Frábær ræða Sigmundar

Tveir samkennarar fóru að ræða það við mig hversu mikið stórhneyksli hegðun Sigmundar Ernis hafi verið í ræðustóli á Alþingi. Þessir vel tilhöfðu og vönduðu kórdrengir á sextugsaldri vissu nákvæmlega hvað væri rétt og boðleg hegðun á okkar virðulegu löggjafarsamkomu.

Fór inn á tilklippta myndbandið sem að birt var fimm dögum eftir ræðu Sigmundar og þá fyrst farið að setja í samhengi við drykkju. Þá fyrst fór Ragnheiður Ríkharðsdóttir að ræða um að taka málið upp í forsætisnefnd. En ég vona að þar verði einnig rædd áberandi framíköll hennar undir ræðu hins nýja alþingismanns.

Síðan ákvað ég að hlusta á 20 mínútna ræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Þar er sko engin klisja, heldur heilbrigt og hraustlegt uppgjör við hið mikla siðrof sem var innleitt í íslenskt samfélag með einkavæðingu bankana og græðgisvæðingu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Hér er eldræðan sem að Valgeir Helgi hefur klippt út af vef Alþingis.


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þið sósíaldemókratar eru sjúkir, ódrkknir sem drukknir, sbr. icesave og ESB-umsókn í dag.  VERULEIAFIRRTIR gagnvart íslenzkum hagsmunum!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.8.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú minnist ekki á ræðuna Guðmundur og þörfina fyrir siðferðilegt uppgjör við frjálshyggju, einkavæðingu og græðgisvæðingu. Það er inntak eldræðunnar.

Það er barnalegt að telja þriðjung þjóðarinnar sjúkan eða að gera tilraun til að búa til einhverja klisjukennda grýlu úr jafnstórum hópi.  

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.8.2009 kl. 01:11

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm,,,þú veist, er það ekki, að breskir og hollenskir innistæðueigendur, hafa ekki tapað einni einustu Evru eða Pundi?<þ.e. af innistæðum sínum>

Eina tap þeirra, er sem skattgreiðendur,,,þ.e. kostnaður af því, að hollensku og bresku ríkisstjórnirnar, ákváðu að greiða þeim út, innistæðurnar að fullu - ekki bara 20.000 Evru.

Tap ísl. skattgreiðenda, verðu ákaflega mikið meira, per haus, jafnvel þó einungis sé verið að tala um 20.000 Evru viðmiðið, en ekki fullar endurgreiðslur.

-------------------------------------------

Samt tala Samfylkingarmenn á blogginu, alveg þvert á staðreyndir, og halda því fram að eftir standi innistæðueigendur, slippir og snauðir.

Hvernig, væri að koma hreint fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.8.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gunnlaugur! Ertu ekki svolítið að tapa þér hér í flokkshollustunni?

Finnst þér í lagi að mæta rallhálfur í vinnuna? Er í lagi að íslenskir pólitíkusar haldi áfram að ljúga og biðjast síðan afsökunar? Ertu ekki búinn að fá nóg af þannig fólki á alþingi? Siðferðilegt uppgjör, einkavæðing og græðgisvæðing segirðu - var SER ekki að koma, svona líka ferskur, úr boði banka?

Ef maðurinn þarf að fá sér nokkur glös til að geta komið frá sér orði þannig að fólk hrífist af - finnst þér þá í lagi að hann sé í vinnu hjá þjóðinni?

Hættum nú að stinga höfðinu í rassinn og sjáum hlutina bara eins og þeir eru! 

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 08:04

5 Smámynd: Alli

Hann var nú, sem betur fer, ekki svo fullur að hann gæti ekki flutt skrifaða ræðu.  En það verður að segjast að hann var stórundarlegur þegar hann fór að tala blaðalaust.

Hvernig var í Kollumúlanum í sumar?

Kveðja.

Alli, 27.8.2009 kl. 08:24

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ég er alls ekki flokkshollur í þeirri merkingu að ég hafi ekki mínar eigin skoanir og þori að segja þær. En ég gleðst yfir því þegar menn stíga í pontu og segja sömu hluti og ég hef verið að hugsa. Ég var sammála hverju einasta orði.

Ræða hans kom við kvikuna á hinu hrokafulla íhaldi sem stjórnaði hér í tvo áratugi. Það breytir því ekki að þeir þurfa að læra hæversku, viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Þessa eiginleika þarf vinkona mín Ragnheiður Ríkharðs að tileinka sér. En eins og heyrist að þá er hún sífellt með framíköll undir ræðu Sigmundar.

Auðvitað er það óheppilegt ef að þingmenn eru undir áhrifum í þinginu, en það kannast enginn þingmaður við að haf tekið eftir einhverju óeðlilegu við SER þetta kvöld. RR vaknar til lífsins og ætlar að taka málið upp þegar hún sér myndband sem að er búið að klippa til í pólitísku skyni.

Það var líka óheppilegt að Bill Clinton hafi tekið hliðarspor með Móniku, en hann var samt einn af bestu forsetum Bandaríkjanna. Republikanar sem töldu sig vera færasta í túlkun á því hvað væri "rétt" og "viðeigandi" hegðun manns í hans stöðu sóttu hart að honum. Þeir voru búnir að gefast upp á umræðu um málefnin. En svo sannaðist á eina tvo aðalmenn rétttrúnaðar að þeir höfðu beitt konur ofbeldi.

Það er íhugunarvert hvernig rauðvín með kvöldverði eigi að gera SER ölvaðan eftir að hann er búin að flytja eldræðuna án nokkurra merkja um að vera undir áhrifum. Þá er klukkan að nálgast tólf og allir orðnir þreyttir og tættir.

Kollumúlinn var stórfínn í sumar, sem endranær. Frábært sumar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.8.2009 kl. 08:57

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gulli minn - ég er alveg sammála þér með hið hrokafulla íhald. Ég sé bara ekki muninn á þeim og hrokafullum jafnaðarmanni!

Og svo verð ég nú bara að koma því að  að Clinton er nú öllu meiri sjarmör en Sigmundur

Hrönn Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 09:38

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kæra Hrönn - Hrokafullur jafnaðarmaður er "contradiction of terms". Sá sem að sýnir ekki kjósendum virðingu og auðmýkt, setur sig ekki inn í aðstæður fólks og vinnur að heildarhagsmunum er ekki jafnaðarmaður.

SER er auðvitað algjör bomba, trúi ég, þegar hann er með villt hárið í allar áttir og setur í brýrnar. Aldrei nær maður að skilja hvað konum finnst flott!

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.8.2009 kl. 18:28

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er eiginlega, bráðskondið svar hjá þér.

Sá sem er með þ.s. sannfæringu, að hann/húnn vinni að heildarhagsmunum þjóðarinnar, sá einstaklingur er nákvæmlega sekur um hroka. því, augljóslega felur skoðun hans, eða reyndar ofan framtalin fullyrðing um eigið ágæti, í sér mjög hátt stig hroka, það að viðkomandi telur einhverja aðra, ekki vera að vinna að heildarhagsmunum þjóðarinnar, á meðan hann/hún geri það.

Auðvitað, eru hrokagikkir, vanalega blindir á eigin hroka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.8.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband