Myndbirting spillingar og sjálftöku

Samspillt 1Samspillt 3

 

 

 

 

 

 

Samspillt 4Samspillt 5

 

 

 

 

 

 

Samspillt 6Samspillt 2

 

 

 

 

 

 

 Samspillt 7samspillt 8

 

 

 

 

 

 

Tortryggni er ríkjandi hugarástand meðal íslensku þjóðarinnar. Reyndar hefur hjartahlýja gagnvart náunganum aldrei verið grunnstef samskipta. Kaldhæðni er aðalsmerki okkar Íslendinga. Um langt skeið hefur það verið vinnuhefð í pólitík að betra sé að stilla saman strengi í bakherbergjum heldur en ræða málin á opinn máta. Stundum er það rétt að í andrúmslofti tortryggni er betra að vinna saman í liðum. Síðan er farið í að safna liði og mæta til þings og bera saman styrkleika. Sumum finnst þetta lýðræði en þegar traust og kærleikur eru víðs fjarri þá er ekki jarðvegur lýðræðis. Illgresi lýðræðis eru óttinn og hrokinn.

Ráðning Davíðs Oddssonar í stól ritstjóra á Morgunblaðinu var olía á eld tortryggni í landinu. Hann hefur verið það lengi í framvarðasveit átakastjórnmála að hann nýtur ekki trausts. Í raun tengja margir persónu hans við einræði frekar en lýðræði, að honum fylgi í senn hroki og ótti frekar en það sem leysir úr læðingi hin fegurri gildi sem þarf að innleiða í landinu. Hvort er mikilvægara fyrir erfiðleika lands og þjóðar sem að hún stendur nú frammi fyrir? Hvernig rjúfum við tengslanet íslensks viðskiptalífs sem reyndist svo spillt? Hvernig endurskoðum við stöðu okkar sem þjóð meðal þjóða?

Sjálfstæðisflokkurinn rak lengi þá utanríkismálapólitík að hún gengi fyrst og fremst út á það að Ísland hefði af henni ávinning. Á sama tíma var í landinu léleg lýðræðishefð. Kaldastríðið gaf af sér tortryggni, þannig að sambönd flokksfélaga og fjölskyldutengsl urðu farvegur ákvarðana. Að vera í góðum tengslum við réttu mennina var það sem var talið farsælast. Davíð Oddsson hefur lýst því að hann hafi átt vináttu George W Bush og Silvio Berlusconi. Síðan kemur nýfrjálshyggjan og græðgivæðingin ofan á hið óþroskaða lýðræði í landinu. Fjármálakerfið og umsvif þess eru sett inn í tenglanet flokka og fjölskyldna.

Uppgjörið þarf að vera inn á við og út á við. Við þurfum að opna hjartað og treysta í stað þess að vera verkfæri tortryggni og hroka. Við þurfum að verða fullgildir þátttakendur í samstarfi lýðræðisríkja í Evrópu og tengjast stóru myntsvæði. Þannig getum við fyrst átt möguleika á að gera raunhæfar viðskiptaáætlanir og búið til farveg gegnsæis og lýðræðis. Losað okkur úr böndum LÍÚ, flokka og fjölskyldna. Hin eina sanna samspilling, sem þrífst á notkun tenglanets í stað lýðræðis er Sjálfstæðisflokkurinn. Aflið sem að innleiddi meira sundurlyndi og tortryggni en þekkst hefur á Íslandi á lýðveldistímanum. Græðgi og sjálftaka voru helstu meinsemdir. Grunnurinn lagður með kvótakerfinu og sölu bankana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnlaugur, ég les gjarnan blogg þitt, en flokksauðsgæran fer þér afskaplega illa. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Samfylking komu að stjórn þessa lands og bera því ábyrgð á hruninu. Auðvitað komu fleiri að borðinu, sem bera ábyrgð. Við tók VG og Samfylking. Engum nema í harðasta trúarkjarna þessara flokka, dettur í hug að hæla sér af frammistöðunni. Það getur verið að það lini óþægindin hjá þér að líta í myndabækur og hugsa um Davíð Oddsson fyrir okkur hins skiptir mestu máli að þessi vanhæfa ríkisstjórn segi af  sér og mynduð verði ríkisstjórn sem hefur getu til þess að takast á við hlutina.  Annað hvort þjóðstjórn, eða þá ef flokkarnir valda þessu ekki, utanþingstjórn.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Heill og sæll Sigurður. Ég held að einmitt það að ég sé samkvæmur sjálfum mér og hugsa ekki eftir flokkslínum stuðli að því að ég mun sennilega aldrei verða útvalinn af hópnum.

Ég tók þátt í prófkjöri fyrir kosningarnar síðustu og setti á oddinn málefnalega umræðu um stöðu heimilana. En þá var Samfylkingin föst í einhverjum rétttrúnaði um greiðsluaðlögun og að láta fólk koma á hnjánum til bankastofnana.

Mitt baráttumál var að leiðrétta viðbætur vegna hamfarana með því að færa lánin til miðsumars fyrir hrun. Þessi staðreynd að ég talaði gegn meginlínu flokksins var án efa helsta ástæða þess að ég komst ekki einu sinni á lista.

Það breytir ekki því að Samfylkingin undir gildum frelsis, jafnréttis og bræðralags (kærleika) er sá flokkur sem að er næstur því að standa vörð um heilbrigt lýðræði í landinu. Hann er með mesta möguleika til framtíðar.

Nú er Árni Páll og Samfylkingin loksins búin að setja þetta mál upp nákvæmlega eins og ég lagði til. Ég fagna því. Vona að þeir hafi í framhaldi umburðarlyndi fyrir fjölbreyttum skoðunum sem mikilvægan grunni lýðræðis.

Margir hafa haldið því fram að ég sé einn ötulasti talsmaður Samfylkingarinnar, en fyrir flokkinn hef ég ekki gegnt neinni trúnaðarstöðu. Þegar ég sá að á vefsíðu flokksins eru tenglar yfir á bloggara hliðholla Samfylkingunni sendi ég ósk til þeirra um að fá tengil yfir á mitt blogg. Þeir hafa ekki einu sinni viljað það!!

Þannig að ég er bara ég, frjáls og óháður, þó ég aðhyllist sömu gildi og helstu stefnumál og Samfylkingin. Þannig að ég er langt frá því að vera flokkshundur. Það er einmitt inntak færslunnar minnar að við þurfum að vera hrein og bein.

Tortryggnin og lýðræðið er umræðuefnið. Að geta treyst stjórnmálamönnum og fjölmiðlum. Að tilfinningar ótta og hroka séu nátengdar pólitískri framgöngu Davíðs Oddssonar. Það sé ekki gott innlegg til samfélagsins núna.  Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Á www.samfylkingin.is má sjá hvaða bloggurum er treyst til að dansa alveg eftir flokkslínunni.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Júlíus Valsson

"Reyndar hefur hjartahlýja gagnvart náunganum aldrei verið grunnstef samskipta."

Ekki var þetta nú svona hjá honum Matta frænda í "einum" Teig eða Einari frænda í Reykjadalnum eða hjá honum Guðmundi á Minna Mosfelli eða hjá honum Hreini í Helgadal í gamla daga. Hefur eitthvað breyst í Mosó með árunum?

Júlíus Valsson, 27.9.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þakka þér fyrir góðann pistil Gunnlaugur. Ég er ein af fjölmörgum sem er reið út í Davíð og Sjálfstæðismenn almennt fyrir svo margt rangt sem fert hefur veriðí landinu í nafni þess flokks sem þau tilheyra.  En ég óttast ekki flokkinn þeirra og ekki Davíð, vegna þess að nú eru svo mörg okkar vöknuð. Við vorum líka vakin á svo harkalegann hátt, fyrst með kaldri gusu og svo var mörgum okkar beinlínis hent fram úr rúminu. Rúmið var volgt og nokkuð mjúkt, en gölfið var grjóthart og svellkalt. Þar liggja mörg okkar enn og höfum ekki á neitt ból að benda.

Í mínum huga breytir flokksaðild ekki málinu, heldur hitt að skrifin þín benda til þess að þú sért jafnaðarmaður og af þeim er aldrei nóg.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.9.2009 kl. 11:51

6 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það sem þú dregur fram Júlíus er einmitt kjarninn í því sem ég er að segja. Við ræktum tengslin við þá sem eru með okkur í liði. "Frændur", sveitunga og flokksfélaga.

"Náunginn" í minni umfjöllun er sá sem þú þekkir ekki neitt er úr allt annarri sveit og jafnvel svartur á hörundslit. Getur þú verið opin af "hjartahlýju" við hann eins og frændur úr Mosfellsdal?

Ég held við séum lokuð og tortrygginn gagnvart náunganum. Það þekkja flestir sem eru með reynslu af því að búa erlendis. Það birtist í umferðarmenningu og mörgu öðru.

Þegar við fluttumst til Pittsburgh í tvö ár var skipulagt "welcome party" í götunni. Einstaklega notalegt en myndi ekki gerast hér á landi. Prófessorinn minn í aðferðafræði þegar ég var í Winnipeg bauð mér í kvöldverð með fjölskylduni, meðal annars af því að hann langaði að fræðast um Ísland. Myndi trúlega ekki gerast á Íslandi.

Hér rembast flestir við að láta sem þeir sjái ekki náungann. Reyna að svína á mann til að komast fram fyrir ef það er eitt stæði laust á bílastæðinu, rembast við að látast ekki sjá mann ef maður er að reyna að komast yfir á aðra akgrein.

Það er mín skoðun að græðgisvæðingin og ákveðinn tegund af hroka sem hefur fylgt stjórnunarstíl Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega Davíð Oddssyni, hefur aukið tortryggni í landinu og sundrað samkennd.

Þannig held ég til útskýringar að það hefði verið allt önnur tilfinning sem hefði fylgt því ef að t.d. annar fyrrverandi forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson hefði verið ráðinn ritstjóri. Fölskvalaus mannvinur, enginn ótti eða hroki.

Við viljum fólk sem að viðurkennir að það geti gert mistök og kann að hlusta. Ber virðingu fyrir fjölbreytileika í skoðunum og hugsar út fyrir sitt eigið sjálf, LÍÚ eða Sjálfstæðisflokkinn.

Gaman að heyra frá þér og takk fyrir skrifin Hólmfríður.

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 14:18

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er skelfing að horfa uppá hvað taugarnar láta undan hjá þér Gunnlaugur í vanda lands og þjóðar. Taugaveiklaðir menn eru ekki líklegir til stórafreka og alls ekki þeir sem eru illa haldnir af Davíðs-þráhyggju og frjálshyggju-fóbíu. Vandi Íslands er alvörumál og aldrei voru þeir í Sjálfstæðisflokknum Ólafur Ólafssson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Sigurður Einarsson, Finnur Ingólfsson og margir fleiri víkingar útrásarinnar.

Til allrar óhamingju valdi þjóðin rangt fólk til þess að koma að endurreisn landsins, enda hljómar það nánast eins og brandari að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J., gagnist í alvöru björgunarstarfi fyrir samfélagsgerð sem þau í reynd hata. Þessu mun þjóðin beyta í næstu kosningum, sem eru skemur undan en margan grunar.

Gústaf Níelsson, 27.9.2009 kl. 17:16

8 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sjáum til Gústaf, sjáum til. Það gæti alveg verið að við eigum eitthvað gott skilið Íslendingar til lengri tíma. Eitthvað sem er traust og byggir á jafnvægi og virðingu gagnvart persónulegum verðmætum, gildum sem og auðlindum jarðar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 19:35

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gunnlaugur, er þetta myndefni notað í mannræktarkennslu þinni?

Þar sem þú ert svo illa haldin af Davíðs heilkenninu sem raun ber vitni, er ekki úr vegi að benda þér á línurit sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur skýrt fram hvernig útgjöld heimila og hins opinbera stóðu meðan Davíð Oddsson hélt hér um stjórnvölinn.

Þar sést líka hvernig tilkoma Samfylkingar í ríkisstjórn kynnti upp hrollvekjuna. Rekstrarlína opinberra aðila verður nánast lóðrétt upp og 20% hækkun fjárlaga milli áranna 2007- 2008 bætti ekki ástandið með. En þetta veistu náttúrlega allt.

En hvað hétu þeir annars einræðisherrarnir, sem Ingibjörg Sólrún lagði helst lag sitt við þann tíma sem hún gegndi stöðu utanríkisráðherra?

Ragnhildur Kolka, 27.9.2009 kl. 19:46

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

En hvað finnst þér um inntak færslunnar Ragnhildur? Gefur þú séns í umferðinni eða tekurðu spjall við ókunnuga í heitu pottunum? Finnst þér ekki ástæða til að draga úr tortryggni í samfélaginu og finnst þér ráðning Davíðs líkleg til þess? Líturðu svo á að hagsmunir Flokksins séu það mikilvægir að það þurfi að þvinga þeim upp á þjóðina? Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 20:01

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eflaust trúirðu mér ekki þegar ég segist gef séns í umferðinni, en ég get líka glatt þig með að segja að í heita potta stíg ég ekki ótilneidd. Og reyndu svo að ráða í það, Gunnlaugur. 

"að stilla saman strengi í bakherbergjum"er einmitt það sem við erum að upplifa hjá núverandi ríkisstjórn. Nema nú er ekki um fínstillingu að ræða heldur eru menn barðir til hlýðni. Það var dapurlegt að sjá konurnar úr  hinum femíníska ruðningsliði koma af fundi með Jóhönnu Sigurðardóttir með grátstafinn í kverkunum fyrr í sumar. En ESB ósómann varð víst að samþykkja. 

"þegar traust og kærleikur eru víðs fjarri þá er ekki jarðvegur lýðræðis" Inntakið í þessari gerir eiginlega kröfu um að maður taki 3 sjóveikistöflur áður en lengra er haldið,en Gunnlaugur, hvernig getur verið um eitthvað traust hvað þá heldur kærleika að ræða, þegar annar stjórnarflokkurinn þarf að kyngja öllum sínum hugsjónum og hinn stjórnarflokkurinn hefur engar. Það er nefnilega ekki hugsjón að ganga í ESB. Það er undirlægjuháttur og uppgjöf fyrir lífinu.

"Ráðning Davíðs Oddssonar í stól ritstjóra á Morgunblaðinu var olía á eld tortryggni í landinu" vonar þú. Það ríkir tortryggni í landinu vegna þess að hér sitjum við með vanhæfa ríkisstjórn sem hangir saman á hatrinu á einum manni. Þú ert illilega brenndur þessu marki. Þú segir hér í svari við athugasemd að þú hafir lagt þessi úrræð um fjármál heimilanna, sem sá sólbrúni setur nú fram, til í prófkjörsslagnum í vor. Í stað þess að fagna því að rödd þín hafi loksins náð til þinna "kærleiksríku" félaga, hefurðu allt á hornum þér útaf ráðningu manns til einkafyrirtækis út í bæ. Ég hef víst sagt það áður, en það er eitthvað bogið við mannræktarvitund þína

"Hin eina sanna samspilling"kannski er þetta bara Freudiskt skripl, en er það ekki einmitt þarna sem hjartað þitt slær?

Ragnhildur Kolka, 27.9.2009 kl. 21:12

12 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Veistu það Ragnhildur að ég er ekkert betri en aðrir og vil einmitt bæta mig í vitund mannræktar. Viljinn til verka er fyrsta skrefið. Ég er til dæmis búin að hafa þær hugmyndir um hann Gústaf hér fyrir ofan að hann sé forpokað íhald alveg frá því í háskóla fyrir einum 25 árum.

Nú sagði Gústaf mér nýlega að hann teldi mig líka illa innrættan og þú segir mig haldin einhverju hatri út í einhvern mann! Ef til vill er þetta allt einn stór misskilningur. Við erum sennilega öll í sama liðinu, skyld í 5-8 lið o.s.frv. Fullt tilefni til að láta af tortryggni og innleiða opnara, heilbrigðara og réttlátara samfélag.

Að troða Davíð Oddssyni upp á dekk núna er ekki heppileg aðgerð og eina sem áskrifendur geta gert er að segja upp blaðinu. En þér er illa við Samfylkinguna, en ég get alveg sannfært þig um að þar er fullur vilji á að bæta sig! Hafið þið í Sjálfstæðisflokknum áhuga á að bæta ykkur og læra af mistökum.

En ég er glaður að vita að þú sérst engin umferðarníðingur   Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 21:46

13 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég sé að þú ert allur að linast og sérð líklega eftir þessum skapillsku pistli nú þegar.

En það er skemmtilegt upphrópunarmerkið þarna eftir "Samfylkinguna.. (..) ..þar er fullur vilji á að bæta sig!". Er það svona sem menn krossa fingur fyrir aftan bak, þegar þeir segja eitthvað á blogginu, sem þeir eru ekki vissir um að sé alls kosta rétt.

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Ragnhildur Kolka, 27.9.2009 kl. 22:12

14 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Gunnlaugur. Hún Ragnhildur hefur nú verið svo nærgætin við þig að leyfa þér að halda nærbuxunum eftir, einum klæða. Þú blasir við lesendum þinnar eigin síðu ekki ósvipað skáldpersónunni Georgi Bjarnfreðarsyni (í hans huga er allt einn stór misskilningur), uppbelgdur af þvælu og delluhugmyndum um menn og málefni. Þú mátt uppnefna mig hverju sem þú vilt, það gerir þig ekki að betri manni. Kannski ertu eftir allt saman bara einfalt flón með gott innræti? Og hafðu hugfast að hatur er vondur förunautur. Þetta er klassísk speki og mig minnir að nýr ritstjóri Mogga hafi orðað hugsunina á svipaðan hátt á Skjá Einum.

Gústaf Níelsson, 27.9.2009 kl. 22:45

15 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Nei, vá, nú er ég orðinn smeykur - þau eru bæði komin í ham. Umræðunni er lokið. Guð blessi Ísland.

PS. Gleymið ekki að segja upp Mogganum

Gunnlaugur B Ólafsson, 27.9.2009 kl. 23:08

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Kaupi þínar skýringar Gunnlaugur. Góður pistill hjá þér en varla segi ég samt upp Mogganum.

Júlíus Valsson, 28.9.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband