöð gegnt Gufunesbænum og 11:30 við rafstöðvarhúsið í Elliðaárdalnum. Hvílt er og borðað nesti í dalnum í hálftíma. Lagt af stað aftur kl. 12:00, komið í Nauthólsvík kl. 12:30 og komið út í Gróttu kl. 13:00. Endað er á að skoða vitann. Hægt er að vera með hluta leiðarinnar og bætast í hópinn á áðurnefndum stöðum.

 

Í Elliðaárdalnum verður ávarp frá Hagsmunasamtökum heimilana. Sumarið er komið, fuglarnir syngja, gróðurinn að lifna og við þurfum að hrista af okkur slen veturs og kreppumánuða. Það væri gaman að sjá sem flesta. Veðurspáin gerir ráð fyrir hlýju veðri, hugsanlega smá golu og skúrum. Ekkert sem að er ekki hægt að lifa við og klæða af sér.

Ekkert þátttökugjald, en hægt að kaupa orkudrykk og fleira í Elliðaárdalnum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það var ánægjulegt að fara þessa reisu í gær. Ekki voru eins margir og oft hafa verið og var ég einn í línuskautadeildinni. En allir ákveðnir að leggja í hann að ári frá Gljúfrasteini á sumardaginn fyrsta kl. 10. Veðrið er alltaf gott þegar maður er komin af stað. Í gær var það fínt, skúrirnar byrjuðu ekki fyrr en úti í Gróttu.

Sumardagurinn Fyrsti  by Sjafnar Gunnarsson.

Gunnlaugur B Ólafsson, 24.4.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband