Gleðilega þjóðhátíð

islenski-faninnSjálfstæðisbaráttan síðari felst í því að tryggja stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Íslandi allt með öflugu samstarfi norrænu þjóðanna sem finnur sér farveg inn í ákvarðanatöku og samstarf innan álfunnar.

Við erum ekki eyland heldur hluti af heild. Við getum ekki látið þannig að það sé lögmál að þjóðir Evrópu viðurkenni til eilífðar lögsögu okkar á meðan sundurleitur hópur talar fyrir því að við sýnum frænd- og vinaþjóðum löngutöng í samskiptum.

Það gæti verið eitt mikilvægasta og metnaðarfyllsta verkefni Íslandssögunnar að tryggja landhelgina og stöðu okkar í framtíðarskipan Evrópu. Það gerum við ekki með þjóðrembu eða útúrboruhætti heldur virkni og þátttöku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sjálfstæðisbaráttan sem framundan er fellst í því að komast undan þeim skuldabagga sem nú slygar samfélagið okkar án þess þó að það gerist með slitum okkar litla menningarsamfélags. VIð ráðum í dag ekki við að borga vextina af skuldum okkar, hvað þá afborganir og þá stöðu verðum við að horfast í augu við áður en stórfelldur landsflótti eða óeirðir hraða dauðaspírallnum okkar niður í að þurka hér út byggð á nokkrum árum. Okkar eini séns liggur í að ná stórminnka skuldir eða vexti þeirra svo við aftur getum farið að greiða niður höfuðstólinn og náð aftur valdi á efnahag okkar. Slíkt verður ekki gert með því að halda áfram að láta eins og við ráðum við að taka þetta allt saman og gerum við lánadrottnum okkar í raun óleik með þessu því eftir því sem við tökum á vandanum seinna þeim mun færri eru hér eftir til að takast á við skuldirnar og þeim mun meira mun þurfa að afskrifa.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband