En hún er samt mamman

benefits-of-breastfeedingKona sem gengur með barn eftir glasafrjóvgun ætlar að skila líffræðilegum foreldrum barninu eftir fæðingu. Í framhaldi af þeirri uppgötvun að rangt egg hafði verið sett upp hjá konunni.

Nú er barnið búið að vera í níu mánuði í umhverfi meðgöngumóður. Hennar hormón og líf hefur mótað fósturþroskunina. Hún er móðirin sem að er tilbúin með móðurmjólkina.

Rannsóknir hafa sýnt að til dæmis streituviðbrögð móður geta haft áhrif á eðli viðbragða og losunar streituhormónsins kortisól hjá barninu. Meðganga gerir því líf barns og móður samtvinnað.

Margt bendir til mikilvægis brjóstagjafar og tilfinningatengsla fyrstu tvö árin. Oxytosin er brjóstagjafahormónið sem skapar grundvöll tengsla og vellíðunar.

Út frá hagsmunum barnsins hefði því verið farsælast að konurnar tvær meðgöngumaman og líffræðilega móðirin gerðu með sér samning um sameiginlegt uppeldi.

Það eru ekki hagsmunir barnsins að taka það frá móðurinni sem að er tilbúin líffræðilega að veita því þá næringu sem það þarf.


mbl.is Fæddi barn og skilar því svo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú þykist vita aldeilis mikið um þetta, notar stór orð á borð við oxytosin og streituviðbrögð

hefður þér aldrei dottið í hug að konur geta farið að mjólka sjálfar ef þær bara hreinlega pumpa sig

og svo talarðu líka um að hormón hafi haft áhrif á hvernig barnið hefur þroskast, þetta bara er ekki rétt, því það er búið að marg sýna fram á að þessi ákveðnu hormónrenna úr líkamanum á nokkrum dögum og barnið er orðið það sjálft aftur, so beat it

kubbur (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta skelfilega klúður rifjar upp fréttina af bandríska lækninum sem feðraði sjálfur öll "glasabörnin", sem getin voru á stofunni hans.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.9.2009 kl. 13:21

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, þetta er mikið klúður Hildur Helga og verður ekki leyst eins og ef maður hefur fengið vitlausa vöru út í búð eða tekið vitlausan frakka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.9.2009 kl. 14:19

4 identicon

Hún er meðgöngumóðir barnsins. Hin konan er líffræðileg móðir barnsins og mun verða einnig uppeldismóðir barnsins.

T.d. er ekkert því til fyrirstöðu að barn í dag hafi þrjár mæður. Auðug kona getur látið meðgöngumóður ganga með líffræðilegt barn sitt síðan fengið barnfóstru til að ala það meira og minna upp. Slíkt barn hefur því þrjár mæður sem allar eru jafn mikilvægar því án þeirrar aðkomu gæti barnið ekki orðið til.

Mörg dæmi eru til í sögunni þar sem börn hafa haft tvær mæður uppeldis-og líffræðilegar mæður. En það er bara vegna aukinnar þekkingar og tækni sem meðgöngumæður hafa geta orðið til.

Heimir Guðmarson (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 15:27

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Kubbur - Ég veit hitt og þetta um málið, nota ekki stór orð þó ég vitni í mikilvæg stjórnferli í líkamanum. Veldu þér annan vettvang til að lesa, ef þú getur ekki haldið þér við kurteisi.

Oxytocin er einn af þáttum sem að losna við snertingu og brjóstagjöf. Hormónið er losað úr heiladingli og tengist vellíðan og getur temprað streituviðbrögð. Hægt er að lesa um þessi ferli hér fyrir þá sem vilja.

Set líka tengingar um að félagsleg staða, streita og þunglyndi móður geti haft áhrif á kortisól viðbrögð barnsins.

Það væri áhugavert að fá líka fá frá þér þitt nafn af því að ég hef haft áhuga á að stofna félag um sálvefrnt samspil hjá mönnum. Líka gott að þú tiltakir heimildir fyrir fullyrðingum þínum um að rannsóknir sýni fram á að það sé ekki rétt sem éf held fram.

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.9.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband