Fjöregg þjóðarinnar

Jóhanna Guðrún

Sjálfstæði okkar sem þjóðar liggur í tækifærinu til að blómstra  í samstarfi lýðræðisríkja í Evrópu. Norðurlönd og Eystrasaltslönd veita Íslandi stuðning í Eurovision og þannig er eðlilegt að unnið verði að hagsmunamálum landsins innan ESB. Við nýtum sjálfstæði okkar best með því að vera fullgildir, virkir og skapandi þátttakendur. Fjöreggið skilaði okkur öðru sæti. Að vera hluti af Evrópu er "ikke det værste mand har".

Íslandi allt, óttalaus! Verum í senn sjálfstæð og sameinuð í breytileikanum. 

ESBfánar


mbl.is Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Engin þjóð er sjálfstæð fyrr en hún hefur afsalað sínu sjálfstæði fyrir papriku og kjúklingabringur.

Íslendingar bjuggu við danskt viðskiptafrelsi öldum saman og dönsk lög. Það voru sko almennileg lög og íslensku fólki tjóaði ekki að vera með múður við sína valdhafa. Það er margsannað að fólk hefur ekki vit á því hvar það á að versla. Og eins og þú tókst réttilega fram þá mun íslensk æska fara að syngja miklu betur eftir að við verðum gengin í ESB.

Bráðum fer únga drengi á Íslandi að dreyma um að verða "teknir til soldáts" og fá leyfi til að drepa vont fólk í útlöndum undir fána ESB.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 18:38

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

í dag búum við við íslenskt verslunar"frelsi" og íslensk lög sem byggja algerlega á þeim dönsku..  Árni þú lokar svolítið augunum fyrir því augljósa

Óskar Þorkelsson, 17.5.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst allt í lagi að nota kaldhæðni móti þeim rökum að til þess að öðlast sjálfstæði þurfi þjóðir að afsala því fyrst og þiggja síðan það sjálfstæði sem býðst á hverjum tíma.

En líklega hafa aðildarþjóðir ESB fullt og óskorað viðskiptafrelsi - eða hvað?

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 20:37

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef við myndum reyna að ræða saman án þess að tönnlast á orðum einsog frelsi, réttlæti, þjóðarhagsmunir,þjóð, ást , kærleikur, guð svo dæmi um ofnotuð og óskír hugtök. Einsog viðskiptafrelsi! Það er greinilega ekki öllum gefið og verður kannski óuppnáanlegt markmið. Maður gerir ekki viðskipti nema annar aðiði samþykki. Annað er rán. Svo orðið frelsi hér er mjög skilyrt og í milliríkjaviðskiptum verður að hafa reglur sem auðvitað hamla "frelsi" til að gera hvað sem er. Allt tal um ófrelsi innan ESB er því hugmyndarugl og ekkert með veruleikann að gera. Auðvitað má Ísland semja við Kínverja um viðskipti eftir að við erum meðlimir en ekki án þess að fara að þeim reglum sem bandalagið setur öllum þjóðunum. Hvernig ætti það að vera öðru vísi?

Ef við hinsvegar utan ESB gerum samninga við Kína sem er ekki frjálst lýðræðisríkjasamband einsog ESB þá skilyrðum við okkur að fara eftir því sem þeir vilja. Þá er það frelsi ekki lengur til staðar heldur. Viðskipti eru í eðli sínu takmarkandi. Um leið og þú hefur selt vöru þá er hún ekki lengur á þínu valdi. Spurningin við hverja viltu helst eiga viðskipti.

Gísli Ingvarsson, 17.5.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki jókst að mun skilningur minn við þessa athugasemd þína Gísli. Ef einöld spuning sem ég ber fram núna krefst langra skýringa þá er eitthvað bogið við málið:

Get ég átt óhindruð viðskipti við öll ríki utan ESB með vöru mína eftir að við erum gengin í Evrópusambandið? Vísun til viðskipta við Kína er auðvitað skilyrt um það hvort ég samþykki þeirra verð - og á sama hátt þarf ég að samþykkja þeirra verð og aðra skilmála. Þetta þurfti enginn að skýra fyrir mér. Það hafa alltaf báðir aðilar þurft að mætast í gagnkvæmum viðskiptum allt frá fyrstu dögum verslunar.

Árni Gunnarsson, 17.5.2009 kl. 21:59

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

stutta svarið er Já Árni

Óskar Þorkelsson, 17.5.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Árni minn góður Gunnarsson. Þú ættir að lesa Íslandssöguna ögn betur áður en þú ferð að tala um danskt viðskiptafrelsi. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 17.5.2009 kl. 23:50

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk fyrir athugasemdir piltar. Búin að vera yndislegur dagur og varla ástæða að vera að leggja agn fyrir ágæta ESB andstæðinga.

Hitt finnst mér til athugunar að verðleikar okkar og mælistikur eru og verða mældar á alþjóðlegum kvarða.

Þjóðin endurheimtir sjálfstraust í gegnum árangur í Eurovision. Við viljum gefa inn í alþjóðlegan menningarheim og erum þar líka þiggjendur.

Við viljum vita hvað Andoru, Króatíu og Danmörku og öllum hinum finnst um "lagið okkar". Verðleikar okkar eru á evrópska mælistiku.

Það er auðvitað líka frábært eins og þegar Magni náði árangri í Idol keppninni í USA en það var eins og lottóvinningur. Við erum ekki með riðil í keppninni.

Það að tvinna saman menningu og viðskipti þjóða í Evrópu en viðhalda fjölbreytileika og sérkennum þeirra er músík framtíðarinnar.

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.5.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband