72 þúsund í rakvélarblöð á ári

 

 rakhnífur

 Gillette gerðir

 

 

 

 

 

Ef ég tæki nú upp á þeim sið að raka mig á hverjum morgni til þess að vera ávallt með silkimjúkan vangann þá þarf töluvert af rakvélablöðum. Pakkning með fjórum blöðum af Gillette M3 Power blöðum kostaði í gær 2990 í Nettó. Hvert blað dugar í þrjú til fjögur skipti. Þannig þarf ég að minnsta kosti að kaupa mér rakvélablöð tvisvar í mánuði sem að væri þá kostnaður upp á um 6000 krónur og margfaldað í kostnað á ársvísu gerir 72 þúsund krónur.

Að vísu er ég orðinn háður einhverri rakvél sem að er frekar dýr og með rafmagnstitring. Skoðaði að kaupa blöð á eldri týpuna og láta af öllum lúxus í kreppunni. En þau voru 600 krónum ódýrari og gæti það lækkað ársútgjöld í tæp sextíu þúsund. Önnur ráð væru að svissa yfir á rafmagnsrakvél, en þar virðist ég hafa það viðkvæma húð að ég verð rauður um andlitið eftir raksturinn. Þá er einn möguleiki að læra að raka sig með rakhníf. Ef maður getur sjálfur skerpt bitið í honum þá væri kostnaðurinn einkum í raksápu. Að sjálfsögðu er líka hægt að safna skeggi.

Kynin eru með mismunandi útgjaldaliði. Það er spurning hvort kallar á meiri eyðslu sú staðreynd að vera karlkyns eða kvenkyns. Karlar sækja meira í tæki og tól á meðan konur sækja meira í föt og snyrtivörur. Þessir félagslegu þættir sem að eru vissulega líka líffræðilegir. Væntingar og hormónaflæði sem mynda flókna tilveru okkar. Þráin eftir kynþokka tekur á sig ýmsar myndir. Það liggur ákveðinn pressa frá eiginkonum að karlarnir hreinsi broddana úr andlitinu. Á sama hátt vona ég að konur raki áfram fótleggina með dýrustu og flottustu gerðum af rakvélunum frá Gillette. Bleikum.

Skeggjaðurrakaðir fótleggir

        

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Þú kaupir þér bara "blaðabrýni" hann kosta svipað og fjögur 5+2 blöð hér (ca 150DKK) og gefur möguleika á að brýna einnota blöðin og nota þau 150sinnum!!!

 eða eins og segir á síðu razorpit:

RazorPit

RazorPit giver dine barberblade nyt liv og sparer dig for mange penge. RazorPit renser og rengører dine barberblade, så de holder til langt flere barberinger. Din Razorpit bliver ikke slidt af disse rengøringer, og når du først har købt en, kan du bruge den i lang tid fremover. Derudover fylder den ikke meget i toiletskabet, og kan fungere som holder for din skraber.

Passer til 95% af alle skrabere

RazorPit kan bruges til langt de fleste skrabere på markedet. Blandt andet Gillette Mach 3, Gillette Mach 3 Turbo, Gillette Mach 3 Power, Gillette Mach 3 Power Turbo, Gillette Fusion, Gillette Fusion Power, Gillette Venus, Gillette Venus Devine, Gillette Vibrance samt en lang række yderligere.

Meira um gripinn hér : www. razorpit.com

Jón Arnar, 15.8.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk kærlega fyrir þessa ábendingu Jón Arnar

Ég var orðinn ákveðinn í því að læra hvernig ætti að beita rakhníf frekar en að kaupa blöð á verði sem að nálgast rán á björtum degi.

En mér líst mjög vel á þessa lausn. Það virðist bara vera hægt að kaupa þetta á netinu? Er þessi vara í búðum í Danmörku? Ég er til í að gerast umboðsmaður á Íslandi  

                   Með kærri kveðju yfir sundið, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Jón Arnar

Sæll aftur

Hér nálgastu info um dótið (hef sjálfur ekki notað þetta ennþá en minnir að það hafi verið selt hja Dansksupermarked eða Coop):

Razorpit co/ Made4 ApS 

Klosterport 4E 1 sal tv.

DK  8000 Århus C

 tlf.: +45 70 20 35 37 

hér er hvað tveir samlandar hafa sagt un gæði gripsins:

Tom Buur siger:

Jeg har brugt Razorpit i 7-8 måneder. Før skiftede jeg blad hver uge, men kunne måske strække den til 10 dage. Nu skifter jeg hver måned, men kan nok strække den til 5-6 uger. 150 barberinger, tror jeg ikke på. Men 4 ganges forlængelse er okay. Det ekstra arbejde tager kun 10 sekunder.

  •  Koch siger:

    Jeg har nu brugt razorpit i et halvt år, og har netop skiftet blad for første gang siden jeg startede med at bruge den. Det virker altså helt ok. Men jeg har siden hørt, at der i virkeligheden er tale om et gammelt trick. At mænd tidligere brugte at rense de gammeldags barberblade ved at køre skraberen et par gange hen over håndryggen efter endt barbering. Og endnu tidligere, da der var “barbersaloner”, hvor kunden blev barberet med en ragekniv, rensede og skærpede barberen kniven ved at gnide den hen over en læderrem. Så intet nyt under solen.

Jón Arnar, 15.8.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Takk, takk Jón. Þetta á sannarlega erindi inn í neytendaumræðu hér því gengið gerir svona innflutta hluti fáránlega dýra. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 15.8.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Jón Arnar

Þetta er dönsk uppfinning og þú ættir að geta fengið umboð hér frá DK til að hafa upp frá hjá ykkur með að hafa samband við þá beint.   

Jón Arnar, 15.8.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband