Fairytale Helgarlagið

Ein af mörgum ánægjulegum afurðum samstarfs þjóða í Evrópu er söngvakeppnin. Margir láta þannig að þetta sé fyrir neðan þeirra virðingu og vissulega má öllu ofgera. Til dæmis fannst mér forkeppnin hér á landi vera alltof umfangsmikið sjónvarpsefni. En þegar á hólminn er komið þá laumast allir fyrir framan imbakassana eða flatvörpurnar og horfa á keppnina. Líkt og allir horfðu á Dallas þó að sumir hefðu ekki hátt um það.

Þó Íslendingar séu með mjög gott lag í keppninni, þá finnst mér það vanta meiri neista, geggjun, orku, líf. Út frá þessu viðmiði er ég búin að velja mér sigurvegara. Það er Noregur með hinn mikla gleðigjafa og tónlistarsnilling Alexander Rybak. Hann er að nokkru á heimaslóð því hann fæddist í Minsk í fyrrum Sovétríkjum. Hann flutti fjögurra ára gamall með foreldrum sínum til Noregs, en þau eru þekkt tónlistarfólk þar í landi.

Ísland, Rússland og sennilega Noregur eig það sameiginlegt að þar eru flestir eru að eltast við ástina sem þeir misstu eða ekki fengu. Í textanum lýsir Alexander því að hann ætli halda ást sinni á  "fairytale" þó að hann gæti misst vitið. Þetta er maður að mínu skapi, með góðan smell inn í sumarið. Sagt er að Norðmenn séu það stoltir af þjóðerninu að á tyllidögum segist þeir vera norskir norðmenn, en ég ætla að vera stoltur íslenskur norðmaður þegar piltur stendur með pálmann í höndunum í Moskvu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband