Fresta hátæknisjúkrahúsi

AdgerdSamkvæmt alþjóðlegum samanburði er Ísland í þriðja sæti með gæði heilbrigðisþjónustu. Þar er þó bent á nokkur atriði sem megi gera úrbætur.  Meðal annars að taka þátt í tannlæknakostnaði barna. Sama dag koma fréttir af stóraukinni offitu meðal þjóðarinnar. Þessar vikur er helst búist við að svínaflensa muni ógna heilsufari landsmanna. Fátt hátæknilegt.

Það er algjörlega út í hött að lífeyrissjóðir fari að veita milljörðum í byggingu hátæknisjúkrahúss. Það er þó verðugt verkefni að halda sjó með sterka stöðu heilbrigðiskerfisins. Vissulega gætu orðið samlegðaráhrif af því að færa háskólasjúkrahúsið allt á sömu lóðina, en þetta er þó í bráð fyrst og fremst útgjaldaframkvæmd.

Það sem Ísland þarf er vöruþróun og verkmenning sem líkleg er til að snúa við margra ára viðskiptahalla. Skilgreina alla sprota sem líklegir eru til að skaffa gjaldeyristekjur. Okkur hættir til að hugsa eingöngu í stórframkvæmdum. En ég er fullviss að fjárfesting í fjölbreytilegum hugmyndum og arðbærum fyrirtækjum er skynsamlegri leið fyrir samfélagið.


mbl.is Viðamiklar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Alveg sammála.  Þetta er bara ein aðferð til að þjóðnýta lífeyrissjóðina.  Ég held að það hljóti að skila meiru að gera betur við heilbrigðisstarfsfólk en að sturta milljónatugum í steinsteypu.

Þorsteinn Sverrisson, 28.9.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þarna er ég ekki sammála ykkur piltar. Samkvæmt áliti Huldu forstjóra LSP er þaðí raun dýrara að fresta en að framkvæma. Ég hef unnið á heilbrigðisstofnun og veit hve miklu munar að vinna við gamlar þröngar aðstæður og skipta svo yfir í endurbætt húsnæði þar sem þörfum nútímans er mætt, bæði fyrir sjúklinga/vistmenn og stafsfólk. Ég leyfi mér að fullyrða að heilsa þeirra inniliggjandi batnar mun fyrr þegar aðstæður eru góðar. Að liggja á stofu þar sem margir eru eða á einbýli er sitthvað. Vistlegt umhverfi er svo miklu heilsusamlegra en mikil þrengsli, stöðugur erill og kalt stofnana umhverfi.

Það eru slík forréttindi í dag að komast á einbýli að viðkomandi verður að vera mjöööggg veikur. Þetta hef ég reynt á eigin skinni og hef svo sem ekki áhuga á að njóta þeirra "forréttinda" á núverandi LSP.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.9.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þakka þér fyrir að sýna tilburði til að koma okkur piltunum inn á þína sannfæringu. Ég var búin að sjá útskýringar Huldu um að sparnaður í rekstri væri þess eðlis að það tæki ekki nema x ár til að greiða upp nýbyggingu.

Faðir minn er einmitt nýbúin að vera í mjaðmaraðgerð og er síðustu tíu dag búin að vera á bæklunardeild Landspítala. Það er annar karl með honum á frekar rúmgóðu herbergi. Hann býst ekki við betri aðstöðu og verður ekki fyrir neinum óþægindum af herbergisfélaganum.

Að hefja stórframkvæmdina að byggja hátæknisjújrahús er ekki rétta vítamínið sem við þurfum næsta árið. Ég er viss um að við eigum eftir að vera stolt af tónlistar- og ráðstefnuhúsinu þegar það kemur og það mun borga sig. En það hefði engum dottið í hug að byrja á því við núverandi aðstæður. 

Vissulega vantar verkefni fyrir byggingariðnaðinn, en það bráðvantar gjaldeyrir, innflutningstekjur. Fjármálakerfið er frosið, en vel menntuð, skapandi og hugmyndarík þjóð. Gífurlegir möguleikar og tækifæri en vantar pening fyrir olíu og smurningu á vélina.

Ef að á að nýta fjármagn frá lífeyrissjóðunum þá er mun skynsamlegra að það fari í farveg smærri fyrirtækja, ýta af stað framleiðslu og sölu á þjónustu. Hátt gengi krónunnar drap niður alla innlenda framleiðslu og útflutning, nema í sjávarútvegi og áliðnaði.

Þannig gæti ég til dæmis skipulagt gönguferðir fyrir útlendinga að Stafafelli. Tilbúnir skálar og aðstaða sem gæti tekið á móti fleiri hundruð göngugörpum á ári. Þú gætir fyllt Húnaflóann af sægörpum og Þorsteinn gæti margfaldað traffík á golfvöllinn í Úthlíð.

Nú er gengið hagstætt fyrir útlendinga, við erum tarnafólk og það þarf að virkja kraftinn í að hreinsa af sér skuldaklafa með því að dæla pening inn í landið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 28.9.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vissi ekki að hátæknisjúkrahús þýddi einsmannsherbergi !!

Annars er ég algerlega sammála því að þessi bygging er tímaskekkja.. og ég er algerlega ósammála því sem kemur fram í fréttinni að ísland sé í 3 sæti yfir bestu heilbrigðisþjónustuna..  við erum mikli miklu neðar en það.  Ég hef séð miklu betri sjúkrahús og betri þjónustu í Thailandi en íslendingar geta nokkurn tíma látið sig dreyma um... 

Óskar Þorkelsson, 29.9.2009 kl. 07:26

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar verið var að kynna þær teikningar sem síðast voru gerðar, var talað um einbýli fyrir sjúklinga. Auðvitað getur verið að einhver herbergi verið með fleiri en einu rúmi. Óskar, við erum í 3. sæti í Evrópu samkvæmt fréttinni. Thailand er ekki inni í þeim samanburði. Að vera ein/einn á stofu er bara nútíminn og það eru bara 2 til 3 ár síðna mikil umræða varð um fjölbýli á dvalarheimilum. Það getur verið erfitt fyrir fullfríska að ver með öðrum ókunnugum í herbergi, hvað þá veika. Það verður bara að hafa það þó þið séuð ekki samfærðir. Ég var í nefnd um endurbyggingu Sjúkrahússins Hvammstanga á 10. áratugnum fyrir hönd starfsmanna og það þurfti meira en 2 til 3 samtöl til að sannfæra aðra starfsmenn um margt varðandi breytingarnar. Það verur eins með ykkur eins og vinnufélaga mína, þið þurfið að sjá þetta með eigin augum og helst að leggjast inní einn til tvo daga til að finna muninn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.9.2009 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband